Víkurfréttir - 24.04.2019, Page 2
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
REYKJANESBÆR GRINDAVÍK VOGARGARÐUR
4° 40kg 14° 1250kg 12° 75kg12° 4kg
SPÁÐ ER SENDINGUM
UM ALLT REYKJANESFLUTNINGASPÁ DAGSINS
SANDGERÐI
-20° 150kg
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a,
4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími
421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
// Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir,
sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is //
Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit &
umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími
421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag:
9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00
á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er
á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá
kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift
inn á öll heimili á Suðurnesjum.
Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta,
vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt
fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Reykjanesbær er kominn undir 150% lögbundið skuldaviðmið en rekstrar-
niðurstaða samstæðu nemur 2,3 milljörðum króna. Tekjur jukust á árinu
2018 um 11% og rekstrarniðurstaða bæjarfélagsins er sú besta í sögu þess.
„Ársreikningur Reykjanesbæjar stað-
festir að sveitarfélagið er á góðri leið
með að ná þeim fjárhagslegu mark-
miðum sem stefnt hefur verið að
undanfarin ár. Niðurstaðan er mjög
hagfelld og staðfestir að sú leið sem
ákveðin var í Sókninni var hin rétta
leið,“ segir í bókun meirihluta bæjar-
stjórnar Reykjanesbæjar sem lögð
var fram á bæjarstjórnarfundi 16.
apríl 2019.
Tekjur bæjarsjóðs héldu áfram að
Samningur um áframhaldandi uppbyggingu Jarðvangs á Reykjanesi þar
sem ný þjónustumiðstöð verður reist við Reykjanesvita var undirritaður
í Bláa lóninu í síðustu viku. Það voru þeir Grímur Sæmundssen, forstjóri
Bláa lónsins og Ásgeir Eiríksson, stjórnarformaður Reykjaness jarðvangs
og bæjarstjóri í Vogum skrifuðu undir samninginn fyrir hönd beggja aðila.
Jarðvangurinn er samstarfsverkefni
sem byggist á því að nýta sérstöðu
svæðisins og einstaka jarðsögu þess,
svo sem Atlantshafshrygginn og fleka-
skilin, til verðmætasköpunar.
Bláa lónið hf. og Reykjanes Global
Unesco Geopark standa að baki
verkefninu sem nær yfir allt land
Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar,
Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins
Voga. Auk þess hefur Bláa lónið hf.
stofnað til félags með eina núverandi
ábúanda við Reykjanesvita, Grétu
Súsönnu Fjeldsted.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa
lónsins, segir að lengi hafi verið
skortur á þjónustuaðstöðu á vestan-
verðu Reykjanesi en verði nú bætt úr.
Bláa lónið ætli auk þess að aðstoða við
merkingar svæðisins. Þá muni starfs-
maður á þeirra vegum hafa umsjón
með svæðinu í samstarfi við Jarð-
vanginn. Markmið samstarfsins er
meðal annars að styrkja Reykjanesið
sem áfangastað, stuðla að sjálfbærri
nýtingu, vinna að bestu aðferðum
til uppbyggingar í sátt við náttúru,
bæta þekkingu, viðhorf og verndar-
stöðu jarðminja á svæðunum, hvetja
til nýjunga í náttúrutengdri sköpun
og draga fram og viðhalda menn-
ingararfleifð svæðanna. Lögð verður
áhersla á að koma sérstöðunni á fram-
færi með það að markmiði að upplýsa
gesti um jarðfræðiarfleifðina ásamt
sögu og menningu svæðisins. Um leið
verður reynt að vekja samfélagið til
umhugsunar um þau tækifæri sem
felast í nærumhverfinu til að styrkja
stoðir fjölbreyttrar atvinnustarfsemi,
svo sem ferðaþjónustu, matvælafram-
leiðslu og fleira.
Reykjanesbær kominn undir skuldaviðmið
Ertu búin að skipuleggja
sumarfríið þitt?
