Bæjarblaðið - 11.10.1984, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 11.10.1984, Blaðsíða 4
Annáll sóknarprests ágúst - september 1984 Atvinnuleysi um mánaðarmót: Minna en oft áður SKÍRNIR: Helgi Már, Ósi, Skilmannahreppi, fæddur 20. maí 1984, skírður 11. ágúst. For.: Ólafur Þorsteinsson og Sigríður Helgadóttir. Helgi Baldur Kjærnested, Eini- grund 8, faeddur 26. maí 1984, skírður 12. ágúst. For.: Jóhann Þór Baldursson og Guðný Helga- dóttir. Daði, Einigrund 6, fæddur 23. maí 1984, skírður 18. ágúst. For.: Jón Brynjólfur Ólafsson og Elín Ingibjörg Daðadóttir. Hermann Ingi, Skagabraut 38, fæddur 3. júní 1984, skírður 26. ágúst. For.: Dagnýr Vigfússon og Halla G. Ingibergsdóttir. Björn, Grundartúni 10, fæddur3. júlí 1984, skírður 9. september. For.: Valdimar Lárusson og Rósa Halldórsdóttir. Einar Berg, Skarðsbraut 17, fæddur 3. ágúst 1984, skírður 15. september. For.: Smári Njálsson og Ólöf Guðmundsdóttir. Þorsteinn, Sunnubraut30, fædd- ur12. júní 1984, skírður16. sept- ember. For.: Gísli Gíslason og Hallbera Jóhannesdóttir. Thelma Sjöfn, Einigrund 6, fædd 22. ágúst 1984, skírð 23. sept- ember. For.: Hannes Fr. Sigurðs- son og Guðný Björk Sturludóttir. HJÓNAVÍGSLUR: 11. ágúst: Ólafur Þorsteinsson og Sigríður Helgadóttir, Ósi, Skil- mannahreppi. 18. ágúst: Gunnar Rúnar Sverris- son og Hrafnhildur Tómasdóttir, Brekkugerði 20, Reykjavík. 18. ágúst: Ingvar Einar Bjarnason og Valgerður Jóndís Guðjóns- dóttir, Birkihvammi 9, Kópavogi. 25. ágúst: Heimir Hallsson og SigþóraÆvarsdóttir, Einigrund 6. 25. ágúst: Jón Pétursson Esju- braut 41 og Anna Karin Lindblom, Skólabraut 20. 1. september: Björn Steinar Sól- bergsson og Hrefna Harðardóttir, Vesturgötu 61. 22. september: Vilhjálmur Elías Birgisson og Þórhildur Björg Þór- isdóttir, Garðabraut 45. 29. september: Þröstur Reynis- son og Sigríður Guðlaug Ólafs- dóttir, Skarðsbraut 9. 29. september: Haukur Arnar Viktorsson og Gyða Jóhannsdótt- ir, Melhaga 11, Reykjavík. JARÐSUNGNIR: 21. ágúst: Þórhallur Sæmunds- son, fyrrverandi bæjarfógeti, Suðurgötu 108, fæddur 24. júní 1897, dáinn 11. ágúst 1984. 24. ágúst: Hörður Berg Ólason, Kalastaðakoti, Hvalfjarðarströnd, fæddur 23. júlí 1984, dáinn 21. ágúst 1984. 5. september: Rögnvaldur Sig- urðsson, vélstjóri, Urðarbakka 6, Reykjavík, fæddur 30. nóvember 1928, dáinn 29. ágúst 1984. í síðasta annál misritaðist nafn á dóttur Páls Ingvarssonar og Hólmfríðar M. Bragadóttur, Laug- arnesvegi 44, Reykjavík. Hún heitir ekki Svava Kristín, heldur Sara Katrín, fædd 15. mars 1984 í Reykjavík, skírð 10. júní. Þá misritaðist einnig í sam- bandi við giftingu Kristjáns Guð- mundssonar og Sigurveigar Run- ólfsdóttur, 16. júní, föðurnafn afa brúðgumans, sem framkvæmdi vígsluna. Hann heitir sr. Guðm- undur Benediktsson. Um síðustu mánaðarmót voru alls 47 skráðir atvinnu- lausir hér á Akranesi. Mikill meirihluti atvinnulausra voru konur, eða39, en atvinnulaus- ir karlmenn voru 8 talsins. Skipting atvinnulausra milli starfsstétta var þannig: Konur: 2 ræstingakonur, 32 verkakonur, 3 verslunarkonur, 2 starfsstúlkur. Karlar: 5 verkamenn, 3 sjómenn. Þessa vikuna hefur hins vegar bæst á skrána starfsfólk Heimaskaga hf., en þar er nú um tímabundna stöðvun að ræða, eins og fram kemur í Bæjarblaðinu í dag. Atvinnuleysisdagar í sept- ember voru alls 1003 og voru atvinnuleysisdagar kvenna 758 en karl Sundlaugarbyggingin til umræðu í bæjarstjórn: Deilt um skipan nefndarinnar Nokkrar umræður urðu um skipan framkvæmdanefndar um byggingu sundlaugar á bæjar- stjórnarfundi 25. september sl. Fyrir fundinum lá tillaga bæjar- ráðs um að nefndin yrði skipuð þannig: Bæjartæknifræðingur, einn fulltrúi tilnefndur af íþrótta- ráði og einn fulltrúi tilnefndur af ÍA. Deilur urðu um það á fundin- um hvort eðlilegt væri að bæjar- tæknifræðingur ætti sæti í nefnd- inni. Hörður Pálsson taldi rétt að í stað bæjartæknifræðings yrði í nefndinni bæjarfulltrúi, en bæjar- tæknifræðingur gæti eftir sem áður sótt fundi sem ráðgefandi aðili. Ingibjörg Pálmadóttir og Ragnheiður Ólafsdóttir tóku undir orð Harðar og töldu að tengsl nefndarinnar við bæjarstjórn yrðu betri með því að hafa bæjarfull- trúa í nefndinni. Guðmundur Vésteinsson sagði að nauðsyn- legt væri að drífa af sundlaugar- málið og það að fara að breyta nefndarskipan myndi aðeins tefja framgang málsins. Að lokum lagði Ragnheiður fram tillögu um að í stað bæjar- tæknifræðings yrði bæjarfulltrúi í nefndinni. Tillagan var samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu. Á móti var Engilbert Guömundsson en Benedikt Jónmundsson og Guðmundur Vésteinsson sátu hjá. Veitingahúsið Stillholt í gömlu mjólkurstöðina: Egill fær leyfi bæjarstjórnar Á fundi bæjarstjórnar fyrir (Gamla mjólkurstöðin). skömmu var tekið fyrir bréf Egils Bæjarstjórn samþykkti fyrir sitt Egilssonar veitingamanns á veit- leyti að veita slíka heimild að upp- ingahúsinu Stillholti, þar sem fylltum kröfum heilbrigðis,- trygg- hann óskar eftir heimild til að fá að inga- og brunamálasamþykkta. reka veitingahús að Garðabraut 2 AKURSHUS Nú er rétti tíminn tii að huga að bygg- ingu fyrir næsta ár. Að Smiðjuvöllum 9 á Akranesi er verk- smiðja okkar á 2700 ferm. - Hér fram- leiðum við timbureiningar í einbýlishús og sumarbústaði og auk þess hurðir, glugga, innréttingar, viðarþiljur og margt fleira. Við sinnum einnig einstökum bygg- ingum. Byggingavöruverslun okkar hefur á boðstólnum flestar þær vörur sem hús- byggjandi þarf á að halda.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.