Víkurfréttir - 24.04.2019, Page 15
Landsbankinn greiðir 6.000 kr. mótframlag þegar fermingarbörn
leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða í verðbréfa-
sjóð. Ef báðir kostir eru nýttir leggur Landsbankinn því til 12.000 kr.
í mótframlag. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar.
Nánari upplýsingar um sparnað og verðbréfasjóði má nálgast á landsbankinn.is/sparnaður.
Sparaðu og við
hvetjum þig áfram
landsbankinn.isLandsbankinn 410 4000
Dagana 25.–27. apríl næstkomandi
stendur blakdeild Keflavíkur fyrir
gríðarlega stóru verkefni í Reykja-
nesbæ. Þessa daga verður 44. Öld-
ungamót Blaksambands Íslands
haldið í fyrsta skiptið hér í bæ en
mótið er haldið í samstarfi við blak-
deild Þróttar í Reykjavík sem hefur
reynslu af skipulagningu slíkra móta.
Mótið ber nafnið Rokköld 2019 sem er
vel við hæfi þar vsem þvað er haldið í
Rokkbænum sjálfum. Öldungamótið í
blaki er eitt af stærstu íþróttamótum
landsins ár hvert og eru þátttakendur
um 1.400 sem koma alls staðar að af
landinu. Um 165 karla- og kvennalið
mæta og er mótið fyrir 30 ára og eldri.
Vel skipulögð skemmtidagskrá er í
boði fyrir þátttakendur alla keppnis-
daga. Langflestir þátttakendur gista
í bænum frá 24. til 28. apríl og munu
á þeim tíma án efa nýta sér alla þjón-
ustu og afþreyingarmöguleika sem
Reykjanesbær hefur upp á að bjóða.
Mikill vöxtur hefur verið í blak-
íþróttinni hér á landi undanfarinn
áratug en eflaust eru ekki margir
sem vita að blak hefur verið spilað
í Keflavík frá því skömmu eftir að
Íþróttafélag Keflavíkur var stofnað
árið 1969. Lengi vel voru leikmenn
aðallega kennarar en fyrir sex árum
tóku nokkrir áhugamenn um blakí-
þróttina sig saman og stofnuðu blak-
deild Keflavíkur. Á þeim árum hefur
deildin þroskast og dafnað og hefur
barna- og unglingastarfið vaxið sam-
hliða því.
Mikill metnaður hefur verið lagður
í Öldungamót undanfarinna ára
og allt kapp verður lagt á að fram-
kvæmd mótsins fari vel fram þetta
árið þannig að upplifun gesta okkar
af Reykjansbæ verði sem jákvæðust.
Biðjum við því íbúa Reykjanesbæjar
taka vel á móti keppendum og einnig
hvetjum við íbúa til að kíkja á gleðina
sem blakinu fylgir. Leikirnir verða
spilaðir í dúkalagðri Reykjaneshöll
og Blue-höllinni alla keppnisdagana
en úrslitaleikir verða spilaðir í Ljóna-
gryfjunni 27. apríl.
Guðrún Jóna Árnadóttir,
formaður blakdeildar Keflavíkur
Rokköld í Reykjanesbæ!
Hin árlega árshátíð Sandgerðisskóla var haldin fimmtudaginn 11. apríl síðastliðin. Í þetta skipti setti skólinn upp
leiksýninguna Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu „Kikku“ Maríu Sigurðardóttur. Allir nemendur í 1.–6. bekk ásamt
skólahópi leikskólans tóku þátt í sýningunni sem var sú glæsilegasta.
Um kvöldið var svo árshátíð nemenda í 7.–10. bekk. Þar var hver bekkur fyrir sig með fjölbreytt og skemmtileg atriði.
Ávaxtakarfan í Sandgerði
15ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg.