Fréttablaðið - 13.07.2019, Page 68

Fréttablaðið - 13.07.2019, Page 68
Lífið í vikunni 07.07.19- 13.07.19 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Sumar útsala ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði Freistandi útsölutilboð Afgreiðslutími Rvk Mánud. til föstud. kl. 11.00–18.30 Laugard. kl. 11.00–17.00 Sunnud. kl. 13.00–17.00 (Smáratorgi) Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN Leikkonan og leikstýran Magnea B. Valdimars-dóttir vinnur að gerð heimildarmyndar um einn helsta fastagest kaffihússins og skemmti- staðarins Priksins. Sá heitir Helgi Hafnar Gestsson og mætir hvern ein- asta dag og drekkur sinn kaffibolla, sem er sérmerktur honum: Helgi okkar. Starfsfólk Priksins gætir þess vandlega að stóllinn hans sé alltaf laus þegar hann ber að garði. „Prikið er elsta kaffi- hús Reykjavíkur og þangað mætir Helgi daglega, tvisvar á virkum. Hann hefur verið fastagestur í um fimmtíu ár. Þarna þekkir hann alla og allir þekkja hann.“ Hún segir andann á Prikinu stundum minna á Staupastein, þar sem allir þekktu einmitt alla. „Núna er ég farin að upplifa þetta sjálf eftir að ég byrjaði að gera mynd- ina. Nú veit starfsfólkið hvernig ég panta kaffið mitt og þjónustan þarna er svo persónuleg.“ Magnea hefur áður unnið heim- ildarmyndir um staði í miðbænum og skemmtilegt fólk sem þar býr. Leikur að andstæðum „Mér finnst þetta skemmtilegar andstæður að vinna með, Helgi er af eldri kynslóðinni en blandast svona vel við unga fólkið þó hann sé nú ekki beint á djamminu þarna á föstudags- og laugardagskvöldum. Prikið er heimili hipphopp-menn- ingarinnar í Reykjavík og það er gaman hvernig þetta blandast allt saman, gamli og nýi tíminn.“ Hún segir myndina ekki aðeins fjalla um Helga, heldur einnig Prikið almennt og stemninguna þar kvölds og morgna. „Við förum líka í göngutúr um bæinn og kíkjum meðal annars á Pönksafnið í Bankastrætinu. Svo kynnir hann okkur sögu Reykjavík- ur og Priksins, sem hann er einstaklega fróður um.“ Magnea fékk styrk frá Reykja víkur borg til að tvinna gamlar myndir úr borginni inn í myndina og lætur þannig gamla og nýja tíma tala saman. „Það er gaman að gera heimildar- mynd um manneskju sem lítur á miðbæinn sem vinalegt þorp. Heilsar upp á alla með handa- bandi og gefur sér tíma til að horfa í augun á fólki. Einhvern sem myndar svona falleg tengsl við aðra. Hann spyr alltaf um heilsu og líðan fólks, spjallar um daginn og veginn. Þetta er svo dýrmætt á þessum tímum snjall símanna þegar flest samskipti virðast vera á samskiptamiðlum.“ Kærleiksboðberinn Magnea segir Helga standa fyrir þessi góðu mannlegu tengsl sem við virðumst vera að tapa með tækni- væðingunni. „Þess vegna er gaman að bera saman fortíðina og nútíðina á þennan máta. Samskiptin, Reykja- vík, fortíðin og framtíðin. Helgi er einhvern veginn á öðru plani, hann er svo mikill snillingur. Ég myndi segja að hann væri kærleiksboðberi og það hefur verið magnað að kynn- ast honum betur við gerð myndar- innar,“ segir Magnea . Magnea stendur fyrir söfnun til að klára gerð myndarinnar. Hægt er að leggja henni lið á heimasíðunni karolinafund.com. steingerdur@frettabladid.is Helgi okkar allra Magnea Valdi- marsdóttir segir vinnuna við heimildarmynd um Helga Gests- son, einn helsta og elsta fastagest Priksins, hafa verið ómetanlega lífsreynslu. ÞAÐ ER GAMAN AÐ GERA HEIMILDAR- MYND UM MANNESKJU SEM LÍTUR Á MIÐBÆINN SEM VINALEGT ÞORP. HEILSAR UPP Á ALLA MEÐ HANDABANDI OG GEFUR SÉR TÍMA TIL AÐ HORFA Í AUGUN Á FÓLKI. Magnea Valdimarsdóttir Helgi Hafnar hefur verið fastagestur á Prikinu í um það bil fimmtíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK TVISVAR SINNUM SIMBI Ungur að árum talaði Þorvaldur Davíð Kristjáns- son fyrir Simba litla í íslenskri tal- setningu Disney- myndarinnar dásamlegu, Konungur ljónanna. Drjúgum tveimur ára- tugum síðar stígur leikarinn aftur inn í rulluna og talar fyrir fullorðinn Simba í glæ- nýrri og tæknilega upp- færðri endurgerð hins rómaða ævintýris. CLOONEY KEMUR Erkitöffarinn, leikstjór- inn og stórleikarinn George Clooney er sagður ætla að heiðra Ísland með nær- veru sinni í haust vegna framleiðslu kvikmyndarinnar Good Morning, Midnight. Efnis- veitan Netflix framleiðir mynd- ina en Clooney mun að sögn bæði leikstýra og leika í henni. TEIKNIPARTÍ MEÐ HULK Hið nýstofnaða útgáfufélag DP- IN fagnar í dag útgáfu mynda- sögubóka um Marvel-hetjurn- ar The Hulk og X-Men á íslensku með nokkuð sérstæðu útgáfuteiti í verslun Spilavina á Suðurlandsbraut 12. Þar verður efnt til teiknimyndasamkeppni þar sem nýju bækurnar eru í verð- laun. HJALTALÍN VAKNAR Hljómsveitin Hjaltalín gaf í gær út nýtt lag, Love from 99, sem fjallar um æskuástir. „Við erum smá að púsla bandinu aftur saman. Við höfum þannig tengingu okkar á milli að það var alltaf ljóst að við myndum spila saman aftur,“ sagði Högni Egilsson söngvari við Fréttablaðið í vikunni. 1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R40 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 6 C -5 3 8 8 2 3 6 C -5 2 4 C 2 3 6 C -5 1 1 0 2 3 6 C -4 F D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.