Bæjarblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 4
4 Bœjarblodid Það hefur þótt sjálfsögð venja eða hefð þegar nýtt ár hefur göngu sína að fjölmiðlar hafa birt atburði liðins árs lesendum sínum til fróð- leiks og ánægju. í janúarblöðum síðustu þriggja ára hefur Bæjar- blaðið verið með fréttaannál hvers árs. Munum við því nú birta það helsta sem fyrir augu bar á síðum blaðsins og varðandi málefni Akraness fyrir árið 1983. Annállinn nær ekki yfir júlímánuð en þá kom Bæjarblaðið ekki út, tók þann mánuð í sumarfrí. Janúar: Árið 1983 hófst ekki byr- lega hvað veðurfar snerti, því fyrri hlutann af janúar var eitt mesta fannfergi sem hér hefur komið í manna minnum og ófærð mikil um bæinn, sem einkum bitnaði á íbú- um í efri hluta bæjarins, Grunda- hverfi og Jörundarholti. Þegar óveðrið var sem verst þurftu lög- regla og björgunarsveitarmenn að aðstoða fólk við að komast á milli bæjarhluta og til vinnu sinnar, slík var ófræðin. í janúarblaði Bæjarblaðsins birt- ust aflatölur fyrir árið 1982 og munum við birta þær hér í þessum annál þótt þær tilheyri ekki beint því ári sem nú er fjallað um. Heildar- aflinn sem landaður var á Akranesi 1982 var 23.422 tonn. Hann skipt- ist þannig að togarar lönduðu 14.780 tonnum, og þar var afla- hæstur Haraldur Böðvarsson Ak. með 4.966 tonn. Bátar lönduðu alls 7.106 tonnum og þar voru Sigur- borg Ak-375 og Haraldur Ak-10 aflahæst. Þá var landað hér 1.536 tonnum af síld. Þann 4. janúar var sjósett nýtt skip hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. Hið nýja skip hlaut nafnið Hafnarey SU. 110 og var fyrsta skipið í svokölluðu rað- smíðaverkefni, en á því verkefni taka þátt auk Þorgeirs og Ellerts, Slippstöðin á Akureyri og Stálvík í Garðabæ. Eigandi Hafnareyjar er Hraðfrystihús Breiðdælinga hf. á Breiðdalsvík. Hafnarey var 36. nýsmíði Þorgeirs og Ellerts hf. auk þess sem skipasmíðastöðin hefur endurbyggt nokkra báta á liðnum árum. Febrúar: Fjárhagsáæltun Akra- neskaupstaðar fór til fyrri umræðu um miðjan mánuðinn. f frumvarpi um fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að sameiginlegar tekjur bæjarins gerðu 79,6 millj., en hins vegar gert ráð fyrir rekstrargjöldum upp á 63,3 millj. Helsti tekjuliður eru áætluð útsvör 47,4 millj., en helstu gjaldaliðir félagsmál, fræðslumál og vextir og fjár- magnskostnaður 37,2 millj. Dvalarheimilið Höfði hefur ákveðið að standa á árinu fyrir byggingu á íbúðum fyrir aldraða og öryrkja á lóð dvalarheimilisins. Er gert ráð fyrir að hefja byggingar á 26 íbúðum og verða tvær stærðir á húsunum sem ekki endanlega hafa verið ákveðnar. íbúar í slíkum húsum myndu geta nýtt sér alla þá þjónustu er Höfði býður öldruðum og öryrkjum upp á. Svo sem kaup á mat, þvottaaðstöðu, notfært sér alla möguleika í endurhæfingu, föndri, leikfimi o.fl., sem til boða stendur á Höfða. í byrjun febrúar flutti Samvinnu- bankinn á Akranesi í nýtt og glæsi- legt húsnæði að Kirkjubraut 28. Samvinnubankinn og Samvinnu- tryggingar eru til húsa á fyrstu hæð. Á annarri hæð höfðu bæjarskrif- stofurnar áður flutt og Skattstofa Vesturlandsumdæmis á þriðju hæð hússins. Undirbúningur að byggingu hússins hófst í ársbyrjun 1981. Trésmiðjan Jaðar sá um byggingarframkvæmdir frá byrjun. Umsjón með byggingafram- kvæmdum fyrir hönd Samvinnu- Hafnarey SU 110á siglingu.