Víkurfréttir - 24.04.2019, Qupperneq 16
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
facebook.com/vikurfrettirehf
twitter.com/vikurfrettir
instagram.com/vikurfrettir
MUNDI
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
TÓMAS BREKI BJARNASON er þrettán ára
nemandi við Grunnskóla Grindavíkur og
hafði í þrjú ár safnað „bítlahári“. Tómas
Breki ákvað svo að nú væri kominn tími á
klippingu en vildi ekki henda síðum lokk-
unum í ruslið.
Tómas var kominn með veglegan makka en á þrettán ára afmælinu
sínu, þann 15. apríl, fór Tómas Breki í klippingu.
„Ég skoðaði á netinu hvort hægt væri að endurnýta það. Ég fann
engan á Íslandi sem tekur við hári en ég fann vefsíðu í Bandaríkj-
unum sem gefur hárkollur til barna sem eru veik.“
Tómas Breki fékk mjög jákvæð viðbrögð við framtakinu sínu. „Já
mikil, fólk er hissa að sjá mig með stutt hár og mörgum finnst þetta
falleg gjöf,“ sagði ungi Grindvíkingurinn sem er stuðningsmaður
Manchester United, elskar sushi og finnst skemmtilegast að vera í
fótbolta, körfubolta og pílu.
Gleðilegt sumar (og þar sem
athugasemdir bárust frá
lesanda, gleðilega páska)!
LOKAORÐ
Örvar Þ. Kristjánsson
Nú er farið að vora all hressilega og
þegar þetta er ritað er sannkallað
íslenskt sumarveður úti, 9 gráður
og grenjandi rigning. Afar notalegt
samt og þessi ilmur í lofti sem kætir
alla. Sumarið í fyrra var reyndar afar
blautt og dapurt en bjartsýnir menn
eins og undirritaður spá sólríku og
góðu sumri núna. Ef sú spá rætist ekki
verða fáir fyrir vonbrigðum því fátt
bregst okkur hér á landi jafn reglulega
og veðurspár, nema þá kannski loforð
stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar.
Þessi spá verður eiginlega að rætast
enda bíður pallaolían ennþá inni í
skúr síðan í fyrra og spurning hvort
þetta renni nokkuð út? Það er með
miklum ólíkindum hvað einn og einn
sólardagur gerir fyrir sálina, núna um
páskahelgina eða réttara sagt annan
í páskum var sól í rúmlega fjóra tíma
og það lifnaði heldur betur yfir öllum,
meira að segja stuðningsmönnum
United! Við fjölskyldan létum t.d.
renna í pottinn á mettíma og það
var hver einasti sólargeisli nýttur,
meira að segja var grillað þrátt fyrir
að veðrið hafi ekki verið neitt spes
seinni partinn þegar grillið var tekið
út. Sólin fyrr um daginn gerði það að
verkum að grillið var vígt við hátíð-
lega athöfn þetta vorið og 120 gramma
hamborgurum (sem þó voru ekki
nema 85 gr. þegar þeir voru teknir úr
umbúðunum) var skellt á grillið. Ótrú-
legt hvað svona börgerar minnka við
það að vera teknir úr umbúðunum,
magnaður andskoti, einn þeirra datt
á milli raufanna á grillinu meira að
segja. Það skyggði þó ekki á gleðina
á heimilinu því þrátt fyrir tveggja
munnbita hamborgarann þá fór
brosið ekki af heimilisfólkinu þegar
grillbragðið lék um munninn.
Úrslitakeppnin í körfuboltanum er
núna á lokametrunum. Karlaliðin úr
Reykjanesbæ féllu úr leik allt, allt of
snemma en Keflavíkurstelpur halda
uppi heiðri bæjarins og eru komnar í
lokaúrslit gegn Val. Staðan í einvíginu
er 1:0 fyrir Valsstúlkum eftir fyrsta
leik og það vakti athygli mína hversu
illa var mætt á þennan fyrsta leik.
Stuðningsmenn liðanna geta betur,
mun betur. Keflavíkurstelpur þurfa
stuðning til þess að koma þeim stóra í
land og eiga hann skilið. Persónulega
hef ég fulla trú á þeim, ætla að spá
þeim sigur eftir oddaleik. Bjartsýnn
að vanda enda þýðir ekkert annað.
Gleðilegt vor!
Vor
Hátíðar- og baráttufundur í Stapa 1. maí 2019
Húsið opnar 13.45
Guðmundur Hermannsson syngur og spilar ljúf lög
Dagskrá hefst kl. 14.00
Setning: Ólafur Sævar Magnússon FIT
Ræða dagsins: Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis
Tónlist og söngur: Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson
Leikfélag Keflavíkur: „Allir á trúnó“
Ungmennakórinn Vox Felix,
stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson
Kaffiveitingar verða í lok fundar
Börnum boðið í Sambíó
Hafnargötu á 1. maí
kl. 14.40 og 15.00 salur 1 og 2
Kynnir dagsins:
Kristján Gunnar Gunnarsson VSFK
1. maí nefndin
1. maí merki verða afhent sölubörnum á skrifstofu félaganna í Krossmóa 4 mánudaginn 29. apríl
„Bítlahár“
Tómasar
þrettán
ára fór í
endurnýtingu