Skagablaðið


Skagablaðið - 27.06.1991, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 27.06.1991, Blaðsíða 8
Hverja fá Skagamenn sem andstæðinga í bikamum?: Veitingarnar voru ekki skornar við nögl í grillveislunni. „Það er draumurinn að fá helst létt lið og það hér heima í næstu umferð bikarins. Þegar ég segi létt liö er ég ekki að gera lít- ið úr andstæðingunum en vonast til að fá ÍK eða Þrótt, Neskaup- stað,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, er Skaga- blaðið ræddi við hann. Dregið verður í 4. umferð bikarsins í dag. Aðalástæðan fyrir því að ég vil gjarnan fá létta andstæð- inga er sú að við leikum mjög þétt fyrri hluta júlímánaðar. Bikarleikurinn fer fram 10. júlí og við eigum leiki í deildinni 2. og 5. júlí og svo aftur 15. og 19. júl.V Hvað varðar leikinn á morgun gegn Fylki hér heima í 2. deild- inni sagði Guðjón ljóst að hann yrði erfiður, ekki síður en bikar- leikurinn. „Fylkismenn eru með mjög vel spilandi lið og geta mun meira en staða þeirra í deildinni segir til um. Þeir mæta eins og grenjandi ljón á morgun enda er að duga eða drcpast fyrir þá því þeir eru án sigurs fyrstu fiinm leikjun- um. Það er erfitt að leika gegn Fylki, sem spilar þétta vörn, 4—5-1, og því fcngum við að kynnast í fyrrakvöld. Annars held ég að við sjálfir séum okkar helstu andstæðingar í sumar. Ef við spilum eins og við best getum standast fá lið okkur snúning." Fomnleg vigsla Jámbtendiiiga á Þórisstaðasetrinu fyrir stuttu: Tæplega 300 í grillveislu Hátt í þrjú hundruð gestir, starfmenn íslenska járnblendifé- lagsins og fjólskyldur þeirra, komu saman að Þórisstöðum fyr- ir stuttu til þess að vera viðstadd- ir formlega opnun á starfsmanna- aðstöðu fyrirtækisins. Veðrið lék við gestina og heppnaðist hátíðin með miklum ágætum. M.a. var farið í siglingu um Þórisstað- avatn og síðan efnt til grillveislu, mári Guðjónsson, formaður starfsmannafélags IJ, sagði í samtali við Skagablaðið að um þessar mundir væri verið að ljúka frágangi sex hola af níu á golf- velli þeirra Járnblendinga. Þá er stutt .' að vegarlagning hefjist um fyrirhugað sumarbú- ið staðasvæði starfsmanna .' landi Þórisstaða. Úthlutun lóða er á döfinni á næstu vikum að sögn Smára. Auk sumarbústaðalands- ins eiga starfsmenn IJ veiðirétt- indi í Þórisstaðavatni. Sigurður Haraldsson er staðar- haldari að Þórisstöðum. Hann býr þar ásamt Bjarneyju Jóhann- esdóttur, konu sinni, og fjöl- skyldu. Sigurður býr allt árið um kring að Þórisstöðum og vinnur þar fulla fimm mánuði á ári. Hinn hluta ársins vinnur hann í sjálfri verksmiðjunni. Smári sagði starfsmannafélag- hafa verið ákaflega heppið með starfsmann þar sem Sigurð- ur væri. Hann hefði unnið þrek- virki á landareigninni á þeim tíma sem hann hefði verið þar við störf og mikils væri vænst af honum. r r Jakob Halldórsson, sern er að ljúka námi í kvikmyndagerð í Bandaríkjunum, ætlar laugardaginn 6 júlí n.k kl 17 að sýna leikna kvikmynd sem hann íramleiddi í námi sínu sl. vetur. Kvik- myndin heitir „The Prey" eða Bráðin. Jakob leikur sjálfur aðal- hlutverkið en auk lians leikur Ylfa Edelstein í myndinni. Auk Bráðarinnar sýnn lakob lleirí myndn sem hann hefut unnið á námsárum sínum. DietPepsi ogAkranes Ytirburðir Skagainanna í 2. deild íslandsinótsins í knattspyrnu hafa vakið at- hygli víða um land. Pepsi á íslandi er styrktar- aðili 2. deildarinnar í ár. Blaðið Feykir á Sauðárkróki segir í s.'ðustu viku að Skaga- menn taki lífinu svo Iétt í 2. deildinni að rétt væri að nefna hana „Diet Pepsi- deildina“! .Draumurim að fa étt líd á heimavelli“ Ágæt þátttaka í Heilsudógunum á Akranesi um helgina: Yfir 100 í kvennahlaupi Á annað hundrað konur tóku þátt í Kvennahlaupinu sem fram fór hér á Akranesi á laugardag og var liður í Heilsudögum íþróttabandalags Akraness og íþrótta- og æskulýðsnefndar, sem fram fór um helgina. átttaka í einstökum liðum Heilsudaganna var misjöfn. Best .' kvennahlaupinu en einnig mjög góð í göngunni á Geir- mundartind aðfaranótt laugar- dagsins. Um 90 manns fóru .' þá göngu undir leiðsögn Helga Hannessonar. Þá fóru um 30 manns í göngu með Bjarnfríði Leósdóttur á sunnudaginn og svipaður þátt- takendafjöldi var í fyrirlestri sem var boðið upp á fyrir gönguna. Dræm þátttaka var aftur á móti í fjölskylduratleik og kynningu á frjálsum íþróttum. Á stóru myndinni hér að ofan má sjá hvar konurnar hlaupa af stað en hægt var að velja um 2 eða 5 km sprett. Flestar völdu lengri leiðina. Á minni myndinni stjórnar Inga Harðardóttir teygju- og upphitunaræfingum fyrir hlaupið. Þær komu sér vel því ekki voru allir þátttakendur í langhlaupaformi. Konurnar létu það þó ekki á sig fá, sýndu sam- stöðu og skiluðu sér allar í mark með sóma, ungar jafnt sem eldri.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.