Skagablaðið


Skagablaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 3
Skagablaðið Kristinn Einarsson, fjalla- sund- og hlaupagarpur var einn fimm íslendinga sem tóku þátt í Berlínarmaraþon- inu um fyrri helgi. Kristinn flaug til Amsterdam ásamt félaga sínum, þaðan sem þeir óku í tólf klukkustundir til Berlín daginn fyrir hlaupið. Þátttakendur voru um 20 þúsund talsins. Þrír Skaga- menn stefna að því að taka þátt í þessu hlaupi að ári. Jóhannes Guðjónsson sigr aði í flokki 35 - 45 ára í Öskjuhlíðarhlaupinu um helgina. Vegalengdin var 3,5 km. I sama hlaupi varð Ingi- björg Eggertsdóttir í öðru sæti í kvennaflokki. Konurn- ar hlupu 7 km. Þá sigraði Jó- hannes einnig í Ölfusár- hlaupinu fyrir stuttu sem haldið var til að minnast 100 ára afmælis brúarsmíði yfir ána. Þótt ekki hafi það farið hátt eiga Akurnesingar íslandsmeistara ársins í þriggja rnanna sveitakeppni í hálfmaraþoni. Hlaupið var á Egilsstöðum í sumar. Sveit- ina skipuðu Kristinn Einars- son, Stefán Skjaldarson, sem betur er þekktur sem skatt- stjóri Vesturlandsumdæmis, og Halldór Hallgrímsson. Sorpgámum verður lík- lega komið fyrir í bænum að nýju. Samþykkt hefur ver- ið tillaga í bæjarstjórn þess efnis að þeir leysi af hólmi gáma við sorphaugana. kaffi.. Steindór (t.v.) og Valgarður skála fyrir vetrinum í ekta Skagablaðs- ' ‘ '.(( n Starfsemi Nemendafélags Fjölbrautaskólans á Akranesi er komin á fulla ferð enda skóla- starfið komið í fastar skorður eft- ir sumarhlé. Stjórn NFFA skipa fjórir nemendur hverju sinni en það vekur athygli að í ár eru tveir utanbæjarnemar í stjórninni. Skagablaðið ræddi við þá Val- garð Jónsson og Steindór Sigur- geirsson í vikunni. Valgarður kemur innan úr Hvalfirði en Steindór er frá Patreksfirði. Auk þeirra eru í stjórn NFFA þau Heimir Gunn- laugsson og Hulda Birna Bald- ursdóttir, bæði frá Akranesi. „Starfið er að mestu í svipuð- um skorðum og verið hefur undanfarin ár. Það eru ákveðnir stórviðburðir hjá okkur á hverju ári, ss. „opna vikan“, skólaheim- sóknir, íþróttamót og hæfileika- keppni. Síðan sjá einstakir klúbbar meira um afmarkaðri starfsemi innan skólans," sögðu þeir Steindór og Valgarður. Þeim félögum bar saman um að seta í stjórn NFFA væri afar tímafrek því að mörgu þyrfti að hyggja. „Menn verða að vera til- búnir til að slá ýmsu á frest ef 1 Taktu spor í rétta átt, vertu með í ITC. Kynningarfundur verður haldinn þríðjudaginn 15. okt- óber kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu Sunnubraut 21. Komið og sjáið hvað við erum að gera. Allir hjartanlega velkomnir. ITC Ö.sp mm Akraneskaupstaður ^ — Húsnæðisnefnd ÍBÚÐIR ÓSKAST Húsnæðisnefnd Akraness óskar eftir að kaupa tvær tveggja herbergja íbúðir á Akranesi. Tilboð, þar sem fram koma upplýsingar um verð og ástand íbúðanna, afhendingartími og svofram- vegis, óskast send undirrituðum, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar, fyrir 15. október 1991. BÆJA RRITA Rl eir taka þetta að sér,“ sögðu þeir. Þeir sem eiga sæti í stjórn NFFA hafa ákveðinn „fjarvistar- kvóta“ og þeir Steindór og Val- garður sögðu kennara almennt sýna því skilning að stundum þyrftu stjórnarmenn að fá hliðr- að til skilum á verkefnum og öðru viðlíka. NFFA fær í sinn hlut 3000 krónur af 5000 króna gjaldi sem nemendur greiða til skólans á hverju hausti. Nemendur skólans eru vel á sjötta hundrað þannig að félagið hefur úr talsverðum fjármunum að moða yfir vetur- inn. Yale talíur Flestar gerðir fyrirliggjandi Yale - gæði - ending SÖLUAÐILI Á VESTURLANDI: Axel Sveinbjörnsson, Akranesi P w Jóhann Ólafsson & Co ~ Sl'NDABORG 13 • 104 REYKJAVÍK • SÍMI6HK 588 Látið í ykkur heyra! 5ÍMinn ER 11402. Meytendafélag Akraness Mold — Túnþökur — Möl — Sandur Önnumst einnig almenna vélavinnu. GERUM VERÐTILBOÐ NEISTI HF. Símar 12131, 12985, 985-24719 Skólabraut 25 - Slmi 93-11619 Tilkynning um útivistar- tíma bama og unglinga í kaupstöðum, kauptúnum og öðru slíku þéttbýli með 400 íbúa eða fleiri, mega börn yngri en 12 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 (8 á kvöldin) tímabilið 1. september til 1. maí, nema í fylgd með fullorðnum, aðstandendum eða umsjónar- mönnum. Unglingar yngri en 15 ára mega á slíkum stöðum ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 (10 á kvöldin) tímabilið 1. september til 1. maí og eftir kl. 25 (11 á kvöldin) 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fullorðnum, eða um sé að ræða beina heimferð frá skólaskemmtun, íþróttasamkomu eða frá annarri viðurkenndri æskulýðsstarfsemi. Hvers konar þjónusta við börn og ungmenni eftir löglegan útivistartíma barna, önnur en heimflutningur, er bönnuð að viðlagðri ábyrgð þess er þjónustuna veitir. handhöfum þjónustuleyfa er skylt að fylgjast með því að ákvæði þessi 5éu haldin. Lögreglan vill ennfremur benda á að mikil brögð hafa verið að því að undanfarið að böm og unglingar hafa verið á [jóslausum hjólum á síðkvöldum, í myrkrinu. hað gefur auga- leið að mikii slysahætta hlýst af þessu. Lögreglan viil beina þeim tilmælum til foreldra að fylgjast vei með börnum 5Ínum, hvort luktir og glitmerki séu ekki á hjólum. Umferðarnefnd og lögreglan á Ahranesi Tækjaldgan cr opin manudaga til föstudaga frá kl. 8-12 og 13 - 16. Vcrndaður viimustaður Dalbraut 10 - Sími 12994 Gleraugnaþjónusta Vesturlands SJÓNGLERIÐ

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.