Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.05.2019, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 02.05.2019, Blaðsíða 1
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18 Lambalærvöðvi Í hvítlauks pipar marineringu 1.799KR/KG ÁÐUR: 2.998 KR/KG Rauð vínber 399KR/KG ÁÐUR: 798 KR/KG Grillsagaður frampartur 699KR/KG ÁÐUR: 1.398 KR/KG Kynntu þér helgartilboð Nettó! Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 2. - 5. maí VERÐ- SPRENGJA! -50% -50% -40% SUNNUDAGINN 5. MAÍ KL. 20:30 SUÐUR MEÐ SJÓ Margrét Knútsdóttir er gestur næsta þáttar af Suður með sjó. Margrét gegnir því göfuga hlutverki að vera ljósmóðir, fyrsta manneskjan sem barnið yfirleitt sér þegar það kemur í heiminn. Ekki missa af áhugaverðu viðtali í þættinum Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut. SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA ... og fleiri veitur væntanlegar Aðstandendur og vinir Gísla Þórs Þórarinssonar sem Gunnar Jó- hann Gunnarsson, hálfbróðir hans er grunaður um að hafa myrt, hafa stofnað styrktar- reikning til að safna fyrir kostnaði sem fylgir því að flytja jarðneskar leifar hans til Íslands. Atburðurinn átti sér stað í smá- bænum Mehamn í Finnmörku í Norður Noregi aðfaranótt síðasta laugardags. Þeir eru báðir frá Suður- nesjum. Gunnar Jóhann var í vikunni dæmdur í fjögurra vikna gæsluvarð- hald og einangrunarvist. Hann sagði í færslu á Facebook skömmu eftir atburðinn að hann hafi framið sví- virðilegan glæp en um slys hafi verið að ræða. Bankareikningurinn sem hefur verið stofnaður er í nafni Hans Þórðar- sonar, bróður Gísla, en númerið er 0542-14-000566, kt. 031271-5229. Styrktarreikningur stofnaður fyrir Gísla „Ég segi stundum við verðandi mæður að hætta að googla og leggja frá sér tölvuna. Það getur stundum ruglað þær og valdið þeim kvíða þegar þær eru að leita sér upplýsinga á vefnum. Það eru breyttir tímar en áður fékkstu kannski þessar sömu upplýsingar beint frá mömmu þinni eða tengdamömmu“. Þetta segir Margrét Knútsdóttir, ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún er gestur okkar í þættinum Suður með sjó sem sýndur verður á sjón- varpsstöðinni Hringbraut og á vf.is á sunnudagskvöld kl. 20:30. Margrét leggur einnig áherslu á að nýbakaðar mæður slaki aðeins á þegar kemur að samfélagsmiðlum og þær séu ekki sífellt að rjúfa augn- sambandið milli móður og barns með því að stinga snjallsímanum þar á milli til að taka myndir. Fæðingum á fæðingardeildinni á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja í Reykja- nesbæ hefur fækkað mikið frá því sem var áður. Fæðingar voru áður um 300 á ári en eru í dag um 100. Það skýrist af því að þær konur sem fæða hér suðurfrá eru ekki í áhættuhópi og vilja fæða á náttúrulegan hátt. Verðandi mæður sem eru í áhættuhópi þurfa hins vegar að fæða á Landspítalanum. „Já, við græjum þetta bara sjálfar þegar um eðlilegar fæðingar er að ræða en ef eitthvað kemur upp á þá erum við í góðu sambandi við Landsspítalann,“ segir Margrét m.a. í áhugaverðu viðtali við Suður með sjó á sunnudagskvöld. Tölvur og samfélagsmiðlar trufla verðandi mæður - segir Margrét Knútsdóttir ljósmóðir á HSS í viðtali í sjónvarpsþættinum Suður með sjó Margrét Knútsdóttir ljósmóðir með glænýjan Grindvíking í fanginu. Listahátíð barna í Reykjanesbæ verður sett fimmtudaginn 2. maí en á laugardag 4. maí sameinast hátíðin fjölskyldudegi í bæjar- félaginu. Skemmtilegar list- sýningar sem leikskólabörn og grunnskólabörn hafa unnið verða opnaðar í Duus-húsum þar sem lögð er áhersla á að vinna með efni sem fer til endurvinnslu. Þá verður mjög fjölbreytt dagskrá á laugardaginn 4 . maí en hægt er að sjá hana í Víkurfréttum en einnig á Facebook síðu Lista- hátíðar barna í Reykjanesbæ. Forseti Íslands mun m.a. skoða sýningarnar í Duus. Guðlaug Mar- ía Lewis, deildarstjóri menningar- mála Reykjanesbæjar kíkti inn í býflugnabú barnanna en það er einn af listmunum á sýningu leik- skólabarnanna en búið er gert úr klósettpappírshólkum. VF-mynd: Páll Ketilsson Gulla í býflugnabúinu býður á barnahátíð fimmtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg. S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M ■ A Ð A L S Í M A N Ú M E R 4 2 1 0 0 0 0 ■ A U G L Ý S I N G A S Í M I N N 4 2 1 0 0 0 1 ■ F R É T T A S Í M I N N 4 2 1 0 0 0 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.