— Mynd: Árni bankans hafði Sveinn Kr. Guð- mundsson fyrrv. útibússtjóri Sam- vinnubankans. Atvinnuleysisdraugurinn hafði viðkomu á Ákranesi sem á öðrum stöðum í febrúar og voru alls 69 manns atvinnulausir í mánuðinum og atvinnuleysisdagar þeirra alls 735. Afli vertíðarbáta frá Akranesi var tregur í febrúar. Sex Akranesbátar stunduðu veiðar með línu og tveir með netum. Af netabátunum var Reynir með 57 tonn og Anna með 62 tonn, en hæstur línubátanna var Sigurborg með 192 tonn. Undirbúningsvinna Sements- verksmiðju ríkisins um að brenna kolum í stað svartolíu er nú í fullum gangi og gert ráð fyrir að verk- smiðjan hefji brennslu á kolum í júní n.k. Til að byrja með verður kolunum skipað upp á Grundar- tanga og þau flutt til Akraness á bílum og hefur verksmiðjan fest kaup á sérstökum tengivagni til þeirra nota. Sementsverksmiðjan reiknar með því að spara 50% af olíukostnaði á þessu miðað við tvö ár, eru það um 60 millj. króna. Reiknað er með að ársnotkun verksmiðjunnar á kolum nemi 20. þús. tonnum. Mars: Laugardaginn 5. mars var tekin fyrsta skóflustungan að fyrir- hugaðri heimavistarbyggingu við Fjölbrautaskólann, sem rísa mun við sunnanverða Vogabraut. Það var menntamálaráðherrann Ingvar Gíslason sem skóflustunguna tók. Heimavistarbyggingin verðurtvílyft hús, alls um 1250 ferm og verður þar rúm fyrir 64 nemendur í tveggja manna herbergjum. í Fjölbrauta- skólanum eru nú 520 nemendur auk þess sem eru 85 nemendur í öldungadeild. Við Fjölbrautaskól- ann stunda nú nám 180 utanbæj- arnemendur. Reiknað var með að um 1880 til 2000 Akurnesingar á aldrinum 3ja mánaða til 80 ára hafi tekið þátt i Tívolí skemmtun sem Skátafélag Akraness hélt Sunnudaginn 27. febrúar. Þar voru á boðstólum ýmsir leikir og grín sem féll í góðan jarðveg hjá ungum sem öldnum. Allur ágóði af Tívolíinu verður not- aður til að viðhalda og Ijúka við byggingu á Skátaskálanum í Skorradal. Eigendur fasteigna og fyrirtækja við Ægisbraut, sendu harðorð mótmæli til bæjaryfirvalda vegna ófremdarástands sem ríkir á og við götuna þegar hásjávað er og vestanátt er ríkjandi. Því þá flæðir sjórinn óhindraður inn á götuna og hús við hana eru í stórhættu. Krafa þeirra við Ægisbrautina er sú að góðum grjótvarnargarði verði kom- ið fyrir í fjörunni fyrir neðan húsin til að reyna að koma í veg fyrir stór- tjón ef veðráttaerslík. Landsmót íslenskra barnakóra var haldið á Akranesi um miðjan mars. Alls tóku þátt í mótinu 20 skólakórar sem í voru á milli 6-700 börn og unglingar og var þetta fjölmennasta landsmót sem haldið hefurverið hérálandi. Afli Akranestogaranna fjögurra frá áramótum til um miðjan mars var sem hér segir: Haraldur Böðvarsson 744 tonn, Krossvík 606 tonn, Óskar Magnússon 509 tonn og Skipaskagi 271 tonn. Afli vertíðarbátanna níu sem róa frá Akranesi var með tregara móti í mánuðinum, smá kippur kom í afl- ann í byrjun mánaðarins en drógst síðan saman aftur. Hæstur þeirra er Haraldur Ak-10 með 272 tonn og Sigurborg Ak-375 kom næst með 265 tonn. Útsala Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins var opnuð hér á Skaga seinni part mánaðarins. Skagamenn virtust vera hrifnastir af léttvínum til að byrja með, því salan var lang mest í þeim styrk- leikaflokki áfengis, að sögn Guð- nýjar Ársælsdóttur útibússtjóra. Auk þess að selja Skagamönnum hinar margvíslegu víntegundir, mun útsalan hér verða með póst- kröfusendingar í Vesturlandskjör- dæmi og dreyfingu á tóbaki til verslana og söluskála. Það var athyglisvert átak lítils félags þegar Sjálfsbjörg félag fatl- aðra á Akranesi og nágrenni, festi kaup á hluta þess húsnæðis sem Verkalýðsfélag Akraness átti að Suðurgötu 36. Er þetta um 25. ferm. húsnæði og er ætlun félags- manna að opna þar skrifstofu sem opin verður hluta úr degi og veitir fötluðum fyrirgreiðslu og upplýs- ingar um réttastöðu þeirra í ,,kerf- inu. Apríl: Fjárhagsáætlun Akranes- kaupstaðar var samþykkt í mánuð- inum á fundi bæjarstjórnar. Þar kom fram að helstu tekjuliðir eru áætlaðir útsvör og aðstöðugjöld 54,4 millj. sem er lang stærsti tekjuliðurinn og er hann 68.3% af öllum tekjuliðum Akraneskaup- staðar. Af gjaldaliðum eru félags- mál stærsti liðurinn 17,7 millj, fræðslumál 12,3 millj. og vaxta- gjöld 7,5 millj. Ekki eru allir á eitt sáttir varðandi óskabarn okkar Akurnesinga sem er hitaveitan, því á fundi hjá Sund- laugarnefnd Bjarnalaugar kom fram að nefndin er alls kostar ekki ánægð með verðlagningu á hitaveituvatni til laugarinnar og ef hækkun á gjaldskrá fyrir sundlaug- ina nær ekki fram að ganga þá skyldi gamla olíufýringun dregin fram á ný í Bjarnalaug þrátt fyrir að langþráður draumur Skagamanna um hitaveituna hafi nú ræst. Togararnir hafa nú aftur tekið til við þorskveiðarnar eftir þorskveiði- bannið um páskana. Aflahæstur þeirra nú er Haraldur Böðvarsson Ak. með 1365 tonn frá áramótum og er Krossvík í ööru sæti með 1011 tonn. Fyrir bæjarráðsfundi þann 7. apríl lá umsókn Egils Egilssonar veitingamanns eiganda veitinga- hússins Stillholts, um lóð nr. 23 við Jaðarsbraut fyrir veitingahús og motel. Bæjarráð var meðmælt þessari hugmynd en óskaði eftir umsögn skipulagsnefndar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Eftir því sem Bæjarblaðið fregnaði hefur Egill í huga að reisa þarna veglegt veitingahús með rúmgóð- um sölum og auk þess gistirými. Af íþróttaviðburðum í aprílmán- uði bar hæst stórglæsilegur árangur badmintonfólks frá Akra- nesi á unglingameistaramóti ís- lands sem haldið var á Akureyri um mánaðamótin mars-apríl. En þá náðu unglingar héðan þeim ein- stæða árangri að hljóta 20 af 24 gullverðlaunum á mótinu og 19 silfurverðlaun. Maí: Samvinnufélagið Stuðlastál hér á Akranesi hefur unnið að merkilegu verkefni undanfarið fyrir sjóefnavinnsluna á Reykjanesi. Þau tæki sem fyrirtækið hefur smíðað fyrir Sjóefnavinnsluna eru þau fyrstu sinnar tegundar sem smíðuð eru á íslandi. Eru þetta há- þrýstiskilja, sem skilur sjó frá