Fréttablaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 4
Það dugar ekkert minna en það besta í heimi. Pawel Bartosek, borgarfulltrúi og brúðgumi. Sparaðu allt að 50-70%! info@fedaszdental.huHafðu samband: + 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is Fyrir Eftir Tannlækningar í Ungverjalandi DÓMSMÁL „Það var röð mistaka sem leiddi til dauða Guðmundar, eins og oft þegar slys verða. Að mínu viti skipti þar miklu álag og undir- mönnun hjá Landspítalanum, sem leiddi til þess að verkferlum var ekki fylgt. Afleiðing þess var andlát föður skjólstæðinga minna,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lög- maður systkina sem nýlega voru dæmdar bætur úr hendi ríkisins vegna andláts föður þeirra. Þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á refsiverða háttsemi starfs- manna Landspítalans og bæði spítalinn og hjúkrunarfræðingur sem annaðist manninn hafi verið sýknuð í refsimáli sem höfðað var eftir atvikið, er það niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur að alvarleg mistök hafi verið gerð við umönnun mannsins sem ríkið beri bótaábyrgð á. Systkinin byggðu bótarétt sinn á meginreglu skaðabótaréttarins um vinnuveitendaábyrgð og töldu ríkið bera ábyrgð á alvarlegum mis- tökum starfsmanna sinna jafnvel þótt ekki liggi fyrir hvaða starfs- manni urðu á mistökin. Þetta eigi við hvort heldur sem mistökin urðu hjá einum starfsmanni eða afleiðing uppsafnaðra mistaka ótilgreindra starfsmanna stefnda; nafnlaus og uppsöfnuð mistök. Í dómi héraðsdóms er fallist á með þeim að ríkið beri bótaábyrgð vegna atviksins. Í forsendum dóms- ins segir meðal annars að þótt vakt á spítalanum hafi verið fullmönnuð umrætt sinn hafi verið alvanalegt að hjúkrunarfræðingar aðstoðuðu hver annan enda þyrfti stundum tvo til að snúa sjúklingum og rann- sóknir kölluðu gjarnan á viðveru tveggja starfsmanna. Staðan gat því verið sú að hjúkrunarfræðingar gætu ekki vakað óslitið yfir sínum sjúklingi. Þegar litið sé til þess að starfsmenn hafi því þurft að reiða sig á eftirlitstæki þegar vikið var frá sjúklingum hafi starfsmenn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að hafa sívakann ekki þannig stilltan að hann gæfi frá sér hljóðmerki. Svo segir: „Dómurinn fellst því á að stefndi beri bótaábyrgð vegna stórfelldra mistaka sem einhverjum starfsmanni Landspítalans urðu á við umönnun föður stefnenda.“ Í dóminum er vikið að sorgarferli barna mannsins og áfalli sem marg- faldaðist þegar í ljós kom að andlát föður þeirra orsakaðist af mis- tökum við umönnun hans. Er því lýst hvernig systkinin hafi upplifað bæði reiði og vantraust í garð heil- brigðiskerfisins vegna atburðarins. Stöðugur fréttaflutningur af málinu hafi magnað sorg þeirra og reiði í garð kerfisins enda hafi þau upplif- að framburð heilbrigðisstarfsfólks á þann hátt að verið væri að hylma yfir mistök þess. Enginn hafi verið reiðubúinn að gangast við ábyrgð á mistökunum sem hafi einnig verið þeim mjög þungbært. Voru hverju þeirra dæmdar 1.000.000 kr. í miskabætur auk málskostnaðar. Dómurinn var kveðinn upp í apríl og hefur íslenska ríkið ákveðið að una dóm- inum og verður honum ekki áfrýjað. adalheidur@frettabladid.is Fannst heilbrigðiskerfið vilja hylma yfir mistökin í málinu Börn Guðmundar upplifðu reiði og vantraust í garð kerfisins eftir andlát föður síns á Landspítalanum. Stöðugur fréttaflutningur af máli hjúkrunarfræðingsins magnaði upp sorgina. Finnst enginn vilja gang- ast við ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts föður þeirra. Héraðsdómur dæmdi þeim bætur í apríl. Faðir systkinanna lést á gjörgæsludeild Landspítalans í október 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður. STJÓRNMÁL Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykja- víkur aðgerðarleysi stjórnmála- manna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. Um 40 til 50 manns af 2.250 tóku þátt. Vigdís Hauksdóttir, borg- arfulltrúi Miðflokksins, er ósátt. „Vinnuskólinn er kominn langt út fyrir verksvið sitt, þetta eru börn, ekki lögráða fólk. Þetta er gjör- samlega út fyrir öll velsæmismörk. Þessir krakkar eru ráðnir til vinnu- skólans til þess að hjálpa til við að halda borginni hreinni. Ég er mjög hlynnt vinnuskólanum og vildi óska þess að hann gæti staðið yfir lengur, það er að segja allt sumarið til þess að kenna krökkunum að vinna og halda borginni hreinni, en ég fordæmi þetta, það er bara svar mitt,“ segir Vigdís. Aðspurð hvort þetta sé ekki fram- hald af skólaverkföllunum sem hafa staðið síðan í febrúar, þar sem börn á sama aldri og þau í vinnuskól- anum mótmæltu alla föstudaga til skólaslita segir Vigdís skólaverk- föllin vera sjálfsprottin. „Það er á engan hátt hægt að tengja þessi tvö mál. Þetta er í stíl við allt í borginni, það er farið fram úr á öllum stöðum, manni er hætt að koma á óvart bullið sem á sér stað hérna í Reykjavíkurborg og stjórn hennar. Þetta er bara ein birtingarmynd þess, og þessi skóla- verkföll koma þessu ekkert við.“ Vigdís kveðst vera komin á fulla ferð með málið. „Ég ætla að fá upplýsingar um það af hverju ólögráða börn sem eru ráðin til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að fegra borgina eru sett niður í Borgar- tún að búa til mótmælaspjöld og fara í kröfugöngu að beiðni borgarinnar, ég tel að þetta sé alveg á mörkunum að vera lög- legt,“ útskýrir Vigdís. Málið er á dagskrá borgarráðs á morgun og skólastjóri vinnuskól- ans verður boðaður á fund ásamt formanni umhverfisráðs. Ræða á málið í dag í umhverfis- og heil- brigðisráði þar sem Vigdís á sæti. „ Síðan er Viðar Freyr Guð- mundsson [f lokksbróðir Vigdísar] búinn að senda erindi um þetta mál til umboðsmanns barna, og það verður mjög spennandi að sjá að hverju umboðsmaður barna kemst í þessu máli.“ – pk Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk Vigdís Hauks- dóttir, borgar- fulltrúi Mið- flokksins. SAMGÖNGUR Það er mýta að raf- bílar séu óumhverfisvænni en hefð- bundnir bensín- og dísilbílar. Þó að kolefnisfótspor raf bíla við fram- leiðslu sé hærra þá eru bensín- og dísilbílar fljótir að fara fram úr þeim. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn sem gerð var fyrir Orku nátt- úrunnar. Í ljós kemur að bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti losa 4 til 4,5 sinnum meira af gróðurhúsa- lofttegundum allt frá framleiðslu og yfir „líftíma“ sinn sé miðað við sambærilega rafbíla, er þeim er ekið á Íslandi. Er þá miðað við að þeim sé ekið 220.000 kílómetra. Í skýrslunni er ekki horft til losunar gróðurhúsa- lofttegunda við förgun rafbíla en þó sagt að áhrifin séu í versta falli innan við 2 prósent af heildarlosun bílsins. Berglind Rán Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri ON, segir ánægjulegt að geta kveðið niður mýtur um raf- bíla með ítarlegri skýrslu. „Eitt helsta markmið okkar hjá ON við gerð þessarar skýrslu var að skoða hvort helstu mýtur um raf- bíla ættu við rök að styðjast. Niður- stöður skýrslunnar taka af allan vafa um að rafbílar eru mjög umhverfis- vænn kostur hér á Íslandi,“ fullyrðir Berglind. Miklu máli skiptir upp á kolefnis- fótsporið hvernig raforka í raf bíla er framleidd. Ólíkt mörgum öðrum löndum er öll raforka á Íslandi umhverfisvæn. Þess vegna sé Ísland kjörland til rafbílanotkunar út frá umhverfissjónarmiðum. „Á hnattræna vísu dregur það úr heildarlosun gróðurhúsaloft- tegunda að aka rafbíl á Íslandi. Það er okkur mikil hvatning til að leggja okkur enn frekar fram um að auka hlutdeild raf bíla með fræðslu og áframhaldandi uppbyggingu inn- viða fyrir rafbíla,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir. – ab Ótvírætt að rafbílar séu umhverfisvænni en bensín- og díselbílar Framkvæmdastjóri ON afhenti um- hverfisráðherra skýrsluna. MYND/ON FÓLK Borgarfulltrúinn Pawel Bart- oszek gekk í það heilaga með unn- ustu sinni, Önnu Heru Björnsdóttur, 28. júní. Þegar Fréttablaðið hringdi í Pawel var hann í brúðkaupsferð í Vínarborg. Pawel og Anna hafa verið par síðan þau kynntust sem nemar við Háskóla Íslands. „Við erum búin að vera saman í nítján ár og okkur fannst kominn tími til að stíga þetta skref. Það var enginn vafi lengur,“ segir Pawel kátur. „Við hjónin höfum eytt deg- inum í að hjóla um Vín, sem var valin besta borg í heimi hjá Mercer, annað árið í röð. Það dugar ekkert minna en það besta í heimi.“ Pawel segir ákvörðunina ekki hafa verið tekna í skyndi. Athöfnin var ekki stór í sniðum. Aðeins nán- ustu vinum og ættingjum var boðið. Pawel situr í borgarstjórn Reykja- víkur fyrir Viðreisn og var áður þingmaður fyrir f lokkinn. Anna Hera starfar sem danskennari. Þau eiga saman tvo syni, þá Ágúst og Ólaf Jan. – khg Pawel og Anna í hnapphelduna Hjónin nýgiftu hjóluðu um Vín. 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 5 A -4 E A C 2 3 5 A -4 D 7 0 2 3 5 A -4 C 3 4 2 3 5 A -4 A F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.