Bæjarblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 2
2 Bæjarfélaginu bjargað Ég freistast nú til þess að taka penna í hönd, til að fólk fái að vita _ hverjir björguðu bæjarfélaginu úr fjárhagserfiðleikunum. Fundur var haldinn með bæjar- stjóra og bæjartæknifræðingi í hinu nýja húsi Vatnsveitunnar s.l. sumar. Þar lýsti bæjarstjóri því yfir, að fjárhagur bæjarins væri svo bág- borinn, að segja yrði upp yfirvinnu og skyldi þar jafnt yfir alla ganga. Þar með talin Rafveitan og Hita- veitan. Hefur sú orðið raunin á? Nei aldeilis ekki. Yfirvinna á bæjarskrifstofunni var felld niður eða að minnsta kosti minnkuð um stuttan tíma, en svo virðist að þar sé farið að vinna yfir- vinnu aftur. Ég sem þetta rita, var staddur inni á Bifreiðastöð Akraness, þar var kallað að það vantaði bíl til að keyra út fundargögn fyrir bæinn. Þegar ég fór að grennslast fyrir um þetta, kom í Ijós að bærinn pantaði oft leigubíl til að keyra út fundar- ORÐ I BELG gögn og fl. Það skal tekið fram, að klukkan var um 18.30-19.00. Ég spyr, er ekki hægt að spara leigubílinn, og láta einhvern af bæjarskrifstofunni fara með fundargögnin, úr því verið er að vinna þar yfirvinnu hvort sem er? Það virðist orðið nokkuð á hreinu, að þessir fáu verkamenn hjá bæjarfélaginu hafa að mjög miklu leyti bjargað fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Aldrei var felld niður eftirivnna hjá Rafveitu eða Hitaveitu. Fundur var aftur haldinn í fyrr- nefndu húsi föstudaginn 20. jan. s.l. Var sá fundur um annað mál- efni, en bæjartæknifræðingurhafði eftir bæjarstjóra, að ekki yrði gengið meira á hlut verkamanna hjá bænum. Ég spyr, er það hægt? Hvar gæti bærinn sparað? Hörður Pálsson talaði um það á opnum bæjarstjórnarfundi, að leggja niður tæknideildina (réttileg ábending), því hvað eigum við að gera með tæknideild í bæjarfélagi þar sem ekkert má framkvæma sökum peningaskorts? Ég hef heyrt, að bæjarfélagið ætti 70% í Verkfræði- og teiknistof- unni. Væri ekki sparnaður í því, að leggja niður tæknideildina og nota Verkfræði- og teiknistofuna meira en gert er í dag? Ég sá auglýst eftir eftirlitsmanni með byggingaframkvæmdum við Brekkubæjarskóla. Er þetta ekki óþarfa eyðsla, þar sem bæjarfé- lagið hefur byggingafulltrúa? Er svo mikið að gera hjá þessum mönnum (2) í bæjarfélagi, þarsem öllu er haldið niðri, að þeir geti ekki bætt þessu á sig? Það er tekið fram í auglýsing- unni, að maður þessi þurfi að hafa haldgóða þekkingu á þessum sviðum. Það er kannski þess vegna, sem að þarf að fá utanað- komandi aðila? Það fór nú svo í þessu rausi, að það góða gleymdist alveg. V.V. A AKRANESI Fimmtud. 26. jan. og föstud. 27. jan. kl. 21 SVIKAMYLLA (The osterman weekend). Föstud. 27. jan. kl. 11.15 DRÁPSFISKARNIR. Sunnud. 29. jan. og mánud. 30. jan. kl. 21 TESS með NATASHA KINSKI í aðal- hlutverki. Næstu myndir: SOPHIES CHOICE með Meryl Streep í aðalhlutverki og RETURN OF THE JEDI þriðji hluti STAR WARS myndanna. Gott úrval íbúða og einbýlishúsa Söluskrá liggur frammi á skrifstofunni FASTEIGNA- OG SKIPASALA VESTURLANDS Kirkjubraut 11,2. hæð sími 2770. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Jón Sveinsson, hdl. Nafnnr. 5192-1356. Skrifborð með og án hillu Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Bœjorbladid Bœjorblodid Fréttablað Akurnesinga — Óháð flokkadrætti Útgefandi: Bæjarblaðið sf. - Pósthólf 106 - 300 Akranes 1. tbl. 6. árg. 26. janúar 1984 Ritstjórn: Haraldur Bjarnason, sími 2774 og Sigþór Eiríksson, sími 1919 Ljósmyndir: Árni S. Árnason sími 2474 og Dúi Landmark sími 1835 Útlit: Bæjarblaðið Setning og prentun: Prentverk Akraness hf. --------‘ Diskótek Munið fjörið er alltaf í Hótelinu um helgar Tjón vegna sjávargangs Þeir sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum sjávargangs sem varð á Akranesi þann 05.01. 1984 eru vinsamlegast beðnir um að skila inn greinargerð um allt það tjón sem rekja má til sjávargangsins. Skal þartilgreina tjón á mannvirkjum, lausamunum, og öðru því sem orðið hefur fyrir skemmdum. Greinargerðinni skal skila inn til tækni- deildar eigi síðar en 31. janúar 1984. Af gefnu tilefni skal vakin athygli á reglu- gerð um Viðlagatryggingu íslands frá 15. des. 1982.15 gr. þar sem segir m.a.: Telji vátryggður, að hann hafi orðið fyrir tjóni skal hann svo fljótt sem unnt er tilkynna Viðlagatryggingu um tjónsatburðinn. Sé um að ræða vátryggingu verðmæta þeirra, sem um ræðir í 1. til 2. gr., skal þó tilkynna aðal- skrifstofu brunatryggjanda þess, er bruna- tryggir eignirnar. Tilkynningu þessa skal vá- tryggður senda á sannanlegan hátt innan 30 daga frá því að tjónsatburður gerðist. Geri hann það ekki er niður fallinn réttur hans til heimtu vátryggingarbóta. Nánari upplýsingar eru veittar á tæknideild bæjarins, Kirkjubraut 28, Akranesi, sími 1211. Skagamenn ! Muniö hagstaeðu kjörin hjá okkur. Verið velkomin, HÚTEL LOFTLEKMR FLUGLEIDA fS HÓTEL

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.