Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2019, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 13.07.2019, Qupperneq 28
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir, forstöðumaður hjá Úrval Útsýn, segir að sumarið hafi verið mjög gott ferðasumar hjá Íslendingum. Margir sæki til sólarlanda og Kanarí hafi aukið mikið vinsældir sínar að undanförnu. Tenerife hefur um árabil verið einn vinsæl- asti áfangastaðurinn en nú sækir Kanarí á enda hefur mikil breyting og uppbygging átt sér stað þar síðustu ár. „ Það eru sífellt f leiri sem velja að dvelja á Mel- oneras-svæðinu þar sem glæsileg hótel hafa risið, en þar eru einn- ig golfvellir og margir góðir veit- ingastaðir. Verðið á hótelgistingu á Kanarí er mjög gott og þar af leiðandi getum við boðið frábært verð til Kanarí,“ segir Ingi- björg Elsa. „Þótt Tenerife sé enn mjög vinsæll staður þá finnum við fyrir mikilli aukningu og áhuga á Kanarí,“ segir hún. „Þessir tveir staðir eru vinsælir allt árið líkt og Alicante. Fólk á öllum aldri sækir á þessa staði og fer aftur og aftur.“ Löng helgi í Alicante Ingibjörg segir að það sé sífellt að færast í aukana að fólk sé að fara í styttri ferðir til Alicante. „Það er f lug þangað oft í viku sem leiðir til þess að fólk skreppur í langa helgi til Alicante. Margir dvelja í borginni frá fimmtudegi til þriðjudags enda hefur Alicante upp á svo ótrúlega margt að bjóða. Í borginni eru fjölmargir tapas- staðir, f lottir veitingastaðir og góð hótel. Borgin er sérstaklega falleg og úrval verslana með hagstæðu verði. Sumir eru t.d. að skreppa í golf yfir langa helgi en við bjóðum meðal annars upp á gistingu og golf á El Plantio vellinum sem er rétt fyrir utan Alicante. En aðstaðan á El Plantio fyrir kylfinga er alveg meiriháttar. Við erum sömuleiðis með skipulagðar glæsi- legar lengri golfferðir í september og október. Frá Alicante er stutt að fara til Benidorm, Albír og Calpe. En þar bjóðum við upp á vandaða íbúðagistingu og glæsileg hótel. Við getum í raun útvegað fólki gistingu hvert sem það langar að fara,“ segir Ingi- björg Elsa. Almería er sömu- leiðis vinsæll áfanga- staður og fólk fer þangað sumar eftir sumar. „Verð- lagið er einstaklega hagstætt enda sækja Spánverjar mikið þangað í frí. Í Almería eru margir frábærir tapas-staðir og fjölskyldur njóta þess að vera þar saman. Staðurinn er fjölskylduvænn og rólegur en flest hótelin eru með sérsniðna skemmtidagskrá alla daga. Við höfum boðið Almería í nokkur ár og staðurinn er alltaf jafn vinsæll.“ Siglingar um fljót og höf Í haust og vetur verður boðið upp á margvíslegar borgarferðir en einnig ferðir til fjarlægari landa eins Taílands, Balí og Egyptalands. „Þá hefur orðið mikil aukning í siglingum á skemmtiferðaskipum og við munum bjóða margar spennandi ferðir, bæði Miðjarðar- hafið sem og Karíbahaf. Einnig bjóðum við sérsniðnar fljóta- siglingar fyrir vandláta en þær geta verið í Rússlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Suður-Afríku eða Víet- nam til Kambódíu, allt eftir óskum hvers og eins. Þetta eru lúxusferðir í samstarfi við AmaWaterways sem er eitt fremsta fljótasiglinga- fyrirtæki heims,“ segir Ingibjörg og bendir fólki á að hafa samband við starfsfólk Úrvals Útsýnar vilji það forvitnast frekar um slíkar siglingar. Kampavínssmakk í Frakklandi Þá bendir hún á borgarferðir til Austur-Evrópu eins og Riga sem verða í boði í haust og vor. Þær hafa verið mjög vinsælar sem og Gdansk. Ferð til Epernay í Frakk- landi er nýjung. „Epernay er lítill bær um 130 km frá París. Hann er umkringdur vínekrum við ána Marne. Bærinn er kallaður höfuð- borg kampavínsins og þarna eru margir bestu kampavínsfram- leiðendur heims. Gatan Avenue de Champagne er heimili frægra kampavínsframleiðanda eins og Moët et Chandon, De Castellane og Mercier. 200 ára neðanjarðar- göng eru þarna þar sem kampa- vínið fær að þroskast. Þetta er ferð fyrir þá sem vilja smakka gott kampavín og borða á litlum, sætum veitingahúsum. Fólk vill ferðast og njóta í styttri ferðum,“ segir hún. „Við erum með mjög breitt úrval af borgarferðum sem henta jafnt einstaklingum og hópum.“ Hjólað, gengið eða skíðað „Næsta vor verður fjölbreytt úrval af svokölluðum hreyfi- ferðum. Það eru skipulagðar raf- hjóla- eða gönguferðir. Þetta verða skemmtilegar ferðir þar sem fólk fær hreyfingu en um leið er það að upplifa og njóta. Mikil eftirspurn er eftir svona ferðum og komum við til með að bjóða upp á þó nokkrar ferðir. Til dæmis að hjóla í kringum Gardavatnið á Ítalíu eða vötnin í Austurríki. Það má því segja að ýmislegt spennandi verði í boði,“ segir Ingibjörg og bætir við að skíðaferðirnar verði að sjálfsögðu í janúar og febrúar. „Ma- donna á Ítalíu er alltaf gríðarlega vinsæll staður enda er hann frá- bær. Góð hótel og veitingahús auk þess sem skíðasvæðið er frábært. Við verðum með tvo nýja farar- stjóra sem verða í Madonna í vetur. Þetta eru þau Helgi Geirharðsson og Kristín Helga Gunnarsdóttir (Dinna) sem eru algjörir reynslu- boltar á skíðum og útivistarfólk. Madonna hentar fyrir byrjendur á skíðum sem lengra komna en einnig er boðið upp á skíðaferðir til Austurríkis.“ Hægt er að skoða allar ferðir á heimasíðunni urvalutsyn.is eða hafa samband í síma 585 4000. Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Epernay er höfuðstaður kampavínsframleiðslunnar í Frakklandi. Þangað er ferðinni heitið í haust með Úrvali Útsýn. Mikill og vaxandi áhugi er meðal Íslendinga á alls kyns siglingum. Golfið er alltaf jafnvinsælt. Í haust er hægt að fara í styttri eða lengri ferðir til Spánar þar sem boðið er upp á glæsilega golfvelli. Aðstaðan á El Plantio fyrir kylfinga er alveg meiriháttar og margir fara þangað aftur og aftur. Strandlífið heillar alltaf. Tenerife og Gran Canarí eru vinsælir áfangastaðir. Hreyfiferðir eru í uppáhaldi hjá mörgum. Fjölbreytt úrval hreyfiferða verður í boði hjá Úrval Útsýn í vor, meðal annars rafhjólaferðir. Tenerife hefur um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður- inn en nú sækir Kanarí mjög á enda hefur mikil breyting og uppbygging átt sér stað þar síðustu ár. Glæsileg hótel og veitingastaðir. Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RFERÐIR 1 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 C -7 F F 8 2 3 6 C -7 E B C 2 3 6 C -7 D 8 0 2 3 6 C -7 C 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.