Skagablaðið


Skagablaðið - 09.01.1995, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 09.01.1995, Blaðsíða 7
Skagablaðið Af lífi og sál 9. janúar 1995 7 Móðirin Guðný, nýársbamið og Helgi Baldur stóri bróðir voru hin hressustu þegar Skagablaðið heimsótti þau daginn eftir stóra viðburðinn. Fæðingum fækkaði í fyrra Hvað er á döfinni? Þórdís Arthursdóttir ferðamála- fulltrúi sendir ferðamálaráði og fleirum upplýsingar um hvers kyns uppákomur sem fyrirhug- aðar eru í bænum á árinu. Hún óskar eftir því við þá sem standa fyrir viðburðum hvers konar, svo sem listviðburðum, íþróttakeppni og þess háttar, að láta sig vita fyrir 15. janúar. í bíó Stjörnugjafarlisti Olafs H. Torfa- sonar kvikmyndagagnrýnanda um myndimar í bíóhúsum borgarinnar: Drama **** Rauður. Háskólabíó. *** Forrest Gump. Háskólabíó. ** Þrjú í sömu sæng. Stjömubíó. ** Undirleikarinn. Regnboginn. ** I blíðu og stríðu. Bíóborgin. Spennumyndir *** Reyfari. Regnboginn. *** Næturvörðurinn. Háskóla- bíó. *** Gríman. Laugarásbíó. *** Leifturhraði. Sam-bíóin. ** Banvænn fallhraði. Bíóhöll- in. ** Stjörnuhliðið. Regnboginn. * Sérfræðingurinn. Sam-bíóin. Gamanmyndir *** Glæstir tímar. Háskólabíó. *** A5eins þó, Stjörnubíó. * Kominn í herinn. Saga-bíó. * Lilli er týndur. Regnboginn. Fjölskyldumyndir *** Skógarlíf. Laugarásbíó. *** Konungur ljónanna. Sam- bíóin. *** Lassie. Háskólabíó. *** Þumalína. Sam-bíóin. *** Bíódagar. Stjömubíó. ** Martröðin fyrir jól. Saga- bíó. ** Kraftaverk á jólum. Sam- bíóin. ** Risaeðlurnar. Sambíóin. ðeins fæddust 177 börn á Sjúkrahúsi Akraness í fyrra að sögn Jónínu Ingólfsdóttur ljósmóður. Árið 1993 fæddust hins vegar 208 börn á sjúkrahúsinu og leita þarf mörg ár aftur í tímann til að fi döfinni Mánudagur 09.01. Philippe Ricart heldur veflista- sýningu í Listahorni upplýs- ingamiðstöðvar fyrir ferðamenn við Skólabraut. Sýningin stend- urtil 15.janúar. Guðmundur Páll Jónsson bæj- arfulltrúi hefur viðtalstíma í Bókhlöðunni kl. 16.30-18.00. Fimmtudagur 12.01. Félagsvist í Stúkuhúsinu á veg- um Slysavarnafélagsins og Stúkunnar kl. 20.30. Aðgangs- eyrir 400 kr. Sunnudagur 15.01. Messa í Akraneskirkju kl. 14.00. Jóla- og áramótasamkoma eldri borgara í Vinaminni kl. 15.15. finna jafn fáar fæðingar og í fyrra. Fyrsta barn nýja ársins lét bíða eftir sér til klukkan að verða átta að kvöldi 4. desem- ber. Það var stúlkubarn. - Þetta gekk allt vel og hún að er voðalegt að þurfa að fara með skemmtanir af þessu tagi út úr bænum. Við gengum manna á milli að reyna að fá húsnæði undir árshátíð okkar en fengum ekkert og verðum því að halda skemnrt- unina í Borgarnesi eins og und- anfarin ár, segir Sigurður Elías- son í samtali við Skagablaðið. Sigurður á sæti í stjórn Fé- lags eldri borgara á Ákranesi og í nágrenni og er annar for- manna skemmti- og fræðslu- nefndar. Hann segir að um 260 kom alveg á réttum tíma þótt ég hafi verið orðin hrædd um það á tímabili að hún kæmi rétt fyr- ir áramótin, segir Guðný Helga- dóttir, móðir nýársbarnsins, en faðir nýfæddu stúlkunnar er Hafsteinn Hrafn Daníelsson. manns hafi sótt þessa skemmt- un eldri borgara í fyrra og á ekki von á síðri aðsókn nú. - Það var ekki við það kom- andi að við fengjum að halda skemmtunina í sal fjölbrauta- skólans á þessum árstíma. Við hefðum getað fengið íþrótta- húsið á Jaðarsbökkum en þá hefðum við þurft að útvega stóla og annað og sjá um þetta alfarið sjálf. Svo þetta endar með því að við höldum árshá- tíðina í Borgarnesi, segir Sig- urður við Skagablaðið. Eldri borgarar útlægir vegna skorts á húsnæði Ragnheiður Þórðardóttir fæddist á Akranesi 28. nóvember 1957. Hún er gift Guðjóni Böðvarssyni og börn þeirra eru Erna Karla, 14 ára, Arnar Már, 7 ára, og Eyja Þóra, þriggja ára. í brennidepli Bifreið: Peugeot árgerð 1988. Myndirðu nota