Fréttablaðið - 03.07.2019, Síða 26
Helgi Vífill
Júlíusson
SKOÐUN
Kirkbi, fjárfestingafélag Legó-fjölskyldunnar, hefur eignast hlut í Lególandi á nýjan leik en félagið, ásamt sjóði í stýringu Blackstone og kanadíska
lífeyrissjóðnum CPPIB, festi í liðinni viku kaup á öllu hlutafé í Merlin Entertainment, sem á meðal annars danska skemmtigarðinn, London Eye og
söfnin vinsælu Madame Tussauds. Danska fjölskyldan, sem er aðaleigandi Legó, seldi Lególand árið 2005. NORDICPHOTOS/GETTY
Skotsilfur Legó-fjölskyldan eignast Lególand á ný
Sem betur fer en vonandi ekki of seint eru Íslending-ar ásamt öðrum þjóðum sífellt betur að vakna til vitundar um þann vanda sem mannkyn stendur
frammi fyrir vegna loftslagsbreyt-
inga. Hverjum er ljóst að bregðast
þarf við og leita leiða til að draga
verulega úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda með sem hagkvæmustum
hætti. Vandinn er stór og eins og þá
vill oft verða er tilhneigingin til að
leita að blóraböggli. Einn blórabögg-
ullinn er hagvöxtur, sem fljótt á litið
er skiljanlegt því margt í efnahags-
lífinu leiðir til mengunar. Við nánari
athugun er þó afar vanhugsað að
skella skuldinni á hagvöxt.
Hagvöxtur er breyting á vergri
landsframleiðslu eða landsfram-
leiðslu í daglegu tali. Landsfram-
leiðsla er aftur á móti virði allrar
vöru og þjónustu sem framleidd er
innan ákveðins svæðis, oftast á einu
ári. Landsframleiðsla er því mæli-
kvarði á hversu miklum mælanleg-
um verðmætum og afurðum vinna,
tækni og fjármagn skila sem við svo
njótum með því að kaupa í matinn,
hlusta á tónlist, fara til læknis,
ferðast og hvað eina. Til að lands-
framleiðslan aukist þarf annaðhvort
(eða bæði) f leiri vinnandi hendur,
sem eðli málsins samkvæmt helst
mest í hendur við fólksfjölda, eða
framleiðniaukningu. Framleiðnin
getur t.d. aukist vegna betri mennt-
unar, hagkvæmari fjárfestinga eða
tækniframfara. Þannig er hægt að
gera meira fyrir minna. Ef lands-
framleiðslan aftur á móti minnkar
felur það óhjákvæmilega í sér að fólk
hefur almennt minna á milli hand-
anna og iðulega atvinnuleysi eins og
reynslan sýnir.
Ekki gallalaus mælikvarði
Landsframleiðsla er ekki og átti
aldrei að vera endanlegur mæli-
kvarði á lífskjör. Enda eru takmark-
anir á því hvað landsframleiðsla
mælir og mælingar á landsfram-
leiðslu geta verið gallaðar eins og
fjölmörg dæmi um endurskoðun
hagtalna bera vitni um. Engu að
síður er landsframleiðsla skýr og
samræmanlegur mælikvarði og því
afar gagnlegur til að skoða þróun
samfélagsins yfir tíma eða í saman-
burði milli landa. Einnig eru tengsl
milli landsframleiðslu á mann og
ýmissa mælikvarða á lífsgæði – allt
frá langlífi til hamingju. Eitt og sér
segir það lítið og meira þarf til en
háa landsframleiðslu, en það gefur
augaleið að í ríkjum sem búa við
háa landsframleiðslu á mann er
meira svigrúm til að lifa heilbrigðu
og öruggu lífi.
Vegna annmarka landsfram-
leiðslu hafa verið þróaðar aðrar leið-
ir til að meta lífskjör landa. Vísitala
félagslegra framfara (SPI) er einn
slíkur mælikvarði. Hann sýnir svart
á hvítu tengsl við landsframleiðslu
þar sem öll þau ríki sem búa við
mestu félagslegu framfarirnar búa
við háa landsframleiðslu á mann en
þau lönd sem reka lestina búa við
lága landsframleiðslu á mann. Sömu
sögu má segja um aðra slíka mæli-
kvarða eins og „Better Life Index“.
Meiri hagvöxtur, minni fátækt
Í þessari umræðu virðist líka gleym-
ast að 63% aukningar útblásturs
frá 1990, sem Parísarsamkomu-
lagið miðar við, til 2012 kom frá
Austur-Asíu og Eyjaálfu – svæðum
þar sem mestu efnahagsfram-
farir síðustu ára hafa átt sér stað
og hundruð milljóna manna hafa
brotist úr fátækt með betra aðgengi
að menntun, auknu langlífi, fátíðari
ungbarnadauða o.s.frv. Í því ljósi
virðist andúð á hagvexti vera vegna
misskilnings, vanþekkingar eða for-
réttindablindu sem verður allt að
því mannfjandsamleg.
Í staðinn fyrir að horfa á hagvöxt
sem vandamál er skynsamlegra að
líta á kraft tækniframfara og efna-
hagslífið sem lausn á þeim gríðar-
legu áskorunum sem steðja að. Með
því t.d. að nýta betur fjárfestingar
og aðföng eins og eldsneyti aukum
við hagvöxt og vinnum um leið
gegn loftslagsbreytingum. Þá er
ágætt að muna að það skapar bein-
línis hagvöxt á Íslandi að f lytja
inn minna eldsneyti. Breytt og
umhverfisvænna neyslumynstur
þarf að sama skapi ekki að draga úr
landsframleiðslu heldur einfaldlega
breyta samsetningu hennar.
Margir, helst allir, þurfa að leggj-
ast á eitt við að gera hlutina með
minni kostnaði fyrir umhverfið
þannig að það auki lífsgæði
almennings um allan heim. Sem
vill svo skemmtilega til að er í anda
þess sem hagvöxtur mælir: Hve
mikið meira er gert fyrir minni til-
kostnað.
Við borðum víst hagvöxt
Konráð S.
Guðjónsson
hagfræðingur
Viðskiptaráðs
BSRB, samtök opinberra starfs-manna, börðust kröftuglega fyrir þá félagsmenn sem
starfa hjá Íslandspósti á dögunum
þegar mótmælt var einkavæðingu
ríkisfyrirtækisins. Í herlúðrunum
ómaði gamall, skerandi falskur
tónn um mikilvægi ríkisrekstrar á
fjölda sviða mannlífsins.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra á hrós skilið fyrir að
stíga fram og lýsa yfir áhuga á að
selja Íslandspóst. Það getur verið
erfitt að viðra hugmyndir sem
þessar í ríkisstjórnarsamstarfi við
Vinstri græna. Það skiptir nefnilega
sköpum að leiðtogar Sjálfstæðis-
f lokksins tali með þessum hætti.
Það hreyfir við umræðunni, eins
og sést.
Því miður vildi Sigurður Ingi
Jóhannsson samgönguráðherra
stíga varlega til jarðar. Hann taldi
ekki tímabært að ræða sölu á fyrir-
tækinu og vildi sjá hver árangur af
rekstrarumbótum á félaginu yrði.
Birgir Jónsson, nýr forstjóri
Íslandspósts, má eiga það að hann
lætur strax til sín taka. Hans fyrsta
verk var að setja prentsmiðjuna
Samskipti á sölu.
Það er lýsandi fyrir óráðsíuna hjá
ríkispóstinum að hafa keypt illa
rekna prentsmiðju á árunum fyrir
hrun. Stjórnendurnir virtust ekki
átta sig á þeim takmörkum sem
ríkisrekstur setur þeim.
Sigurður Ingi þarf að hafa í huga
að endurskipulagning á rekstri
Íslandspósts breytir ekki þessu
þrennu:
Í fyrsta lagi á ríkið ekki að reka
flutningafyrirtæki sem dreifir bréf-
um, pökkum og stærri sendingum
eins og Íslandspóstur gerir. Hann á
ekki að vera í samkeppnisrekstri.
Opinberu fé er betur varið í þarfari
verkefni.
Í öðru lagi felst vandi Íslands-
pósts í því að bréfasendingum hefur
fækkað með tilkomu internetsins.
Ríkið sendir til dæmis ekki skatt-
framtöl í pósti nema nauðbeygt.
BSRB-liðar segja að póstþjónusta
sé mikilvægur innviður en bréfa-
sendingar eru það ekki lengur.
Jafnvel þótt svo væri, geta einka-
fyrirtæki geta sinnt þjónustunni
með myndarbrag.
Í þriðja lagi er ríkið með einka-
rétt á bréfasendingum. Pawel Bart-
oszek, forseti borgarstjórnar, vakti
athygli á að Ísland væri síðasta EES-
ríkið til að afnema þessa einokun.
Framkvæmdastjóri BSRB sagði í
grein í Fréttablaðinu í gær að vandi
Íslandspósts fælist í skorti á stefnu-
mótun, ekki eignarhaldinu. Í þessu
felst rökvilla. Vegna eignarhaldsins
var skortur á stefnumótun. Aðhald
hluthafa er með allt öðrum hætti
en stjórnmálamanna. Það sem ekki
skiptir síður máli er að þegar hefð-
bundin fyrirtæki ná ekki að fóta
sig, líða þau undir lok. En vel rekin
fyrirtæki fá að lifa áfram. Fátt fær
stöðvað illa rekin ríkisfyrirtæki. Í
því liggur vandinn.
Fátt fær stöðvað illa rekin ríkisfyrirtæki
Fengi falleinkunn
Leiðtogar Evrópu-
sambandsins
náðu í gær
samkomulagi
eftir langt og
mikið þref um að
tilnefna Christine
Lagarde, fram-
kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, sem næsta bankastjóra
Evrópska seðlabankans. Skipanin
kann að vekja nokkra athygli og
kemur eflaust sumum á óvart enda
er Lagarde hvorki hagfræðingur
né sérfræðingur í peningamálum.
Eitt er víst að Lagarde kæmist ekki í
gegnum nálarauga hinnar íslensku
hæfisnefndar um skipan seðla-
bankastjóra. Miðað við menntun
hennar og starfsreynslu fengi hún
varla viðtal hjá nefndinni.
Til Kviku
Almar Guðmunds-
son, fyrrverandi
framkvæmda-
stjóri Samtaka
iðnaðarins, er
genginn til liðs
við Kviku banka
í kjölfar kaupa
fjárfestingarbankans á GAMMA
Capital Management og starfar
nú sem sérfræðingur á fyrir-
tækjasviði bankans. Síðustu ár
hefur Almar stýrt uppbyggingu
Krítar fjármögnunarlausna sem er
í eigu sjóðs í stýringu GAMMA en
eftir sameiningu Kviku og GAMMA
breyttist skipulag innan samstæð-
unnar þannig að ýmsir starfsmenn
færðust á milli félaga.
Misvísandi
hagtölur
Margir klóra sér í
höfðinu þessa
dagana yfir þeim
hagtölum sem
hafa verið gefnar
út undanfarið
en þær þykja gefa
fremur misvísandi
skilaboð um stöðu hagkerfisins,
og þá ekki síst ferðaþjónustunnar,
í kjölfar falls WOW air. Á sama tíma
og ferðamönnum hefur fækkað
og fjöldi gistinátta dregist saman
hefur umferð bíla um hringveginn
aukist meira í ár en í fyrra og korta-
velta á hvern ferðamann aldrei ver-
ið jafn mikil og í maí, eins og Stefán
Broddi Guðjónsson og kollegar í
greiningardeild Arion banka bentu
nýverið á. Hagfræðingar landsins
ættu að hafa nóg fyrir stafni.
3 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN
0
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
5
A
-6
7
5
C
2
3
5
A
-6
6
2
0
2
3
5
A
-6
4
E
4
2
3
5
A
-6
3
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K