Fréttablaðið - 03.07.2019, Page 20
Svona leit húsið
út þegar fjöl-
skyldan keypti
það árið 2011.
Húsið var
rifið niður að
steypta kjallar-
anum.
Hér er byrjað að
byggja fyrstu
hæðina.
Húsið að mestu
tilbúið að utan.
Snorri og Trausti tilbúnir að bora.
Jólamatur í hálfkláruðu húsi. Við vissum þegar við keyptum húsið að það hafði gengið í gegnum þó nokkrar breyt-
ingar. Það var smíðað 1934 og var
þá kjallari hæð og ris, svo var byggt
við það 1949,“ segir Daníel.
Þá var viðbyggingu bætt við
húsið sem var kjallari og hæð en
ekki ris. Árið 1957 kviknar svo í
húsinu og rishæðin var ekki lengur
íbúðarhæf. Rishæðinni var eftir
það breytt í geymsluloft. Daníel
segir að þau hjónin hafi frá því þau
keyptu húsið viljað setja rishæðina
upp aftur. Þau höfðu haft fréttir af
nágranna sínum í Skerjafirði sem
smíðaði nýja hæð á húsið sitt úti í
garði, sagaði svo gamla þakið af og
sett hæðina ofan á.
„Við veltum fyrir okkur þeirri
aðferð,“ segir Daníel. „En svo kom í
ljós að húsið var svo illa farið eftir
eldsvoðann að það hefði líklega
aldrei gengið. Eftir að hafa ráðfært
okkur við smiði ákváðum við að
rífa húsið ofan af steypta kjallar-
anum og smíða það upp á nýtt.“
Bjuggu í 21 m2 bílskúr
Fjölskyldan, Daníel, Elín og synir
þeirra tveir, þá átta og ellefu ára
fluttu úr húsinu í júní árið 2016.
„Við byrjuðum strax að rífa sjálf,
aðallega bara með höndunum
og kúbeini. Við fengum hjálp frá
góðu fólki. Svo réðum við smiði
til að smíða húsið, og klára það að
utan,“ útskýrir Daníel. Húsið er
núna kjallari hæð og ris. „Við erum
Þetta tekur sinn
tíma enda þrjár
hæðir. Við erum búin að
gera öll rými hússins
nothæf en það er ýmiss
konar frágangur eftir.
Daníel Brandur Sigurgeirsson
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
að nálgast upprunalegu útgáfuna,
nema það var aldrei ris yfir öllu
húsinu áður og það vantaði við-
bygginguna. Þannig að þetta er
eiginlega fjórða útgáfan af húsinu.“
Þegar húsið var tilbúið að utan
tók við vinna við að gera það
íbúðarhæft. „Við höfum verið að
smá dunda við að klára það að
innan,“ segir Daníel. „Við fengum
húsið afhent aftur rétt fyrir jólin
2016. Þá voru smiðirnir búnir að
vera að vinna í því í um það bil hálft
ár. Við fórum strax að vinna
í að innrétta efstu hæðina og gátum
flutt inn í hana í apríl 2017.“
Á meðan endurbyggingin á hús-
inu stóð yfir flutti fjölskyldan í 21
fermetra stúdíóíbúð sem þau höfðu
útbúið í bílskúrnum. „Þetta var
ágætis lærdómsferli í að lifa í litlu
plássi. Ég held að það hafi allir haft
mjög gott af því en við vorum samt
mjög fegin að komast í húsið aftur.“
Eins og gamalt báru-
járnshús að utan
Daníel segir að þau hafi lagt áherslu
á að húsið væri óbreytt að utan að
mestu leyti. Að það liti út eins og
gömlu bárujárnshúsin. En húsið að
innan er alveg nýtt. „Við fengum
Helga Hafliðason arkitekt til að
teikna það fyrir okkur. Herbergja-
skipan og allt innan húss var endur-
hannað.“
Hjónin eru enn að klára að inn-
rétta húsið. „Þetta tekur náttúru-
lega sinn tíma,“ segir Daníel. „Þetta
eru þrjár hæðir. Við erum búin að
gera öll rými hússins nothæf en það
er ýmiss konar frágangur eftir. Það
á til dæmis eftir að setja gerefti og
gluggakistur nánast alls staðar.“
Daníel segist vera að vinna svo-
lítið úti við þessa dagana að klára
að ganga frá svölum og smíða pall
í garðinum. „Ég hef verið að nýta
tímann meðan veður leyfir.“
„Ég held að ég geri þetta ekki
oftar,“ segir hann aðspurður. „Að
rífa hús og byggja nýtt er ekki eitt-
hvað sem maður gerir oftar en einu
sinni á ævinni.“
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R
0
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
A
-5
3
9
C
2
3
5
A
-5
2
6
0
2
3
5
A
-5
1
2
4
2
3
5
A
-4
F
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K