Aldís Búadóttir:
„Þetta er bara einhvern veginn
þannig að maður liggur á bæn
um að það komi góður dagur í
sumar og svo er að njóta hans.“
Einar Karl Vilhjálmsson:
„Ég veit hvenær ég fer í sumarfrí
en fríið er óplanað ennþá. Mér
finnst samt líklegt að við förum
til útlanda.“
Helgi Sigurbjörnsson:
„Nei, ekki alveg en ég veit ég fer
í fjóra daga til Köben í sumar.“
Ingibjörg Jónsdóttir:
„Ég ætla að taka á móti fjöl-
skyldu minni frá Danmörku
en þar var ég skiptinemi fyrir
rúmum þrjátíu árum. Þau hafa
komið hingað margoft en nú
ætlum við að skoða Vestfirði.
Svo dveljum við eins og alltaf á
Seyðisfirði en þaðan er ég.
Hápunktur minn á sumrin
er alltaf að fara á Seyðisfjörð,
heim í fjöllin.“
SPURNING VIKUNNAR
Framlínufólk frá báðum aðilum er hér saman á mynd.Frá Reykjanesvita.
Þjónustumiðstöð og frekari
uppbygging við Reykjanesvita
Grímur Sæmundsen frá Bláa lóninu og Ásgeir
Eiríksson, stjórnarformaður Reykjaness
jarðvangs og bæjarstjóri í Vogum, skrifuðu
undir samninginn. VF-myndir/pket.
vaxa og voru 15,6 milljarðar, sam-
borið við 14,4 milljarða á árinu 2017
og jukust því um tæp 11 prósent á
milli ára. Rekstrartekjur samstæðu
voru skv. ársreikningi 23,2 milljarðar.
Rekstrargjöld bæjarsjóðs voru 12,1
milljarður samanborið við 11,7 millj-
arða útgjöld á árinu 2017 og nemur
hækkun gjalda tæpum 4% milli ára.
Rekstrargjöld samstæðu voru skv.
ársreikningi 16,6 milljarðar. Heildar-
skuldir og skuldbindingar samstæðu
námu um 48,5 milljörðum króna og
í efnahagsreikningi bæjarsjóðs voru
skuldir og skuldbindingar 29,1 millj-
arður króna í árslok 2018.
Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs fyrir
afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð
um 3,5 milljarða króna en að teknu
tilliti til þeirra er rekstrarniðurstaða
jákvæð um 2,6 milljarða.
Heildarskuldir og skuldbindingar
samstæðu eru 48,6 milljarðar og
skuldaviðmið er komið niður fyrir
150% viðmiðið og var 137,29% í árslok
2018. Sveitarfélagið er því samkvæmt
nýrri aðferð um útreiknings skulda-
viðmiðs búið að ná undir 150% lög-
bundið skuldaviðmið.
Það má þó gera ráð fyrir að skulda-
viðmið hækki tímabundið þegar
uppsöfnuðu handbæru fé verður
ráðstafað til byggingar Stapaskóla.
Í árslok 2018 ríkir áfram óvissa um
endanlegt virði langtímakröfu Reykja-
nesbæjar í Fagfjárfestingasjóðnum
ORK sem heldur á hlutabréfum í HS
Orku. Það má þó gera ráð fyrir að
einhverjir fjármunir heimtist vegna
sölu á þeim hlutbréfum sem verða þá
nýttir til uppgreiðslu skulda.
„Það er því ljóst að Reykjanesbær
er á réttri leið. Þessi árangur næst
ekki af sjálfu sér og eru starfsfólki
Reykjanesbæjar færðar þakkir fyrir
að sveitarfélagið er að komast á þann
stað að vera eitt af best reknu og sjálf-
bærustu sveitarfélögum á Íslandi,“
segir í bókun meirihlutans.
Frá Reykjanesbæ. Fremst á myndinni má sjá nýja slökkvistöð rísa. VF-mynd: hilmarbragi
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg.