Bæjarblaðið - 06.05.1983, Blaðsíða 5

Bæjarblaðið - 06.05.1983, Blaðsíða 5
BaJorblodid 5 „Ætli það séu ekki eitthvað ná- lægt 60 bátar sem gerðir eru út héðan í sumar.“ Það er Kristján Hagalínsson, sem hér svara spumingu Bæjarblaðsins um fjölda smábáta hér á Skaga. Við litum við hjá Kristjáni nú í vik- unni til að forvitnast aðeins um smábátaútgerð héðan, grá- sleppuveiði, aðstöðu bátaeig- enda og fleira. „Flestir þessara báta stunda hrognkelsaveiðar", sagði Kristján, „enda erum við Akurnesingar vel í sveit settir með að losna við hrogn- in. Hér eru tvær verksmiðjur sem vinna úrgrásleppuhrognum, þann- ig að þess vegna þurfa grásleppu- karlar ekki að salta hrognin sjálfir. Þessar verksmiðjur hafa jafnan keypt hrognin hæsta verði og borg- að fyllilega það verð sem annars- staðar hefur verið greitt fyrir hrogn upp úr sjó. Þessi góða aðstaða okkar Skagamanna á þessu sviði hefur svo án efa gert það að verk- um að grásleppubátum hefur fjölg- að hér mikið á síðustu árum." Þú talar um góða aðstöðu, Krist- ján, en nú þykist ég vita að sú aðstaða nái ekki lengra en í þeim efnum sem þú nefndir áðan. — Hvað um aðstöðu þá sem bæj- aryfirvöld skapa smábátaeig- endum? „Hún er nú nánast engin. Það er jú iítill löndunarkrani á bátabryggj- unni og svo hefur ferjunni gömlu verið lagt við vestanverða Akra- borgarbryggjuna undanfarin sum- Þessar myndir eru teknar við löndunarkranan sl. unar frá kvöldinu áður. Afli þeirra var góður, frá mánudag. Þá um morguninn biðu átta bátar lönd- 400 kg. upp í rúmt tonn. Mynd: HB. an löndunarkrana, mér skilst að hafnarnefnd sé búinn a samþykkja slík kaup en allt stoppar þetta lík- lega á peningunum.“ Kristján skýrði okkur frá að hjá þeim smábáteigendum sem stund- uðu handfæraveiðar væru nú tals- verðir erfiðleikar að losna við fisk- inn. Eina fiskverkunarstöðin sem kaupir fisk af smábátaeigendum tekur ekki við honum eftir klukkan átta á kvöldin og ekki á sunnudög- um. Sl. mánudagsmorgun hefðu til dæmis átta bátar beðið löndunar frá því á sunnudagskvöld og var afli hvers báts frá 400 kílóum og upp í rúmttonn. Ekki er ástæða til að álasa Heimaskaga hf., sem er eina fisk- verkunarstöðin sem keypt hefur fisk af smábátaeigendum, fyrir það að setja tímatakmörk á móttöku. Hitt væri frekar að athuga, og er það verðugt verkefni fyrir atvinnu- málanefnd bæjarins, hvort ekki væri hægt að ná einhverju sam- komulagi milli allra fiskverkunar- stöðva annarsvegar og smábáta- eigenda hinsvegar um móttöku á fiski, en Heimaskagi mun ætla að hætta að taka á móti trillufiski þann 20. maí nk. og er þá illt í efni fyrir trillukarla. Við skulum vona að bæjaryfir- völd reyni eftir megni að greiða fram úr vandamálum smábátaeig- enda hér á Skaga og reyndar vitum við að hafnarnefnd hefur unnið að þessum málum undanfarið, eins og kom fram í viðtali við Benediki Jónmundsson, formann hafnar- nefndar, í Bæjarblaðinu í vetur. Smábátaeigendur færa talsverð verðmæti að landi hér og skapa auk þess mikla atvinnu, svo full ástæða er til að gefa málum þeirra góðan gaum. Einn af smábátum Skagamanna, Fylkir Ak 66, heldur á miðin. — Mynd: Ámi S. Bátamir eru af ýmsum gerðum og þar á meðal nokkrir hraðbát- ar. Hér landar Viktor Sigurðsson úr hraðbát sínum, Snara Ak 96. Mynd: Ámi S. ur. Smábátum er alltaf að fjölga og menn kaupa nýja og dýra báta. Við vitum jú að ef fólk kaupir nýja bíla, þá eru jú hér til staðar götur til að aka á, og ef menn eignast hesta þá er fyrir henda aðstaða fyrir þá. Þetta eru allt sjálfsagðir hlutir og jafn sjálfsagt ætti það að vera að hafa aðstöðu fyrir smábáta. Við smábátaeigendur erum ekki að fara fram á að fá slíka aðstöðu ókeypis. Við yrðum þá að sjálf- sögðu að greiða hafnargjöld í samræmi við þá aðstöðu sem okk- ur yrði sköpuð. Þó verður nú að segjast eins og er að bæjaryfirvöld hafa unnið að þessum málum. Til dæmis höfðu þau góðar vonir um að fá keyptar flotbryggjur frá NATÓ, sem verið hafa inn í Hval- firði, en þær fengust því miður ekki keyptar. Annars er það án efa með þessi mál eins og önnur nú, að peninga- leysi hamlarframkvæmdum. Smá- Raðhús til sölu Til sölu er raðhús að Dalbraut 19, Akranesi. Upplýsingar eru veittar í síma 97-2356 á daginn og í síma 97-2432 á kvöldin. báteigendur hér hafa lagt fram ákveðnar hugmyndir um staðsetn- ingu á flotbryggjum og verbúðum í tenglsum við þær. Við höfum áhuga á að fá þetta neðan við skemmu Síldarverksmiðjunnar við Akursbraut. Við skrifuðum bréf fyrir áramót þar sem óskað var eftir lóð þarna fyrir verbúðir en það virðist allt stopp núna, allavega höfum við ekki fengið svar við þessu ennþá. Annað stórt atriði er að kaupa ann- Húsnæði óskast Fjögurra eða fimm herbergja íbúð.eða einbýlishús óskast til leigu frá og með 1. júní n.k. Tilboð sendist í Box 106 Akranesi Nytja- skraut- og listmunir Leirkjallarinn Melteig 4 Akranesi

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.