Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.07.2019, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 03.07.2019, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 5 2 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 BRÚÐKAUPS- BLÖÐRUR OG SKREYTINGAR Finndu okkur á www.kronan.is 1299 kr.kg Grísakótilettur, kryddaðar Ódýrt DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt þremur börnum manns sem lést á Landspítalanum árið 2012, miskabætur vegna stór- felldra mistaka starfsmanna Land- spítalans við umönnun hans. Hjúkrunarfræðingur sem annaðist manninn var sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi árið 2016. Eftir sýknudóminn sendu börn mannsins kröfu um miskabætur á ríkið. Ríkislögmaður hafnaði bóta- rétti þeirra með vísan til þess að ósannað væri að mistök hefðu leitt til andláts mannsins og að hjúkr- unarfræðingur sem ákærður var vegna andlátsins hefði verið sýkn- aður. Börn mannsins töldu afstöðu ríkislögmanns ekki samræmast gögnum og höfðuðu því mál. Í kröfugerð vísuðu systkinin til umræddra gagna  sem þau töldu leiða í ljós mistök við umönnun föður þeirra. Þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á refsiverða hátt- semi, beri ríkið ábyrgð á stórfelldu gáleysi starfsmanna sinna sem leitt hafi til ótímabærs andláts föðursins. Um mistökin vísa þau meðal annars til krufningarskýrslu og matsgerðar dómkvaddra matsmanna og skýrslu hjúkrunarfræðingsins hjá lögreglu þar sem hún játaði mistökin. Mistökin hafi falist í því að starfs- mönnum hafi láðst að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar faðir þeirra var tekinn úr öndunarvél, með þeim afleiðingum að hann hafi eingöngu getað andað lofti að sér en ekki frá sér. Þá hafi starfsmönnum láðst að kveikja á hljóðmerki vaktara sem mæli súrefnismettun í blóði og hefði gefið frá sér öryggishljóð þegar súr- efnismettun í blóði föður þeirra fór að falla og blóðþrýstingur hækkaði. Vísað er til þess mats héraðsdóms í refsi málinu að þessi mistök hafi mátt rekja til álags og undirmönn- unar. Vegna mistakanna, sem hvor um sig hafi falið í sér stórkostlegt gáleysi starfsmanna spítalans, hafi faðir þeirra látist. – aá / sjá síðu 4 Mistök á Landspítalanum viðurkennd Þrjú unnu bótamál gegn ríkinu vegna andláts föður síns. Fengu milljón hvert í miskabætur. Hjúkrunarfræðingur var sýknaður af manndrápi af gáleysi vegna andlátsins 2015. Að mati dómsins ber ríkið bótaábyrgð á mistökum „einhverra starfsmanna“ spítalans. Mistökin sem leiddu til andláts mannsins mátti rekja til álags og undir- mönnunar á spítalanum. Sumarblíðan fór mjúkum höndum í gær um Flatey á Breiðafirði og gesti hennar. Þessir hressu krakkar stóðust ekki mátið og óðu út í sjó til að kæla sig og skemmta sér um leið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VIÐSKIPTI Lausafjárstaða bankanna í krónum hefur versnað síðustu mánuði, að sögn fjármálastöðug- leikaráðs. Stefán Broddi Guðjóns- son, forstöðumaður greiningar- deildar Arion, segir háar eigin- og lausafjárkröfur, auk minni arðsemi, gera það að verkum að aðgerðir til að lækka vexti beri ekki eins mik- inn árangur og annars væri. Hertar kröfur dragi úr getu bank- anna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. – kij / sjá Markaðinn Lausafjárstaðan versnar enn  Stefán Broddi Guðjónsson. Fleiri myndir úr Flatey er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS STJÓRNMÁL „Við blasa ein grimm- ustu innanf lokksátök sem sögur fara af í áratugi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hún fjallar um klofning innan Sjálfstæðisf lokksins vegna þriðja orkupakkans. „Þetta mál er notað eða rétt- ara sagt misnotað markvisst til að ná lengra,“ skrifar Þorgerður. Rit- stjórar Morgunblaðsins kappkosti að lítillækka ritara og varaformann Sjálfstæðisflokksins. „Þá spotta og hæða ritstjórarnir for- mann Sjálfstæðis- flokksins.“ – gar / sjá síðu 11 Segir ritstjóra spotta og hæða Bjarna formann 0 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 5 A -3 5 F C 2 3 5 A -3 4 C 0 2 3 5 A -3 3 8 4 2 3 5 A -3 2 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.