Bæjarblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 5

Bæjarblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 5
5 Bœjarblodid Sveinn V. Garöarsson hóf strætisvagnarekstur á Akranesi á árinu. — Mynd: Dúi boö til þess að vera með skóla- akstur, þ.e.a.s. sjá um að aka skólabörnum grunnskóla í og úr skólanum. Auk þess mun Sveinn verða með almennar áætlunar- ferðir um bæinn á eigin ábyrgð. Er þar með kominn fyrsti ,,strætóinn“ á Akranes enda ekki vanþörf á þar sem vegalengdir eru orðnar miklar hér í bæ. Á íþróttasviðinu bar að sjálf- sögðu hæst glæsilegir sigrar ns1983 40 ára afmæli 8. októnber, en það var þá sem heiðurshjónin Haraldur Böðvarsson og Ingunn Sveinsdótt- ir afhentu Bæjarstjórn Akraness þetta veglega hús. Síðan hefur Bíóhöllin veitt okkur Skagamönn- um í gegnum tíðina mikla skemmt- un og ánægju. Miklar breytingar hafa verið gerðar á Bíóhöllinni á þessum tíma til hins betra m.a. er nú komið fullkomið hátalarakerfi svo kallað Dolby Stereo sem er eitt það fullkomnasta sem þekkist. Það var ekki í fysta sinn sem það sannaðist að gott er að búa á Akranesi, þegar nýleg verðkönnun Verðlagskönnunar leit dagsins Ijós, en þar kom nefnilega fram að ódýrustu innkaup á landinu miðað við fjögurra manna fjölskyldu á mat- drykkjar- og hreinlætisvörum væru hér á Akranesi. Þessi niður- af sömu ástæðu. Flestir þeirra er atvinnulausir urðu voru starfsmenn fyrstihúsa Þórðar Óskarssonar og Hafarnar. Á fundi sínum um þessi mál gerði Bæjarstjórn Akraness samþykkt vegna þessa ástands og beindi þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að gripið yrði þegar í stað til ráðstafanna er tryggðu rekstrargrundvöll fyrirtækja í sjáv- arútvegi svo komist yrði hjá upp- sögnum starfsfólks og þar með lífskjaraskerðingu fjölda fólks. Bæjarstjórn fól einnig Bæjarráði að gera þingmönnum kjördæmisins grein fyrir því alvarlega ástandi sem skapast hefur í atvinnumálum Akurnesinga. Akranesdeild Rauða Krossins á Akranesi hefur nú í hyggju að kaupa nýja sjúkrabifreiö. Er ætlun- in að kaupa bifreið að Citroen gerð og er meginástæðan fyrir því að nú er hugað að bílakaupum er hversu hár rekstrarkostnaður er á sjúkra- bílnum sem fyrir er. Hann hentaði betur á langferðir að vetrarlagi en nýji bíllinn að sumarlagi í styttri og lengri ferðir og einnig að eldri bíll- inn mundi endast betur. Foreldrafélag Brekkubæjar- skóla hefur sent fjárveitingarnefnd Aþingis áskorun um að veita nú þegar fjármagni til skólans svo að þetta gífurlega húsnæðisvanda- mál megi leysa, því að börn á Akranesi hljóta að eiga sömu kröfu á sambærilegri menntun og önnur börn landsins. Hápunktur íþróttaafreka var tvöfaldur sigur ÍA liðsins í knattspyrnu. — Mynd: Friðþjófur íþróttabandalags Akraness í knatt- spyrnunni því nú sigruðu Skaga- menn tvöfalt, urðu fslandsmeistar- ar og Bikarmeistarar og er það í fyrsta skipti sem það tekst hjá Í.A. Liðið vann íslandsmótið með nokkrum yfirburöum, hlaut fjórum stigum meira en liðið í öðru sæti. í úrslitaleik Bikarkeppninnar sigruðu Skagamenn ÍBV 2-1 eftir fram- lengdan leik. Til að kóróna árangur Skaga- manna í sumar þá máttu sjálfir Evrópumeistarar bikarhafa, Aber- deen frá Skotlandi þakka fyrir að komast áfram í næstu umferð