Víkurfréttir - 24.04.2019, Síða 10
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Stapaskóli – aðstoðarskólastjóri
Duus Safnahús – safnfulltrúi
Njarðvíkurskóli – deildarstjóri eldra stigs (7.-10. bekkur)
Akurskóli – starfsmenn skóla
Garðyrkjudeild – sumarstörf fyrir 17 ára og eldri
Hljómahöll – tæknistjóri
Vinnuskólinn – sumarstörf fyrir 8., 9. og 10. bekk
Velferðarsvið – starfsmenn í félagslega
heimaþjónustu
Duus Safnahús – sumarafleysingar
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum
vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru
jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Viðburðir
í Reykjanesbæ
Hljómahöll - viðburðir framundan
Dívur: vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja - 7. maí
Karlakór Keflavíkur ásamt Eyþóri Inga - 14 og 15. maí
Hatrið mun sigra - 29. maí
Nánari upplýsingar og miðasala á hljomaholl.is
Við óskum bæjarbúum og nágrönnum gleðilegs sumars!
Ánægðir unglingar læra í grjónapungum í Holtaskóla
Það er frekar óvenjulegt að koma inn í skólastofu unglinganna í Holtaskóla
því þar blasa við grjónapúðar og sófar en ekki hefðbundin uppröðun borða
og stóla. Þær Marý Linda Jóhannsdóttir og Thelma Björk Jóhannesdóttir,
grunnskólakennarar, kenna íslensku á unglingastigi og vildu breyta
hefðbundinni uppröðun í kennslustofunni til þess að vera í takt við nýja
námskrá. Yfirvöld skólans tóku jákvætt í hugmyndir þeirra og hefur þetta
fyrirkomulag verið í gangi síðan í haust.
Hvað er í gangi hér inni?
„Bylting! Nei, í alvöru þá vildum
við gera þetta að meiri setustofu og
vinnustofu þannig að allir geti valið
sér vinnuaðstöðu sem hentar þeim.
Samkvæmt grunnstoðum Aðalnám-
skrár er þetta ein af þeim til dæmis
með lýðræðið. Við höfum þróað þessa
hugmynd með nemendum 8. til 10.
bekkjar frá því í haust og þau hafa
verið með í að ákveða hvernig stofan
lítur út, hvernig við röðum upp. Nú
er taflan þeirra en við kennararnir
erum staðsettir aftast í stofunni. Þetta
hefur jákvæð áhrif. Þau hafa aðgengi
að töflunni sem þau geta notað sem
vinnutæki ef þau vilja,“ segir Thelma
Björk.
„Við vildum vera í takt við nýja nám-
skrá og búa til þægilegra og afslapp-
aðra námsumhverfi fyrir nemendur á
unglingastigi, byggt á lýðræðislegum
grundvelli,“ segir Marý Linda og
Thelma Björk bætir við: „Þetta er ekki
aðeins hugsað til þess að hjálpa nem-
endum að upplifa nýtt heldur einnig
fyrir okkur kennarana, til að koma
okkur út úr kassanum og yfir í nýja
hugsun út frá uppröðun skólastofu.“
Út fyrir rammann
„Við ákváðum að hugsa út fyrir ramm-
ann, losa okkur við flest það sem til-
heyrir hefðbundnum kennslustofum.
Það er ekki mikið um hefðbundin
borð og stóla, heldur vildum við setja
nýtt inn, sófasett, grjónapúða og
hringborð. Vildum breyta því hvernig
krakkarnir vinna. Bara strax fyrstu
dagana tókum við eftir hvað krakk-
arnir dempuðust niður. Unglinga-
stigið fær að upplifa hvernig það er
að vera í svona stofu á hverjum degi
því hinar stofurnar eru ennþá svona
hefðbundnar,“ segir Marý Linda.
„Ég fer oftast inn í stofuna áður
en nemendur mæta. Þegar skóla-
bjallan hringir þá standa dyrnar
opnar og nemendur koma inn. Þau
ganga inn í rólegheitum, setjast á
sinn stað. Þeim finnst þetta nota-
legt námsumhverfi. Stemningin er
eins og þau séu að mæta til vinnu.
Það er afslappaðra andrúmsloftið.
Áherslan er ekki lengur á valdastöðu
kennarans heldur að við séum að
vinna að sama markmiði. Það er
alltaf ákveðin stefna, þau þurfa að
ná ákveðnu hæfnimarkmiði og þau
vita það,“ segir Thelma Björk.
Færri agamál
„Agamálum hefur fækkað verulega
og nánast þurrkast út, það hefur alla-
vega dregið verulega úr þeim. Ein-
beiting hefur aukist og að þeirra mati
gengur nám betur þar af leiðandi.
Við þurftum einnig að venjast þess-
ari óhefðbundnu uppröðun því við
erum vanar hinu. Þegar þú hugsar
um krakka sem eru heima hjá sér
þá finnst þeim þægilegt að lesa í sóf-
anum. Það er þetta þægilega umhverfi
sem við viljum upplifa. Umhverfið
hentar einnig þeim nemendum sem
eru með mismunandi þarfir eins og til
dæmis ofvirkni, með athyglisbrest eða
einhverfu. Við erum að spegla okkur í
skólum á Íslandi. Þeir sem hafa verið
að gera breytingar á hefðbundna
skólaforminu eru til dæmis Heiðar-
skóli með kósí uppbrotsstofuna þar,
MSS og fleiri,“ segir Thelma Björk.
„Þessi nýja námskrá gerir allt aðrar
kröfur til nemenda og kennara. Nem-
endur þurfa að sýna að þau kunni
námsefnið, sýna fram á hæfni. Þau
læra miklu meira þannig ef hugsunin
er hvernig geta þau nýtt þetta nám?
Tökum sem dæmi þegar þú kannt
kökuuppskrift utanbókar en spurn-
ingin er: „Kanntu að baka kökuna?“
Nýja námsmatið kveikir á innri áhuga
nemenda því þau vita til hvers er ætl-
ast af þeim. Þetta vinnuumhverfi á
jafningjagrunni skiptir alla máli. Þau
eru í vinnu hjá sjálfu sér og leita til
okkar með alls konar mál. Spjald-
tölvurnar eru aðgengilegar fyrir þau
og forvitnin rekur þau áfram þar sem
þau sækja sér upplýsingar. Þau skrifa
einnig í vinnubækur. Við ætlumst til
ákveðins verklags af nemendum. Við
erum alltaf að kenna þeim að axla
ábyrgð og efla sjálfsþekkingu sína.
Þekkja styrkleika sína og veikleika,“
segir Marý Linda.
„Þegar þau venjast þessu þá horfa þau
á markmiðin sín og hvernig þau eiga
að ná þeim. Einstaklingsmiðað nám er
kjarninn. Við förum á milli nemenda
og erum með litla fyrirlestra í minni
hópum. Stundum virkjum við þau til
að kenna hvert öðru, þau læra einnig
mikið þannig. Það er verið að virkja
ábyrgð nemenda. „Hvers vegna erum
við að læra sagnfyllingar?“ spyrja
nemendur. Við leggjum áherslu á
tilgang með náminu. Þetta er eins
og góður vinnustaður og það skapast
ákveðið traust á milli okkar og nem-
endanna,“ segir Thelma Björk.
Hvað finnst nemendum?
„Við ákváðum sjálfar að kanna hvernig nemendum okkar líður í svona
kennslustofu. Kostirnir voru í forgrunni. Þau sögðust upplifa meiri
vinnufrið. Þeim líður betur, eru rólegri og finnst agamálum hafa fækkað.
Minni núningur, minni vanlíðan og meiri vellíðan. Þeim vantaði fleiri
tölvuborð og grjónapúða og úr því var bætt,“ segir Marý Linda.
Meira kósý og betra
– segja þær Amalía Rún Jónsdóttir,
Anna Þrúður Auðunsdóttir og
Steina Björg Ketilsdóttir, nem-
endur í 10. bekk
„Þetta er miklu meira kósý. Já, þegar
aðstaðan er þægileg þá lærir maður
betur. Þægilegra að sitja svona. Já,
klárlega er þetta betra. Stundum
er skemmtilegt að læra. Námsefnið
mætti samt vera skemmtilegra í
íslensku, ekki alltaf þessar gömlu
Íslendingasögur. Of mikið af bókum
og mikið að skrifa. Okkur þætti
gaman að búa til myndbönd og fá
fleiri skapandi leiðir til að kynna
verkefnin okkar.“
Þoli ekki þegar Íslendingar
tala ensku við hvern annan
– segir Þorsteinn Helgi Kristjáns-
son nemandi í 10. bekk
„Þetta er mjög kósý. Ég
hefði ekkert á móti því
að hafa allar kennslu-
stofurnar svona. Mjög
gott að koma hingað
í fyrstu tvo tímana á
morgnana, sitja í þægi-
legum stólum eins og
á grjónapúðunum.
Þetta fer betur með bakið finnst
mér. Persónulega er ég hrifinn af
ljóðum. Íslenska er mjög merkilegt
tungumál, ég fíla Íslendingasögur
líka. Ég þoli ekki þegar Íslendingar
tala ensku við hvern annan. Þetta
er svo ríkt tungumál og fallegt,
mörg orð til um sama hlutinn. Við
höfum varðveitt tungumálið okkar
svo lengi. Íslenskutímarnir eru mjög
skemmtilegir.“
Opin fyrir hugmyndum kennara
– segir Unnar Stefán Sigurðsson
aðstoðarskólastjórinn
„Við erum opin fyrir hugmyndum
kennara sem vilja prófa eitthvað
nýtt, eins og til dæmis að setja upp
svona kennslustofu. Það má alltaf
snúa til baka ef þetta virkar ekki
en við sjáum að þetta gengur vel.
Ég kíki stundum hingað inn og
sé að rýmið hefur jákvæð áhrif á
nemendur. Það er afslappað and-
rúmsloft. Hér stendur kennarinn
ekki fyrir framan töfluna eins og
í hefðbundnum kennslustofum og
nemendur eru hvattir til að taka
ábyrgð á náminu. Mér finnst þær
Marý Linda og Thelma Björk vera
að kveikja í nemendum með þessu
fyrirkomulagi. Ég trúi því að vel-
líðan sé lykillinn að ótal mörgu.
Það er svo mikilvægt að þér líði vel
á vinnustað. Að nemendum líði sem
allra best í skólanum, finni ákveðið
frelsi. Þess vegna erum við opin
fyrir þessu hjá unglingunum. Við
erum með þetta fyrirkomulag hjá
unglingunum í Holtaskóla en ég veit
ekki hvort við gerum þetta á fleiri
skólastigum.“
VIÐTAL Marta Eiríksdóttirmarta@vf.is
Marý Linda Jóhannsdóttir,
grunnskólakennari.
Thelma Björk Jóhannesdóttir,
grunnskólakennari.
10 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg.