Bæjarblaðið - 06.05.1983, Síða 8
Öldungar ÍA í blaki:
Komu, sáu og sigruðu
— eða svo gott sem
Keppnisliðið — þetta er þó ekki allur hópurinn. Meðal þeirra sem vantar á myndina er aldurs
forsetinn, Daníel Ágústínusson. — Mynd: Ámi S.
Helgina 29. og 30. apríl fór fram
öldungamót í blaki á vegum Blak
sambands íslands. Meöal þátttak-
enda nú var öflugt lið Skaga-
manna, en þaö er hópur manna
sem æft hafa saman blak hér á
Skaga undanfarin ár og þeir elstu (
alls 25 ár. Á þessum árum hefur lítil
endurnýjun átt sér stað, enda
mennirnir einstaklega frísklegir.
Öldungarnir héðan kepptu undir
merki ÍA og voru algjörlega óskrif-
að blað fyrir keppnina. Þeir gerðu
sér aftur á móti lítið fyrir og nældu í
annað sæti í 2. deild en í þeirri deild
urðu þeir að keppa nú þar sem
þetta var í fyrsta sinn sem liðið tók
þátt í mótinu.
Bæjarblaðið óskar þessum
hresssu blakmönnum til hamingju
með hinn góða árangur.
Stuðlastál á Akranesi:
Smíða margvísleg tæki
fyrir sjóefnavinnsluna
á Reykjanesi
Einar Guðleifsson (t.v.) og Þorvaldur Loftsson við háþrýstiskiljuna.
Mynd HB.
Brú brotin niður
Samvinnufélagið Stuðlastál hér
á Akranesi, hefur undanfarið unnið
að miklu verkefni fyrir Sjóefna-
vinnsluna á Reykjanesi. Að sögn
Þorvaldar Loftssonar hjá Stuðla-
stáli þá hafa þeir félagar unnið að
þessu verkefni frá því í desember
sl.
Þau tæki sem Stuðlastál hefur
smíðað fyrir Sjóefnavinnsluna eru
háþrýstiskilja, sem skilur sjó frá
gufu, gufukista, gufuskilja, jöfn-
unargeymir og holuhljóðdeyfir.
Þorvaldur sagði að Stuðlastál
myndi ennig sjá um niðursetningu
þéssara tækja fyrir sunnan og
hefðu þau verið send suðureftir í
byrjun vikunnar. Hins vegar væru
undirstöður undir þau ekki tilbúnar
og yrðu það ekki fyrr en í júní
þannig að niðursetning þeirra
myndi dragast eitthvað.
Aðspurður um það hvort næg
verkefni væru framundan hjá þeim
Stuðlastálmönnum, sagði Þor-
valdur að fátt væri um fína drætti í
þeim málum. „Við höfum mest
verið í hitaveituframkvæmdum og
vinnu fyrir Akranesbæ undanfarin
sumur, en ég get ekki séð að mikið
verði um slíka vinnu í sumar. Við
erum nú með fjóra menn í vinnu inn
á Grundartanga og mikið meira er
það nú ekki núna“, sagði Þor-
valdurenn fremur.
Á fundi Húsfriðunarnefndar
Akraness, sem haldinn var 7. apríl
sl. var tekið fyrir erindi frá Sam-
vinnubankanum, þar sem farið var
fram á heimild til að rífa og fjar-
lægja húsið nr. 24 við Kirkjubraut.
Húsfriðunarnefnd ræddi um
bygginguna,-uppruna hennar og
fólk tengt henni og gerði nefndin
síðan svofellda bókun: „Húsfrið-
unarnefnd sér ekki ástæðu til að
hamla gegn niðurrifi þessa húss,
en ef bygginganefnd veitir heimild
til niðurrifs skal bygginganefnd sjá
til þess að nákvæmar teikningar af
húsinu séu til staðar svo og Ijós-
myndir og stutt saga þess. Gögn
þessi skulu geymd og varðveitt á
byggðasafninu."
Það virðist því liggja nokkuð Ijóst
fyrir að „Brú“ verði brotin niður og
bílastæði komi þar sem húsið
stendur nú. En við leyfum okkur að
leggja til, að úr því að teikningar og
myndir eiga að varðveitast á
byggðasafninu, þá væri ekki úr
vegi að láta eitthvað af hinum ein-
stöku fréttapistlum Odds Sveins-
sonar í Brú fylgja þar með.
Bœjorblodid
6. maí 1983 Verð kr. 20.-
Að loknum kosningum
Bílhræið við Akrafjall
Enn hulin ráðgáta
í síðast Bæjarblaði var birt mynd
af bílhræi, sem hefur verið við veg-
inn upp að Akrafjalli og var greint
frá því hirðuleysi og sóðaskap sem
þetta hræ ber vott um.
Vegna þessarar greinar ( blað-
inu hafði einn lesandi blaðsins
samband við okkur, og sagði að
þessi bíll eða það sem eftir af hon-
um var hefði upphaflega komið
þarna á flötina fyrir ofan ösku-
haugana, eins og honum hefði
hreinlega verið lagt þarna um
stund, og eigandinn fengið sér
heilsubótargöngu um svæðið, því
bíllinn var með skrásetninganúm-
erum,
Hafði þetta vakið athygli viðmæl-
enda okkar, því hann gengi oft
þarna framhjá í heilsubótargöng-
um. Þegar bíllinn var búinn að
standa þarna um nokkrun tíma fóru
ýmsir hlutar bílsins að hverfa af
honum smá saman og eitt sinn var
búið að velta honum á toppinn og
hjólin verið tekin af honum og síð-
an var hann smátt og smátt tættur í
sundur eins og hrægammar
mundu hafa ráðist á dautt dýr og
gerður að því hræi sem hann er nú.
Einnig sagði viðmælandi okkar frá
því að upp við Akrafjallið á því
svæði sem skátaskálinn og vatns-
þróin er, þar sem er vinsælt útivist-
arsvæði hjá mörgum skagamönn-
um, væri nú svo komið að vart
sé hægt að ganga þarna um fyrir
glerbrotum sem liggja vítt og dreift
um svæðið. Ástæða þessa er að
þetta virðist einnig vera vinsæll
staður hjá byssumönnum. Virðast
þeir koma þarna með flöskugler í
miklum mæli og m.a. stinga flösku-
stútnum í jörðina og æfa síðan
skothæfni sína á flöskunum með
þeim afleiðingum að hárbeitt gler-
ið stendur upp úr jörðinni og er þar
af leiðandi stór hættulegt gangandi
fólki og skepnum sem þarna eiga
leið um.
Væri óskandi að byssumenn
hættu „skitteríi" á þessu svæði
eða a.m.k. hreinsuðu vel eftir sig
áður en slys hlýst af.
Vinningsnúmer
í happdrætti
I.O.G.T.
Skíðaferð fyrir tvo að eigin vali að
verðmæti kr. 27.000.-. . . .4576
18 vinningar, skíðabúnaður á kr.
3.000.-hver. . . .143,439,522,
3544, 3890, 4574, 5552, 7322,
8496, 9199, 9344, 9510, 9674,
12090, 12339, 13187, 13269,
13652.
Með kveðju
Stórstúka íslands
I.O.G.T.
Bæjarblaðið
Auglýsingasímar
1919 — 2774