Fréttablaðið - 03.07.2019, Page 16

Fréttablaðið - 03.07.2019, Page 16
2016 2017 2018 1F 2018 1F 2019 ✿ Lausafjáreignir bankanna í krónum í milljörðum króna Landsbankinn Íslandsbanki Arion banki 250 200 150 100 50 0 118 59 43 61 37 232 167 127 162 120 113 131 75 89 86 2016 2017 2018 1F 2018 1F 2019 ✿ Lausafjárhlutföll bankanna í krónum Landsbankinn Íslandsbanki Arion banki 193% 141% 111% 142% 93% 90% 60% 44% 59% 46% 109% 127% 84% 99% 106% 250 200 150 100 50 0 % Tekjur tölvuleikjafyrirtækisins CCP námu ríf lega 56 milljónum dala, jafnvirði um sjö milljarða króna, á síðasta ári og drógust saman um 14 prósent frá fyrra ári þegar þær voru rúmar 65 milljónir dala, að því er fram kemur í nýlegum ársreikningi félagsins. CCP, sem var selt suðurkóreska t ölv u lei k ja f r a m leið a nd a nu m Pearl Abyss síðasta haust, tapaði 33 þúsundum dala, sem jafngildir um fjórum milljónum króna, á árinu borið saman við 4,3 milljóna dala hagnað árið 2017. Rekstrarkostnaður CPP var 45,8 milljónir dala, jafnvirði um 5,7 milljarða króna, í fyrra og dróst saman um 2,8 milljónir dala á árinu og munaði þar mestu um lægri rannsókna- og þróunarkostnað. Rekstrarhagnaður íslenska félags- ins, sem rekur stúdíó í Reykjavík, Lundúnum og Kína, var tæplega 5,2 milljónir dala á síðasta ári og minnkaði um ríf lega helming frá fyrra ári. Fram kemur í ársreikningi CCP að langtímalán félagsins hafi verið endurfjármögnuð í nóvember í fyrra með nýju þriggja ára láni frá Pearl Abyss upp á tíu milljónir dala, jafnvirði um 1,2 milljarða króna. Eignir CCP námu liðlega 81 millj- ón dala í lok síðasta árs og var eigið fé félagsins á sama tíma 24 milljónir dala og eiginfjárhlutfallið því um 29 prósent. – kij Tekjur CCP lækkuðu um fjórtán prósent í fyrra Stoðir hafa bætt við sig í Símanum með kaupum á um 1,4 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu að virði um 570 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa félags- ins. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa Símans. Í kjölfar kaupanna fara Stoðir, sem eru eitt stærsta fjárfestinga- félag landsins, með ríflega 9,5 pró- senta hlut í fjarskiptafélaginu en eignarhluturinn er metinn á tæp- lega 3,9 milljarða króna. Á móti hefur hlutur Kviku banka í Símanum minnkað á sama tíma um sem nemur tæplega einu pró- senti af hlutafé félagsins og er núna 2,9 prósent en bankinn heldur á þeim bréfum að stórum hluta fyrir viðskiptavini sína. Stoðir hófu sem kunnugt er að fjárfesta í Símanum í apríl síðast- liðnum en fram kom í f löggunartil- kynningu sem barst Kauphöllinni í fyrri hluta maímánaðar að fjár- festingafélagið hefði eignast rúm- lega átta prósenta hlut í fjarskipta- félaginu. Stoðir eru nú þriðji stærsti hlut- hafi Símans á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins en félagið er langsamlega stærsti einkafjárfestir- inn í hluthafahópi fjarskiptafélags- ins og raunar eini slíki fjárfestirinn í hópi tuttugu stærstu hluthafa þess. Hlut abréf í Símanum hafa hækkað um fjórtán prósent í verði á undanförnum tveimur mánuðum og stóð gengi þeirra í 4,52 krónum á hlut við lokun markaða síðdegis í gær. – kij Stoðir bæta við hlut sinn í Símanum 7 milljarðar króna var velta CCP á síðasta ári. Stoðir hófu að fjárfesta í Símanum í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Lausafjárstaða stóru við-skiptabankanna þriggja í krónum hefur versnað á síðustu mánuðum, að sögn f jármálastöðug-leik aráðs. Forstöðu- maður greiningardeildar Arion banka segir að háar eiginfjár- og lausafjárkröfur sem gerðar eru til bankanna, auk verri arðsemi þeirra, geri það að verkum að aðgerðir til þess að lækka vexti beri ekki eins mikinn árangur og annars væri. Hertar kröfur dragi úr getu bank- anna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda Lausaf járeignir bankanna – Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans – í krónum hafa dregist saman um tugi prósenta á síðustu árum og fór lausafjárhlutfall þeirra allra undir 100 prósent í lok síðasta árs. Í lok fyrsta ársfjórðungs var hlutfallið lægst hjá Landsbank- anum, 46 prósent, 93 prósent hjá Íslandsbanka og 106 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016. Þróunin hefur vakið athygli fjár- málastöðugleikaráðs, sem í sitja f jármála- og efnahagsráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, en í fundargerð ráðsins frá 24. júní síðastliðnum er sérstaklega tekið fram að lausa- fjárstaða bankanna í krónum hafi versnað á síðustu mánuðum. Þó er lausafjárstaða bankanna í heild – bæði erlendum gjaldmiðlum og krónum – enn nokkuð rúm en til marks um það var lausafjárhlutfall þeirra á bilinu 158 til 243 prósent Lausafjárstaðan fer enn versnandi Þröng lausafjárstaða bankanna í krónum hefur stuðlað að því að þeir halda í meiri mæli að sér höndum í útlánum og hafni í fleiri tilfellum að fjármagna verkefni sem þeir hefðu að öðrum kosti kosið að gera. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Lausafjáreignir við- skiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðu- maður greiningardeild- ar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. Greinendur Lands- bankans telja reglur um lausafé orðnar meira hamlandi fyrir lánavöxt en eiginfjárkröfur. í lok marsmánaðar. Reglubundið lágmark er til samanburðar 100 prósent. Viðmælandi Markaðarins innan bankakerfisins bendir á að vegna þröngrar lausafjárstöðu bankanna í krónum hafni þeir nú í f leiri til- fellum en áður að fjármagna verk- efni sem þeir hefðu að öðrum kosti kosið að fjármagna. Bankarnir vilji ekki að lausafjárhlutfall þeirra í krónum verði lægra. Meira íþyngjandi hér á landi Í nýlegri skýrslu hagfræðideildar Landsbankans um stöðu íslensku viðskiptabankanna, sem Markað- urinn hefur undir höndum, er bent á að lágt lausafjárhlutfall bankanna þýði að þeir muni hafa takmarkað svigrúm til þess að stækka útlána- söfn sín. „Reglur um lausafé eru nú að okkar mati orðnar meira hamlandi fyrir lánavöxt og arðgreiðslur en eiginfjárkröfur,“ segir í skýrslu hag- fræðideildarinnar. Stefán Broddi Guðjónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Arion banka, útskýrir að bæði eiginfjár- og lausafjárkröfur hafi hækkað verulega á síðustu árum sem viðbrögð við fjármálakrepp- unni. Vaxtageta bankanna takmarkist af eiginfjár- og lausafjárhlutfalli þeirra sem sýni sig meðal annars í því að hægst hafi á útlánaaukningu bankanna. „Háar eiginfjár- og lausafjárkröf- ur, auk arðsemi bankanna, gera það að verkum að aðgerðir til þess að lækka vexti, til að mynda rýmkun heimilda til þess að eiga veðlánavið- skipti við Seðlabankann, skila sér ekki í eins miklum mæli og annars væri,“ nefnir Stefán Broddi. Nýleg breyting á reglum Seðla- bankans sem felur í sér að sértryggð skuldabréf bankanna eru nú orðin hæf til trygginga í endurhverfum viðskiptum þeirra við Seðlabank- ann sé afar jákvætt skref en marki þó engin tímamót. Í áðurnefndri skýrslu hagfræði- deildar Landsbankans kemur fram að íslensku lausafjárreglurnar séu byggðar á evrópskum reglum sem séu minni bönkum þungbærari en öðrum. Jafnframt séu reglurnar meira íþyngjandi fyrir íslenska banka í ljósi þess að hlutfallslega sé minna um lausafjáreignir hér á landi í samanburði við önnur Evrópuríki. Ríkisskuldabréf séu helstu lausa- fjáreignir íslenskra banka á meðan til að mynda fyrirtækjaskuldabréf með háa lánshæfiseinkunn séu talin viðunandi lausafjáreignir í tilfelli evrópskra banka. Greinendur Landsbankans telja erfiðleikum bundið – miðað við núverandi reglugerðarumhverfi – að sjá fyrir sér lausn á þeim vanda sem lágt lausafjárhlutfall í krónum felur í sér fyrir bankana. Ein lausn sé fólgin í því að bankarnir auki hlut- fall bundinna innstæðna til þess að lágmarka mögulegt útflæði. Vand- inn sé hins vegar sá að langtíma- sparnaður hér á landi sé í höndum lífeyrissjóða og því sé lausafjár- áhætta óhjákvæmilegur fylgifiskur hérlendrar bankastarfsemi. Óheppilegt að herða kröfur nú Stefán Broddi segir það stundum gleymast í umræðunni hve traust- um fótum bankakerfið standi í bæði sögulegum og alþjóðlegum saman- burði. „En það kostar auðvitað sitt. Það gerir það að verkum að bankakerfið verður dýrara og getur ekki brugðist eins vel við sveiflum í hagkerfinu, til dæmis ef við viljum auka útlán þegar skórinn kreppir að.“ Hann segir það óheppilegt að verið sé að hækka eiginfjárkröfur, svo sem sveif lujöfnunaraukann, á núverandi tímapunkti í hag- sveif lunni. Nær væri að draga úr kröfunum þannig að útlánageta bankanna geti stutt við hagkerfið en ekki dregið kraft úr því. „Kröfurnar draga tvímælalaust úr getu bankanna til þess að bregðast við og setja aukinn kraft í útlán á sama tíma og hagkerfið þarf á auknu lánsfé að halda,“ segir Stefán Broddi. kristinningi@frettabladid.is 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 0 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 5 A -6 C 4 C 2 3 5 A -6 B 1 0 2 3 5 A -6 9 D 4 2 3 5 A -6 8 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.