Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2019, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 13.07.2019, Qupperneq 10
 Ég lærði í raun að slá upp á nýtt þegar ég byrjaði að æfa undir handleiðslu Arnars Más Ólafssonar árið 2016. 1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, hefur fært sig um set frá Reading til Millwall en bæði liðin leika í ensku B-deildinni og voru í fallbaráttu deildarinnar á síðustu leiktíð. Jón Daði er fimmti leikmaðurinn sem Neil Harris, knattspyrnustjóri liðsins, fær til liðs við sig í sumar. Þetta er þriðja enska liðið sem Jón Daði leikur með en hann hefur auk Reading leikið með Wolves. Kaupverðið á Jóni Daða er 750.000 pund en ekki kemur fram í fréttinni á heimasíðu Millwall hversu langan samning hann geri við félagið. Hann hélt í herbúðir Reading frá Wolves sumarið 2017 en Jón Daði skoraði 10 mörk á sinni fyrstu leik- tíð með liðinu og svo sjö mörk á síðasta keppnistímabili.   Eftir síðasta tímabil gerði José Manuel Gomes, knattspyrnustjóri Reading, Jóni Daða ljóst að hann væri ekki í framtíðaráformum hans og í kjölfar þess var hann orð- aður við Millwall. Nú hefur hann eytt óvissunni um framtíð sína og ákveðið að leika með Millwall. Auk ensku liðanna hefur Jón Daði leikið með uppeldisfélagi sínu Selfossi, norska liðinu Viking Stavang er og þýska liðinu Kaisers- lautern. Þá hefur hann leikið 41 landsleik og skorað í þeim leikjum tvö mörk en hann hefur leikið með íslenska liðinu á lokakeppni Evrópumótsins árið 2016 og heimsmeistaramótsins sumarið 2018. „Ég heyrði af áhuga Millwall fyrir nokkru síðan og ég er sáttur við að félagaskiptin séu gengin í gegn. Ég er spenntur fyrir því að hitta nýju liðsfélagana mína og byrja að æfa með liðinu. Ég hlakka mikið til fyrsta leiks tímabilsins og vona innilega að okkur gangi vel á næsta tímabili,“ seg ir Jón Daði um skiptin til Millwall og framhaldið. – hó Jón Daði til þriðja enska liðsins Jón Daði Böðvarsson er genginn til liðs við Millwall. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GOLF Guðmund ur Ágúst Kristjáns- son, kylf ing ur úr Golf k lúbbi Reykjavíkur, bar í gær sigur úr býtum á Svea Leasing Open mót inu í Svíþjóð en mótið er hluti af Nordic mótaröðinni. Guðmund ur Ágúst hefur nú borið sigurorð á þremur mótum á mótaröðinni á þessu keppnistíma bili. Þar með tryggði hann sér rétt til þess að keppa á Áskor enda mótaröð Evrópu út yfir- standandi tímabil. Er núna að uppskera laun erfiðsins Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði í gær áfanga sem hann stefndi að þegar yfirstandandi keppnistímabil hófst. Hann vann sitt þriðja mót á tímabilinu í Nordic-mótaröðinni og tryggði sér þar með þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Guðmundur Ágúst Kristjánsson segir að vendipunktur hafi orðið á golfferli hans þegar Arnar Már Ólafsson byrjaði að þjálfa hann. MYND/SIGURÐUR ELVAR 35 ára afmælistilboð allt að 45% afsláttur út Ágúst- Hjólsagarblöð - Bandsagarblöð - Tifsagarblöð - Fræsitennur - Fræsihakar - Hefiltennur - Dósaborar - Þrepaborar - Handfræsitennur - Fræsitannahausar - Sagarblöð fyrir plastparket Gul Gata AFMÆLIS TILBOÐ 35ára EMBASSY OF CANADA TWO YEAR RENTAL The Embassy of Canada in Reykjavik seeks an apartment containing 2 bedrooms, living-dining room kitchen, toilet-bathroom with washer/dryer & refrigerator Please contact: rkjvk@international.gc.ca tel. +354-575-6503 Hann lék þriðja og síðasta hring- inn í gær á 67 högg um eða fimm högg um und ir pari vallarins. Guð- mundur Ágúst fékk sjö fugla á lokahringn um en hann lék hringina þrjá á 200 högg um eða 16 högg um und ir pari. Hann varð fjór um högg- um á und an næstu kylfingum þegar upp var staðið. Þriðji íslenski kylfingurinn til að fá fullan þátttökurétt Áskorendamótaröðin er næst sterkasta mótaröð í Evrópu en Guðmundur Ágúst er þriðji íslenski kylfingurinn sem fær fullan þátt- tökurétt á mótaröðinni. Áður hafa Axel Bóasson og Birgir Leifur Haf- þórsson náð þeim áfanga. „Það er alveg yndisleg tilfinning að vera kominn inn á Áskorenda- mótaröðina, sérstaklega þar sem ég er að uppskera eftir þrotlausa vinnu síðustu þriggja ára. Ég fékk nýjan þjálfara, Arnar Má Ólafsson, árið 2016 og með honum hef ég gengið í gegnum mjög mikla tæknivinnu," segir Guðmundur Ágúst í samtali við Fréttablaðið um áfangann sem hann náði í gær. „Ég lærði í rauninni að slá upp á nýtt eftir að ég byrjaði að æfa undir handleiðslu Arnars Más og ég næ að spila mun afslappaðra og betur tæknilega útfært golf. Hann kenndi mér að slá lengra og tók í gegn öll tæknileg atriði sem þarf til þess að bæta mig í golfi. Ég er í mínu besta formi þessa stundina og það að ná að vinna tvö mót á Nordic-mótaröð- inni gerði það að verkum að ég kom fullur sjálfstrausts inn í þetta mót," segir kylfingurinn um ástæðu þess að hann er að spila svona vel þessa stundina. Mun betri umgjörð á allan hátt „Ég náði góðri forystu eftir fyrstu tvo hringina og mér leið vel fyrir lokahringinn. Það var frábært að ná að landa þessum sigri og ég er mjög spenntur fyrir því að leika á Áskor- endamótaröðinni. Ég fékk smjör- þefinn af því að spila þar í síðustu viku og það var mjög gaman,“ segir Guðmundur Ágúst en hann fékk boð um að leika í móti sem er hluti af Áskorendamótaröðinni í Slóvak- íu í upphafi þessa mánaðar. Auk þess að leika þar og vinna þau þrjú mót á Nordic-mótaröðinni sem fleyta honum inn á Áskorenda- mótaröðina hefur Guðmundur Ágúst tekið þátt í móti á Evrópu- mótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, á tímabilinu. Það var í annað skipti sem hann leikur í móti á Evrópumótaröðinni. „Það eru mun sterkari andstæð- ingar, betri aðstæður og umgjörð og hærra verðlaunafé á Áskorenda- mótaröðinni. Þangað hefur mig langað að komast í töluverðan tíma og nú er næsta markmiðið að festa mig í sessi þarna. Ég er á leiðinni heim núna í stutt stopp og svo tek ég þátt í móti á Áskorendamóta- röðinni í Austurríki strax á þriðju- daginn. Ég get ekki beðið eftir því að spila þar,“ segir kylfingurinn um framhaldið. hjorvaro@frettabladid.is  1 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 C -3 F C 8 2 3 6 C -3 E 8 C 2 3 6 C -3 D 5 0 2 3 6 C -3 C 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.