göng undir Hvalfjörð? Ef ég er tímabundin en annars þykir mér bara gaman að keyra fyrir Hvalfjörð, nema í brjáluðu veðri. Áttu reiðhjól? Nei. Starfog laun: Ég er fulltrúi á bæjarskrif- stofunni og ritari bæjarstjóra. Launin eru líklega bara svona eins og gengur og ger- ist. Helsti kostur: Ég get ekki sagt til urn það, verð að láta aðra dærna. Matur og drykkur í uppáhaldi: Ég er mik- ið fyrir að drekka vatn. En mér þykja nautasteikur góðar og rauðvínið tilheyrir. Uppáhaldstónlist: Ég hlusta nú á allt nema þungarokk. Ég hef aldrei getað þol- að það. Uppáhaldsblað: Ég les dagblöðin og Skagablaðið. Uppáhaldsíþróttamaður: Börnin mín, þau eru í fótboltanum. Stjómmálamaður í uppáhaldi: Enginn sérstakur. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horfi aðal- lega á fréttir en sé Dagsljós líka stundum og finnst það góður þáttur. Besti útvarps-Zsjónvarpsmaður: Það kem- ur enginn upp í hugann. Leikari í uppáhaldi: Ég hef alltaf haft gaman af Éddu Björgvinsdóttur. Hvaða bók ertu að lesa? Ég er að lesa sögu Halldóru Briem eftir Steinunni Jó- hannesdóttur. Hún er góð en maður þarf að gefa sér góðan tíma við lesturinn. Hvaða kvikmynd sástu síðast? Ég sá Há- varðsenda í sjónvarpinu á nýársdag og þótti hún mjög góð. Hvað gerðirðu ísumarfríinu? Ég fór til Akureyrar og dvaldist töluvert í Reykja- vík, hafði þar íbúð til umráða. Hvað meturðu mest ífari annarra? Glað- lyndi og jákvætt hugarfar. Hvað angrar þig mest ífari annarra? Ég kann ekki að meta fólk sem hefur allt á hornum sér. Hvað líkarþér best við Akranes? Ég hef svosem aldrei spáð í það. En það er gott að búa hérna og gott að vera hérna með börn. Hvað veitir þér besta afslöppun? Mér finnst gott að vera í algerri þögn. Hvað viltu að bœjarstjórnin leggi höfuð- áherslu á? Fyrir utan atvinnumálin og þetta venjulega finnst mér að hún þurfi að búa vel að börnum og unglingum. Flokkarðu sorp? Ég skila gosdósum í Endurvinnsluna. Stundarðu líkamsrækt? Ég fer í göngutúra og það er góð líkamsrækt. Sœkirðu tónleika og aðra menningarvið- burði? Ég gef mér aldrei tíma til þess. Gangur Hfsins cfQKomuíheiminn 19. desetnber, stúlka, 3.930 g, 52 sm. Foreldrar: Sigurrós Jónsdóttir og Jóhannes Sigurðs- son, Eystra-Miðfelli, Hvalfjarð- arströnd. 23. desember, drengur, 3.860 g, 52 sm. Foreldrar: Brynhildur B. Barkardóttir og Þorkell Pét- ursson, Sandabraut 6, Akranesi. 23. desember, drengur, 3.140 g, 48 sm. Móðir: Guðlaug Helga Jónasdóttir, Bjarteyjar- sandi, Hvalfjarðarströnd. 24. desember, stúlka, 3.450 g, 50 sm. Foreldrar: Margrét H. Guðmundsdóttir og Halldór Sigurðsson, Efri-Þverá, Þverár- hreppi, Hvammstanga. 30. desember, drengur, 3.615 g, 50 sm. Foreldrar: Guðrún Magnúsdóttir og Gauti Hall- dórsson, Brekkubraut 21. 31. desember, stúlka, 4.765 g, 57 sm. Foreldrar: Sigríður Ragnarsdóttir og Trausti Gylfa- son, Einigrund 6. 4.janúar, stúlka, 3.985 g, 51 sm. Foreldrar: Guðný Helga- dóttir og Hafsteinn Hrafn Daní- elsson, Skagabraut 35. Hekla, fædd 19. júní, skírð 23. desember. Foreldrar: Jón Skjöldur Karlsson og Helga Sigurðardóttir, Byggðavegi 113, Akureyri. Karen Rós, fædd 31. október, skírð 25. desember. Foreldrar: Bjarki Georgsson og Sigríður Lára Guðbjartsdóttir, Jaðars- braut 3. PéturAron, fæddur 6. nóvem- ber, skírður 26. desember. For- eldrar: Sigurður Páll Harðarson og Áslaug Árnadóttir, Hrafna- kletti 4, Borgarnesi. Hrefna Rós, fædd 27. október, skírð 26. desember. Foreldrar: Lárus Ástmar Hannesson og María Alma Valdimarsdóttir, Borgarbraut 24, Stykkishólmi. Hafdís Lind, fædd 30. nóvern- ber, skírð 26. desember. For- eldrar: Björn Þór Reynisson og Ragnheiður Margrét Júlíusdótt- ir, Vallarbraut 3. Ragnheiður vill að bœjar- stjórn leggi áherslu á að búa vel að bömum og unglingum.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.