Fréttablaðið - 03.07.2019, Page 33
Finndu okkur
á facebook
Gæði og glæsileiki
endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Gæði og glæsileiki
endalaust úrval af hágæða flísum
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Miðvikudagur
hvar@frettabladid.is
3. JÚLÍ 2019
Dans
Hvað? Dansferðalag á
fljúgandi teppi
Hvenær? 12.30
Hvar? Iðnó
Dansprógram
sem blandar alls-
kyns arabískum
þjóðdönsum
saman við vin-
sæla arabíska
popptónlist.
Allir geta dansað
með. Fullorðnir
greiða 1.000 kr. en
öll börn og unglingar
undir 18 ára dansa frítt.
Fræðsla
Hvað? Sumarklipping á trjám og
runnum. Hvað á að klippa? Hvenær
á að klippa og hvernig á að klippa?
Hvenær? 20.00
Hvar? Grasagarðurinn
Svavar Skúli Jónsson garðyrkju-
fræðingur og Hjörtur Þorbjörns-
son, forstöðumaður Grasagarðs-
ins, sjá um fræðsluna sem hefst
við aðalinngang Grasagarðsins.
Þátttaka er ókeypis.
Tónleikar
Hvað? Djasstónleikar
Hvenær? 20.30
Hvar? Hótel Edda á Laugum í Dala-
byggð.
Tómas R. Einarsson kontrabassa-
leikari, Ómar Guðjónsson gítar-
leikari og saxófónleikarinn Óskar
Guðjónsson. Enginn aðgangseyrir.
Hvað? Hádegistónleikar Schola
cantorum.
Hvenær? 12.00-12.30
Hvar? Hallgrímskirkja.
Kammerkórinn Schola cantorum
flytur fjölbreytta dagskrá. Miða-
verð er 2.700 kr.
Hvað? Tónleikar MIMRU
Hvenær? 19.00
Hvar? R6013, bíl-
skúrinn á Ingólfs-
stræti 20.
Tónleikar
söngkonunn-
ar og laga-
höfundarins
MIMRU á
Reykjavík
Fringe Festi-
val sem fram
fer dagana
1.-6. júlí næst-
komandi.
Hvað? Jazz með útsýni
Hvenær? 21.00
Hvar? Múlinn Jazzklúbbur, Björtu-
loftum í Hörpu.
Kvartett Sigurðar Flosasonar
skemmtir.
Hvað? Hin mikla klassík
Hvenær? 20.00
Hvar? Fríkirkjan
Hjörleifur Valsson fiðluleikari og
Ourania Menelaou píanóleikari
f lytja klassísk verk. Miðasala er
við innganginn. Miðaverð er 3.000
krónur.
TÓNLIST
Söngtónleikar
Andri Björn Róbertsson söng lög
eftir Schumann, Sigvalda Kalda-
lóns, Jórunni Viðar, Atla Heimi
Sveinsson og Árna Thorsteinsson.
Ástríður Alda Sigurðardóttir lék
á píanó.
Hafnarborg
Föstudaginn 28. júní
Flestir kannast við ánægjuna við að
detta í konfektið um jólin. Mér leið
einhvern veginn þannig á opnunar-
tónleikum Sönghátíðar í Hafnar-
borg á föstudagskvöldið. Og það án
þess að fá samviskubit.
Konfektmolarnir voru gömlu
góðu lögin; Á Sprengisandi eftir
Sigvalda Kaldalóns, Kall sat undir
kletti eftir Jórunni Viðar, Nótt eftir
Árna Thorsteinsson og mörg fleiri.
Þau voru sungin af Andra Birni
Róbertssyni bassa-bariton. Hann er
ungur að árum og greinilega rísandi
stjarna ef marka má söngferil hans
erlendis upp á síðkastið, meðal ann-
ars í Covent Garden óperuhúsinu í
Lundúnum.
Óhætt er að segja að frammistaða
Andra á tónleikunum í Hafnarborg
hafi verið hrífandi. Hann hafði líka
allt með sér. Röddin var mögnuð,
í senn hljómmikil og tær, tæknin
prýðileg og tilfinningin fyrir inn-
taki mismunandi laga ávallt sann-
færandi. Útkoman var glæsileg í
hvert sinn.
Tíminn stöðvaðist
Fyrsta lagið á efnisskránni var Á
Sprengisandi. Krafturinn og til-
þrifin í túlkuninni voru grípandi,
áhrifin slík að manni fannst maður
vera kominn á þeysireið á hestbaki
úti í víðáttunni.
Næstu lögin voru einnig eftir
Sigvalda, unaðslegar laglínur sem
Andri söng af dásamlegri næmni
og smekkvísi. Þar á eftir komu lög
eftir Jórunni Viðar og Árna Thor-
steinsson, og voru þau öll þrungin
andakt, en líka léttleika þegar við
átti. Friður á jörðu eftir Árna var svo
seiðmagnað að það var sem tíminn
stöðvaðist. Hvílíkir hápunktar!
Ríkuleg innlifun
Eftir hlé var söngljóðabálkur eftir
Schumann á dagskránni, Lieder-
kreis. Þar er hlutverk píanósins
veigameira, raddir þess og söngvar-
ans eru jafn mikilvægar. Ástríður
Alda Sigurðardóttir lék á píanóið,
og var leikur hennar sérlega vand-
aður, mjúkur og dreymandi, en líka
snarpur og líflegur þegar tónlistin
krafðist þess. Andri söng sömuleiðis
af ríkulegri innlifun, mismunandi
andrúmsloft var ætíð útfært af
skáldlegum innblæstri.
Sönghátíðin í Hafnarborg er nú
haldin í þriðja sinn. Þetta árið er hún
tileinkuð minningu Atla Heimis
Sveinssonar sem lést fyrir skömmu.
Þau Andri og Ástríður f luttu eitt
aukalag, sem var eftir Atla við ljóð
eftir Jónas Hallgrímsson. Það var
afar fagurt, laglínan dillandi og
meðleikurinn hugljúfur; óneitan-
lega frábær endir á tónleikunum.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Glæsilegur söngur og
píanóleikur, falleg tónlist.
Á þeysireið úti í víðáttunni
Andri Björn Róbertsson. Hrífandi frammistaða, segir Jónas Sen.
Kammerkórinn Schola
cantorum verður í
Hallgrímskirkju.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M I Ð V I K U D A G U R 3 . J Ú L Í 2 0 1 9
0
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
A
-5
D
7
C
2
3
5
A
-5
C
4
0
2
3
5
A
-5
B
0
4
2
3
5
A
-5
9
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K