Skagablaðið


Skagablaðið - 03.04.1995, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 03.04.1995, Blaðsíða 2
2 3. apríl 1995 Viðhorf Skagablaðið Sannleikanum verður hver sárreiðastur cc < Q LU Skagablaðið sagði frá því á forsíðu síðast liðinn mánudag að endurskoðendur hefðu haft sitthvað við það að at- huga hvernig staðið var að fjármálum húsnæðisnefndar á árunum 1988-1992. Óhætt er að segja að viðbrögð við fréttinni hafi verið fári líkust og því er ástæða til að fara nokkrum orðum um tildrög hennar og efni. Frétt blaðsins var byggð á skýrslu endurskoðunarskrif- stofu Jóns Þórs Hallssonar frá í janúar síðast liðnum. Skýrslan barst blaðinu í hendur í óþökk þeirra sem hlut eiga að máli. Kerfið leit á hana sem trúnaðarmál en Skagablaðið er vitaskuld ekki á nokkurn hátt bundið 7 af slíku leynimakki. Skyldur blaðsins eru fyrst og 7 síðast vió lesendur. Kerfið lítur svo á að almenningi komi ekki við þótt starfsmenn í hans þjónustu geri sig bera að vinnubrögðum af því tagi sem lýst er í skýrslunni. Það er innanhússmál og því eru upplýs- ingar, sem geta komið starfsmönnum kerfisins illa, stimplaðar sem trúnaðarmál. Skagablaðið lítur hins vegar svo á að almenning- ur eigi rétt á því að fá upplýsingar um störf kerfisins ““ og að því eigi aðeins í sérstökum undantekningartil- vikum að vera heimilt að halda upplýsingum frá al- menningi. Því er engin spurning um það í huga þeirra sem standa að útgáfu Skagablaðsins að skýrsla endur- skoðendanna átti fullt erindi við skattgreiðendur hér í bænum. Óhætt er að segja að skýrslan sé mikill áfellisdómur yfir fjölmörgum aðilum í kerfinu, ekki síst æðstu embætt- ismönnum bæjarins, bæjarstjóra og bæjarritara. Þeim hefur verið um megn að standa eðlilega að fjárreiðum þessa mikilvæga málaflokks. Það hlýtur að vekja spurn- ingar um vinnubrögð á öðrum sviðum. Það eru gömul sannindi og ný að sannleikanum verður hver sárreiðastur. Þetta sannaðist rækilega í kjölfar frétt- arinnar af fjárreiðum húsnæðisnefndar. Kerfið komst í uppnám og bæjarfulltrúar töluðu víst um fátt annað þeg- ar þeir komu saman síðast liðinn þriðjudag en hver hefði drýgt þá höfuðsynd að koma upplýsingunum á framfæri. Sú skoðun er jafnvel útbreidd hjá stjórnmálamönnum að almenningur eigi enga heimtingu á að fá upplýsingar um störf þeirra sem ráðnir eru eða kjörnir til þess að fara með almannafé. Þeir vilja sinna störfum sínum í friði, vel eða illa. Almenningur á ekki að vera með nefið niðri í því. Fréttin síðast liðinn mánudag er ekki fyrsta dæmið um að umfjöllun Skagablaðsins hafi hækkað blóðþrýstinginn hjá þeim sem með valdið fara. Skemmst er að minnast umfjöllunar blaðsins um stefnu Haraldar L. Haraldssonar gegn bæjarstjóra og fleirum vegna gjaldþrots Þ&E. Þar birti blaðið upplýsingar sem kerfið taldi ekki eiga erindi út fyrir innsta hring. Það hentaði ekki tilteknum einstakling- um. Umfjöllun blaðsins um málefni fyrrverandi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa síðast liðið haust vakti ekki sérstaka hrifningu kerfisins. Fleiri dæmi mætti nefna. Allt eru þetta dæmi um að þeir sem ráðnir eru eða kjörnir til þess að fara með skattfé í umboði almennings hafa misskilið hlutverk sitt. Það er misskilningur að störf starfsmanna kerfisins til góðs eða ills séu þeirra einka- mál. Þeir sem starfa í umboði almennings verða að sætta sig við að fjallað sé um störf þeirra á opinberum vett- vangi. - Garðar Guðjónsson • •••••••••••• § «0 1 J5I 43 i 0)1 JjÉl Ritstjóri: Garðar Guðjónsson Útgefandi og ábm.: Sigurður Sverrisson. Prentun: Prentverk Akraness hf. Dreifing: Karl Örn Karlsson, sími 12707. Verð: Lausasala 220 kr., áskrift greidd með greiðslukorti 170 kr., annars 200 kr. Ritstjórn: Skólabraut 21, 2. hæð. Opin alla virka daga kl. 10.00-17.00. Símar 14222 og 12261. Fax: 14122. Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. Kjósum Guðjón Asameiginlegum framboðs- fundi í félagsheimilinu Lindartungu í Kolbeinsstaða- hreppi mánudagskvöldið 27. mars s.l. lýsti Akurnesingurinn og frambjóðandi Framsóknar- flokksins, Ingibjörg Pálmadótt- ir, því yfir í lokaávarpi sínu “að nú væri tækifæri til að fækka Akurnesingum á þingi.” Þegar frambjóðandinn treystir sér til að gefa slíkar yfirlýsingar á framboðsfundum, má ætla að utan funda dragi hún ekki af sér. Það sem vekur mesta athygli í þessu sambandi er að þessi Akurnesingur, Ingibjörg Pálmadóttir, notar þennan áróð- ur í norðurhluta kjördæmisins og væntanlega í samtölum sín- um við kjósendur. Það er kald- hæðnislegt að Akurnesingur skuli nota slíkar yfirlýsingar gegn öðrum Akurnesingi, því það er augljóst mál að þessum áróðri er sérstaklega beint gegn Guðjóni Guðmundssyni, Akur- nesingi, fimmta þingmanni Vesturlands. Skilaboð Ingibjargar Pálma- dóttur til Akurnesinga eru skýr. Hún telur hag okkar Akurnes- inga best borgið ef styrkur þeirra á Alþingi minnkar frá því sem nú er og þess vegna hvetur hún kjósendur til að fella Guðjón Guðmundsson út af þingi. Akurnesingar ættu að svara Benjamín Jósefsson skrifar þessum lævísa áróðri Ingibjarg- ar með því að styðja Guðjón Guðmundsson til áframhald- andi þingsetu í kosningunum laugardaginn 8. apríl n.k. Benjamín er skrifstofumaður Jóhann • okkar maður að skiptir miklu máli hvaða stjórnmálaflokk við kjós- um þegar við göngum að kjör- borðinu. En það skiptir líka miklu máli hvaða einstaklingar það eru sem við getum valið á kjördag. Þar þarf að vera til staðar þekking, reynsla og inn- sýn í þau mál sem efst eru á baugi, en þó ekki síður almenn- ir mannkostir, svo sem réttsýni og dugnaður. Að öðrum frambjóðendum á Vesturlandi ólöstuðum þykir mér einn frambjóðandi sýnu bestur að þeim mannkostum sem að ofan greinir. Sá heitir Jóhann Ársælsson. Hann gjör- þekkir kjördæmið, einn þing- manna Vesturlands um að geta talið jafnt Akranes sem Snæ- fellsnesið sem sínar heimaslóð- ir. M.a. þess vegna hefur Jó- hann getað sinnt málefnum kjördæmisins af bæði þekkingu og dugnaði þau undanfarin 4 ár sem hann hefur setið á Alþingi. Jóhann hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli fyrir mál- flutning sinn varðandi sjávarút- vegsmál og gagnrýni sína á nú- verandi fyrirkomulag kvóta- Ingunn Anna Jónasdóttir skrifar kerfísins. Þar nýtur hann stuðn- ings langt inn í raðir allra flokka og óháð því hvort menn eru honum sammála í öllum efnum er það almennt viður- kennt að málflutningur hans einkennist af þekkingu og sanngirni. Jóhann hefur mikla reynslu og þekkingu á sviðum atvinnu- lífs og málefna sveitarfélag- anna. Hann rak eigin skipa- smíðastöð um langt árabil og var þannig m.a. í mjög náinni snertingu við smábátaútgerð. Hann sat í bæjarstjórn á Akra- nesi í þrjú kjörtímabil og gjör- þekkir þannig málefni sveitar- félaganna. Afskipti hans af kjara- og atvinnumálum á þeim vettvangi eru þess virði að þeim sé haldið á lofti. Allt er þetta mikilvægt veg- arnesti fyrir góðan þingmann. Mér þykja þó ýmsir mannkostir Jóhanns skipta enn meira máli. Hann er afburða traustur maður og grandvar, sem ekki lofar meiru en hann telur sig geta staðið við. Hann er þekktur af mikilli réttsýni og sanngirni. Og við sem höfum starfað með honum vitum að hann setur sig vel inn í málin og er fljótur að átta sig á kjarna hvers máls. Svona mann og marga slíka vil ég gjaman sjá á Alþingi. Ég hvet fólk til að greiða Jóhanni atkvæði í komandi alþingis- kosningum. Þeim mun betri kosningu sem hann fær þeim mun líklegri er hann til að geta haft áhrif í mikilvægum mál- um. - Ingunn er kennari og bœjarfulltrúi Aðalfrétt á forsíðu Skagablaðsins föstudaginn 29. mars 1985 fjallaði um þann sögulega áfanga að fjárhagsáætlun bæjarins hafði verið samþykkt með níu samhljóða atkvæðum. Á for- síðunni var einnig greint frá því að Skagablaðið hefði orðið vitni að þeim einstæða atburði þegar drengir „mokuðu“ sjóbirtingi upp úr Berja- dalsánni. í fréttinni sagði meðal annars: „Þegar Skagablaðið benti strákunum á að þeir væru að taka forskot á sæluna, ekki mætti hefja veiðar á sjóbirtingi fyrr en 1. apríl, urðu þeir skömmustu- legir en héldu samt áfram að veiða. „Við vitum það en það gerir ekkert til,“ sagði annar þeirra „við erum svo litlir. Löggan tekur okkur aldrei". Lengri frásögn af veiði drengjanna var svo að finna inni í blaðinu. Á baksíðu var því slegið upp hvort tekjur væru lægri eða skattsvik almennari á Akranesi en ann- ars staðar. Þar kom meðal annars fram að ísfirð- ingar höfðu umtalsvert hærri tekjur þrátt fyrir að íbúar væru þar mun færri en á Akranesi. Kennaraverkfalli var nýlokið um þessar mund- ir og á baksíðu blaðsins sagði að nemendur hugsuðu með hryllingi til neyðarráðstafana í kjölfar þess. Útlit voru fyrir 10% afföll í hópi nemenda við fjölbrautaskólann eftir verkfallið.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.