Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.03.2019, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 14.03.2019, Qupperneq 15
Það var líf og fjör á krílamóti júdó- deildar UMFN sem haldið var í nýrri aðstöðu júdódeildarinnar. Fjölmörg börn á aldrinum fjögurra til ellefu ára tóku þátt í mótinu. Öll börnin voru að stíga sín fyrstu skref í íþrótt- inni og skemmtu sér mjög vel. Í lok móts voru börnin leyst út með verðlaunum og hrósi. Gaman að sjá hvað þjálfarar yngstu þátttakand- anna, Jóel Helgi og Daníel Dagur, hafa unnið frábært starf með þessum hressu krökkum. Einar Haraldsson var endurkjörinn formaður Keflavíkur á aðalfundi fé- lagsins sem haldinn var á dögunum. Á fundinum létu tveir stjórnarmenn af störfum eftir tuttugu ára starf en það voru þeir Birgir Ingibergsson og Sveinn Júlíus Adolfsson, sem hlutu í kjölfarið heiðursgullmerki fyrir störf sín í þágu íþróttanna. Þá var Ólafur Ásmundsson einnig heiðraður með starfsbikar Keflavíkur fyrir mikla sjálfsboðavinnu í þágu félagsins. Í fyrsta skipti er kynjahlutfall aðal- stjórnar Keflavíkur jafnt en þær Jónína Steinunn Helgadóttir og Svein- björg Sigurðardóttir eru nú komnar í stjórn. Kynjahlutfall aðalstjórnar jafnt í fyrsta sinn Stúlkur í sókn Mikil aukning hefur verið hjá júdódeild UMFN undan- farin misseri. Það skemmtilegasta við þessa fjölgun er að svo virðist sem að mikil vakning sé á meðal stúlkna að taka þátt í íþróttinni. Nú er svo komið að fjölgunin er svo mikil að þær hafa yfirtekið einn æfingahópinn og stofnaður hefur verið sérstakur stúlknahópur. Þessi hópur er skipaður stúlkum á aldrinum ellefu til sextán ára allsstaðar af Suðurnesjum. Þjálfarar hópsins, þau Guðmundur Stefán Gunnarsson og Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, eru gríðarlega ánægð og segja að þessi hópur sé skipaður öflugum og sérlega efnilegum einstaklingum. Mikið fjör á krílamóti UMFN Vínbúðin Grindavík óskar eftir starfsmanni í sumarafleysingar Hæfniskröfur • Reynsla af verslunarstörfum er kostur • Jákvæðni og rík þjónustulund • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Almenn tölvukunnátta Helstu verkefni og ábyrgð • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Framstilling á vöru og vörumeðhöndlun • Umhirða búðar Við leitum að jákvæðum og röskum einstaklingi sem er tilbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu. Starfshlutfall er 93,8%. Unnið er annan hvern laugardag. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og sakavottorðs er krafist. Umsóknarfrestur er til og með 28. mars. Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is. Nánari upplýsingar: Guðlaug Íris Margrétardóttir – grindavik@vinbudin.is, 426 8787 og Thelma Kristín Snorradóttir – starf@vinbudin.is, 560 7700. Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum. ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð. Birgir og Sveinn ásamt Einari, formanni Keflavíkur. Ólafur með starfsbikarinn. 15ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 14. mars 2019 // 11. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.