Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 13.07.2019, Qupperneq 2
Í frumvarpinu sjálfu var aðeins talað um að ferðaþjónusta fatlaðs fólks hefði þessa heimild. Pawel Bart­ oszek, borgar ­ fulltrúi Við­ reisnar Veður Suðlægari vindur í dag, 8­13 við suðausturströndina síðdegis. Víða skúrir, Hiti yfirleitt 12 til 18 stig. SJÁ SÍÐU 36 Stöngin inn! Ungar boltastelpur verða á fleygiferð á sparkvöllum Breiðabliks í Kópavoginum um helgina þar sem Símamótið er nú haldið í 35. skipti. Mótið á sér langa og merki- lega sögu en forveri þess, Gull og silfur-mótið, var fyrst haldið 1985 og þá fengu stelpur loksins að eigast við á alvöru knattspyrnumóti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FERÐALÖG „Íslendingar eru mjög vinnusamir, það líkar mér mjög vel,“ segir Anthon Geisler, sem er rúmlega aldargamall og ferðaðist hringinn í kring um Ísland. Ant- hon fæddist þann 21. febrúar árið 1919 og býr í Ilulissat, bæ á vestur- strönd Grænlands. Í bænum rekur hann litla verslun, nokkurs konar krambúð þar sem er hægt að fá allt mögulegt. Hann vinnur enn í verslun sinni þrátt fyrir háan aldur og þótt röddin bregðist honum stundum vegna aldurs, er sjónin enn góð og hann hefur gott úthald. Hann er kominn aftur til vinnu í verslun sinni eftir ferðalagið. Íslandsferðina fékk hann í hundr- að ára afmælisgjöf frá vinum og fjölskyldu. Frændi hans, Hugo, var leiðsögumaður hans á ferðalaginu. Hringvegurinn er rúmlega 1.300 kílómetrar en þeir frændur fóru enn víðar. Þeir komu meðal ann- ars við á Ísafirði, Akureyri, Höfn í Hornafirði, Suðurnesjum og við Gullfoss og Geysi. Anthon sagði á ferðalaginu  ljóst að Íslendingar hefðu lagt mikið á sig við að byggja upp ferðaþjónustu síðustu árin og var einnig  hrifinn af náttúru- fegurðinni og þeirri gestrisni sem hann varð aðnjótandi. Lífsstíll Anthons telst harla óvenjulegur miðað við aldur og því kannski  ekki að undra að blaða- maður hafi þráspurt um verslunar- störfin og hans daglegu iðju.  „Hann vinnur nánast alla daga, marga klukkutíma á dag,“ segir Hugo og segir frænda sinn leggja mikið upp úr vinnusemi. Hann hafi til dæmis mætt strax til vinnu eftir langt ferðalag á Íslandi og hafi ekki látið sér verk úr hendi falla. Vinnudagurinn sé alla jafna frá klukkan tvö á daginn til klukkan níu á kvöldin. „Að leggja rækt við ævistarfið er að mati Anthons mikil dyggð. Ég held að vinnusemin og áhuginn fyrir starfinu sé lykillinn að langlífi hans. Hann hætti líka að reykja og drekka fyrir sjötíu árum og sjálfsagt hefur það haft mjög mikið að segja,“ segir hann frá högum Anthons. Og ætla þeir að leggjast í frekari ferðalög? „Það er ekkert útilokað! Hann skemmti sér vel á Íslandi.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Rúmlega hundrað ára í hringferð um landið Anthon Geisler þakkar vinnusemi og hollum lífsstíl háan aldur. Hann vinnur enn í lítilli verslun sinni í Ilulissat á Grænlandi. Anthon Geisler og frændi hans Hugo á ferðalagi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ég held að vinnu- semin og áhuginn fyrir starfinu sé lykillinn að langlífi hans. Hann hætti líka að reykja og drekka fyrir sjötíu árum og sjálfsagt hefur það haft mjög mikið að segja. Hugo, leiðsögumaður AnthonsBir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . 595 1000 Strandbærinn Albir á Costa Blanca Albir Playa Hotel & Spa aaaa Frá kr. 74.99527. ágúst í 7 nætur Frá kr. 97.445 Á sérstöku tilboðsverði á öllum brottförum í ágúst BORGARMÁL Pawel Bartoszek, borg- arfulltrúi Viðreisnar, telur löggjaf- ann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihaml- aðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. Með þessu segir hann hugtakið göngugata í lausu lofti. „Það er umtalsverður fjöldi af bif- reiðum með þessi merki í umferð,“ segir Pawel við Fréttablaðið. „Ef mikill fjöldi þeirra myndi aka í gegn þá myndi það breyta heildar- ásýndinni. Þetta er of fortakslaust.“ Lögin voru samþykkt einhljóða. Pawel segir frumvarpið hafa breyst í meðförum þingsins og þessi breyt- ing hafi þá komið inn. Hún hafi þá farið fram hjá borgarfulltrúum en þessi breyting hefur ekki verið rædd þar. „Í frumvarpinu sjálfu var aðeins talað um að ferðaþjónusta fatlaðs fólks hefði þessa heimild. Þetta hefur væntanlega farið fram hjá borginni og ég tel að það hefði verið tilefni til að fá sjónarmið borgar- innar fram.“ Pawel segir að það séu til fjöl- breyttari leiðir til að auka aðgengi hreyfihamlaðs fólks að verslunum og þjónustu á göngugötum. „Við erum með miklu meira pláss á göngugötum þannig að það er hægt að koma fyrir lyftum og skábrautum, lyfta götunni upp og útrýma þar með þrepum,“ segir Pawel. – khg Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst H E I L B R I G Ð I S M Á L S a m k v æ mt tölum frá Embætti landlæknis hafa 19 manns greinst með sára- sótt fyrstu fimm mánuði ársins. Hafa greiningarnar f lestar verið á vormánuðum. Ef fram heldur sem horfir verða tilfellin álíka mörg og árið 2017 þegar Íslendingar urðu Evrópu- meistarar í sárasóttarsmiti. Sárasótt hefur færst gríðarlega í aukana undanfarin ár. Árið 2007 var hér aðeins eitt smit eða 0,3 á hverja 100.000 íbúa sem var lægsta hlutfall í álfunni. Árið 2014 varð sprenging í greiningum og árið 2017 var Ísland komið í efsta sætið með 52 smit eða 15,4 á hverja 100.000 íbúa. Staðan lagaðist umtalsvert árið 2018 en þá greindust 30 manns með sárasóttar- smit hérlendis. – khg  Stefnum á nýtt Evrópumet í sárasóttarsmiti Fleiri myndir frá mótinu er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS 1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 C -3 0 F 8 2 3 6 C -2 F B C 2 3 6 C -2 E 8 0 2 3 6 C -2 D 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.