Skagablaðið


Skagablaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 8
Skagablaðið Niðurskurðartillögur ríkisstjómarínnar í heilbrígðisgeiranum bitnaáSA: Ehgináfovmum uppsagnir Ekki eru uppi hugmyndir um uppsagnir á Sjúkrahúsi Akraness á árinu þrátt fyrir fyrirskipun heilbrigðisráðuneytis um 5% „flatan niðurskurð.“ Sigurður Ólafsson, forstöðumaður SA, sagði í samtali við Skagablaðið, að reynt yrði að mæta óskum um sparnað með öðrum hætti. igurður sagði að ákveðið hefði verið að að loka A - deildinni, lyflækningadeild, í hálfan fjórða mánuð í sumar og sameina hana B og C - deildum Úr skoðunarstöðinni á Akranesi. Fyrirkomulag bifreidaskodunar á Vesturiandi: „Engar breytingai' Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að til standi að loka skoðunarstöð Bifreiðaskoðunar íslands hér á Akranesi og færa alla bifreiðaskoðun upp í Borgarnes. Ekkert mun hins vegar hæft í þessum orðrómi. Skagablaðið hafði samband við Karl Ragnarsson, fram- kvæmdastjóra Bifreiðaskoðunar íslands, og bar þetta undir hann. Karl sagði engar breytingar fyrirhugaðar svo hann vissi til. „Auðvitað get ég ekki sagt til um framvinduna þegar til lengri tíma er litið en eins og nú er ástatt eru engar breytingar fyrirhug- aðar á bifreiðaskoðunarmálum á Vesturlandi,“ sagði Karl. sjúkrahússins. Helsti sparnaður- inn væri fólgin í þessum aðgerð- um. Þá sagði Sigurður dagheimili sjúkrahússins verða lokað í 6 vik- ur í sumar. Ennfremur sagði Sigurður áform um að færa fólk á milli deilda eftir því hvernig hagaði til hverju sinni og að áhersla yrði lögð á að ráða lítið sem ekkert af afleysingafólki í sumar. Reynt yrði að haga því þannig að starfs- menn leystu hverjir aðra af eins og kostur væri. Yfirvinna yrði ekki leyfð nema í neyðartilvik- um. Fundir hafa verið haldnir með deildarstjórum að undanförnu, niðurskurðaráform kynnt og leit- að eftir tillögum. Stjórn SA á að skila inn fullmótuðum tillögum til ráðuneytisins um mánaðamót- in. Það er síðan í valdi þess að ákveða endanlega hvernig sparn- aðaráformin verða útfærð á hverri sjúkrastofnun fyrir sig Sjúkrahúss Akraness: Engar uppsagnir en deildir sameinaðar yfir sumartímann til að spara. samningar irið Jethro Túll og Ozzy Osboume um tónleika í haust á lokastigi Komi ekkert óvænt upp á verður gengið frá samningum á næstu dögum við hina heims- þekktu hljómsveit Jethro Tull og hinn heimskunna þungarokkara Ozzy Osbourne ásamt hljómsveit um tónleikahald hér á Akranesi í byrjun september í tilefni 50 ára afmælis Akraneskaupstaðar. Samningaumleitanir hafa staðið yfir frá því í október en eru nú að komast á lokastig. Hópur fyrirtækja, félaga og einstaklinga hér á Akranesi stendur að tónleikahaldinu með tilstyrk Akraneskaupstaðar. Á- kveðið er að Jethro Tull leiki í íþróttahúsinu við Vesturgötu föstudaginn 4. september og Ozzy Osbourne daginn eftir. Þessir tónleikar verða þeir einu í íslandsför umræddra rokk- ara, þ.e. þeir leika aðeins á Akranesi. Stefnt er að glæsilegri umgjörð tónleikanna. Fengið verður mjög öflugt hljómburðar- og ljósakerfi frá Bretlandi, sam- bærilegt við þau sem notuð hafa verið á tónleikum erlendra rokk- sveita undanfarin ár. Forsala aðgöngumiða hefst á næstu vikum. Sökum þess hversu lítið íþróttahúsið við Vesturgötu er verður upplag miða að líkind- um takmarkað. Verð aðgöngu- miða á tónleikana hefur ekki ver- ið endanlega ákveðið, en verður þó örugglega innan við 4000 krónur eins og verið hefur á rokktónleika hérlendis undanfar- in misseri að sögn aðstandenda tónleikanna. Jethro Tull hefur verið á ferðinni frá 1967 og er enn í fullu fjöri. Höfuðpaur hennar, Ian Anderson er fyrir miðri mynd. Ozzy Osbourne hefur um langt árabil verið ein skœrasta stjarna þungarokksins. Skagablaðið greindi frá því í síðustu viku, að fleiri ættu stórafmæli á þessu ári en Akraneskaupstaður. Við þá upptalningu hafa nú bæst fleiri nöfn. Þess má geta að Veiðarfæraverslun Axels Sveinbjörnsson á 50 ára af- mæli seint á þessu ári. Kirkju kór Akraness fagnar einnig 50 ára afmæli í ár. Þá á STAK, Starfsmannafélag Akraneskaupstaðar, 40 ára afmæli á árinu og Lífeyris- sjóður STAK 35 ára afmæli. Hugsanlega eiga fleiri fyrir- tæki eða félög stórafmæli á árinu og væri gaman að fregna af því. Það verða sveitir Dodda Bé og Ásgeirs Kristjáns- sonar sem mætast annars vegar í undanúrslitum bikar- keppni sveita hjá Bridgefé- lagi Akraness og hins vegar sveitir Þórðar Elíassonar og Sjóvá/Almennra. Leikjunum skal vera lokið fyrir 12. mars nk. Svo virðist sem útgerðar- félög á landinu séu smám saman að vakna til vitundar um Powerplus tækin sem David Butt hér á Akranesi er með umboð fyrir. Nokkur skip eru þegar komin með þennan búnað um borð og margar fyrirspurnir hafa bor- ist að undanförnu. Á meðal skipa sem reynt hafa Pow- erplus - búnaðinn má nefna Skúm GK 22. Niðurstöður mælinga um borð í skipinu staðfesta 5% olíusparnað, minni útblástur og aukið vélarafl. Guðmundur Garðarsson tók þann 1. janúar sl. formlega við rekstri ljós- myndastofu Ólafs Árnason- ar. Talsverð seinkun verður á útgáfu 1. bindis Sögu Akraness sem Jón Böðvars- son ritstýrir. Upphaflega var áætlað að fyrsta bindið kæmi út í þessum mánuði en nú bendir allt til þess að ekki verði af útkomunni fyrr en seint í mars eða jafnvel í byrjun apríl. Sigurður Sigurðsson, skó- smiður, hefur keypt húsnæði undir starfsemi sína við Skólabraut, þar sem Stjörnukaffi var áður til húsa. Landsbankinn átti húsnæðið. Sigurður hyggst flytja starfsemi sína af Kirkju braut 6 innan tíðar en Versl- unin Nína hefur keypt hús- næðið af honum. Þá hefur Landsbankinn selt Málning- arþjónustunni gamla Akra- prjónshúsið við Stillholt.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.