keppninnar, því þeir rétt náðu að komast áfram á samanlagðri markatölu 3-2. Sigruðu 2-1 á Laugardalsvelli en jafntefli var 1 -1 í Skotlandi, er þetta besti árangur sem íslenskt lið hefur náð í Evrópu- keppni. Þjálfari meistaraliðsins var Hörður Helgason. Október: Mikil ólga var á bæjar- stjórnarfundi þegar ákveðið var með fimm atkvæðum gegn fjórum að segja upp sjö starfsmönnum hjá trésmíðaverkstæði Akranesbæjar. Hugmyndin með þessum upp- sögnum var að gera úttekt á rekstri trésmíðaverkstæðisins með sparnað í huga, en ekki lokun á verkstæðinu. Bíóhöllin okkar Skagamanna átti staða Verðlagsstofnunar var Skagamönnum fagnaðarefni. Húsnæðismál grunnskólanna á Akranesi var í sviðsljósinu í októ- ber, en þar var komið í algert óefni, því húsakostur skólanna sem eru Brekkubæjarskóli og Grundarskóli er orðinn allt of lítill og úr sér geng- inn. Á sama tíma sem nemendum fjölgar á Akranesi sér ríkisvaldið enga ástæðu til þess að skapa þeim viðunandi aðstöðu og ekkert hefur verið gert til þess á síðustu árum. Til þess að reyna að flýta fyrir málinu sendi fræðslustjóri Vesturlands öllum þingmönnum kjördæmisins skýrslu um ástandið. Hugmynd kom upp um að stað- setja þyrluflugvöll á Jaðarsbökkum á þeim stað þar sem útihandbolta- völlurinn er. Það hefur lengi verið hagsmunamál bæjarbúa að koma upp slíkum velli til þess að koma hingað upp eftir og prófa völlinn. Og nú er bara að sjá hvort af verður að Skagamenn eignist sinn eigin flugvöll, sem kæmi að góðum not- um í neyðartilfellum. Nóvember: í byrjun mánaðarins lét nærri aö um 10% vinnufærra manna á Akranesi væru atvinnu- lausir. Atvinnuleysi þetta skapaðist eftir að togarinn Óskar Magnússon stöðvaðist vegna rekstrarerfið- leika, og einnig togarinn Krossvík Desember: Nýtt og glæsilegt hafnarhús var tekið formlega í notkun í desember og stendur húsið á horni Akursbrautar og Faxabrautar. í húsinu er góð að- staða fyrir hafnarverði og haf- sögumenn. Einnig er í húsinu góð aðstaða til allrar viðhaldsvinnu. Ársþing íþróttabandalas Akra- ness var haldið mánuðinum og var Andrés Ólafsson endurkjörinn for- maður félagsins. Við sama tæki- færi var Sigurður Lárusson fyrirliði knattspyrnuliðs Í.A. kjörinn íþróttamaður Akraness. Samkvæmt bókum lögreglunnar var jólamánuðurinn friðsamur að vanda og lítið um óhöpp í umferð- inni sem honum fylgir. Sigurður Lárusson íþróttamaður Akraness 1983 — Mynd: Ámi AKRANESKAUPSTAÐUR Olíustyrkur Bæjarsjóöur Akraness er að gera upp olíustyrki gagnvart olíusjóði. Þeir sem telja sig eiga inni styrk, hafi samband á bæjarskrifstofu strax. Bæjarritari Skattframtöl Tökum að okkur að útbúa skattframtöl fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Sjáum einnig um bókhald, laun, söluskatt o.fl. Bókhaldsþjónustan s.f. Suðurgötu 45 sími 1570 Viðskiptavinir athugið! Hárgreiðslustofan Carita flytur í nýtt húsnæði að Vesturgötu 129 og mun opna föstudaginn 27. janúar undir nafninu Hárgreiðslustofan Salon. Nýja símanúmerið er 2776. Bjóðum uppá permanett, klippingar, strípur og litanir. Verið velkomin Lína D. Snorradóttir Öndvegis matur Úrvals þjónusta Veitingahúsid Stillholt STILLHOLTI 2 - AKRANESI - SIMI (93)2778

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.