gufu, gufukista, gufuskilja, jöfnunar- geymir og holuhljóðdeyfir. Stuðla- stál sér einnig um niðursetningu þessara tækja á Suðurnesjum. Vetrarvertíðinni fer senn að Ijúka. Afli Akranesbáta hefur sjaldan verið eins tregur og nú. Akranesbátar hafa allir verið með þorskanet nema Grótta sem róið hefur með línu alla vertíðina. Þá hefur Rán verið á trolli en ekki lagt nema lítinn hluta aflans hér á Akranesi. Haraldur Ak-10 er enn hæstur með 462 tonn en Sigurborg Ak-375 fylgir fast á eftir sem fyrr með 461 tonn. Fjölbrautaskólanum á Akranesi var slitið 20. maí. Alls luku 53 nem- endur prófum frá skólanum að þessu sinni. Stúdentsprófi luku 24 úr dagskóla og fyrstu stúdentarnir skráðust úr öldungadeild, en þeir voru tveir. Júní: Nú líður senn að því að Sementsverksmiðjan hefji brennslu kola í stað olíu og er nú unnið af fullum krafti að fullgera búnað þann sem þarf við kola- brennsluna og auk þess að gera þarf geymsluplan fyrir kolin inn á Grundartanga, en þar verður þeim skipað upp. Kolin sem verksmiðjan notar koma frá Hollandi. Kolin eru flutt á stórum skipum frá Banda- ríkjunum til Hollands og þaðan dreyft í smærri skömtum til kaup- enda. Shell olíufélagið sér um að flytja kolin fyrir verksmiðjuna í gegnum Skeljung hf. sem er um- boðsaðili Shell hér á landi. Vetrarvertíð Akranesbáta lauk nýlega og aflahæstur á vetrarver- tíðinni var Haraldur Ak-10, en hann var einnig aflahæstur í fyrra. Skip- stjóri á Haraldi er Kristófer Bjarnason. Næsti bátur var svo Sigurborg Ak-375, en skipstjóri á Sigurborgu er Sæmundur Hall- dórsson. Aflamagn Haraldar var alls 510,6 tonn, en aflamagn Sigur- borgar var 501,4 tonn. Afli bátanna á vertíðinni var með minnsta móti og þar af leiðandi talsvert minni en á síðasta ári. Þó svo að vertíðin nú sé um mánuði lengri en þá. Flestir bátarnir byrjuðu á vetrarvertíðinni í byrjun janúar. Ágúst: Atvinnuleysið á Akranesi virðist alltaf vera mjög svipað yfir alla mánuði ársins. Þann 1. ágúst voru 64 á atvinnuleysisskrá. Sögufélag Borgarfjarðar sendi frá sér í ágúst annað bindi af Ævi- skrá Akurnesinga og tekur það yfir æviskrár þeirra, sem bera nöfn með upphafsstöfunum G-í. Bókin er alls 534 bls. að stærð, þar af 757 myndir á 120 blaðsíðum. Með ævi- skrám Akurnesinga er í fyrsta sinn hafist handa um ritun og útgáfu æviskrá fólks í heilum kaupstað á íslandi. Með þessu verki er því brotið blað í útgáfu ættfræðirita hér á landi. Ritun æviskránna hefur annast Ari Gíslason ættfræðingur á Akranesi. Samkvæmt skráningu í ágúst voru íbúar Akraness um 5500 tals- ins og hefur fjölgað talsvert á liðn- um árum. Vesturgata er fjölmenn- asta gata bæjarins með 432 íbúa, en í öðru sæti er Garðabraut með 318 íbúa, þriðja fjölmennasta gat an er Suðurgata með 246 íbúa. Fámennustu göturnar eru hins- vegar Breiðargata með 7 íbúa og Arnarholt með 3 íbúa. September: Á bæjarstjórnarfundi í byrjun september var samþykkt að veita Sveini V. Garðrssyni um- Fréttaannáll Bæjarblaðsi Badmintonfólk ÍA stóð sig með stakri prýði á árinu. — Mynd: Árni

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.