Víkurfréttir - 02.05.2019, Page 2
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
REYKJANESBÆR GRINDAVÍK VOGARGARÐUR
4° 40kg 14° 1250kg 12° 75kg12° 4kg
SPÁÐ ER SENDINGUM
UM ALLT REYKJANESFLUTNINGASPÁ DAGSINS
SANDGERÐI
-20° 150kg
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a,
4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími
421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
// Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir,
sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is //
Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit &
umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími
421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag:
9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00
á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er
á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá
kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift
inn á öll heimili á Suðurnesjum.
Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta,
vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt
fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Listahátíð barna í Reykjanesbæ verður sett með pompi og prakt í fjór-
tánda sinn fimmtudaginn 2. maí. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafns
Reykjanesbæjar, allra 10 leikskóla bæjarins, allra 7 grunnskólanna, Tón-
listarskólans, dansskólanna Bryn Ballett Akademíunnar og Danskompanís
og listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Duus Safnahús undirlögð
Duus Safnahús verða undirlögð undir
listsýningar leik-, grunn- og listnáms-
brautar framhaldsskólans sem hafa
unnið hörðum höndum stóran part úr
vetri að verkefnum sínum. Yfirskrift
sýninganna í ár er Hreinn heimur
– betri heimur og hafa krakkarnir
kafað ofan í viðfangsefnið og fræðst
um nýtingu, endurvinnslu, grænu
tunnuna, plastnotkun og fleiri af þeim
brýnu málefnum. Verkefni þeirra
var að sjá fyrir sér hreinni heim –
betri heim og verður áhugavert að
sjá lausnir þeirra settar fram á list-
rænan hátt.
Fjölskyldudagur laugardag
Margt verður til skemmtunar laugar-
daginn 4. maí þegar boðið verður
upp á skemmtilegan fjölskyldudag á
svæðinu í kringum Duus Safnahús og
víðar með listasmiðjum og margvís-
legri skemmtidagskrá. Skessan í hell-
inum verður auðvitað í hátíðarskapi
og hrærir í lummusoppu og býður
gestum og gangandi upp á rjúkandi
lummur og Fjóla tröllastelpa spjallar
við börnin. Auk þess verður skapað
risastórt útilistaverk úr „rusli“, hægt
að taka þátt í ratleik, Sirkus Íslands
kemur í heimsókn, skátarnir grilla
pylsur, boðið verður upp á Fortnite
danskennslu, pop-up leikvöll og leik-
sýningu um Siggu og Skessuna svo
eitthvað sé nefnt.
Á sunnudeginum verða sýningar
áfram opnar auk þess sem sýndar
verða örmyndir barna, á tjaldi í Duus
safnahúsum, en örmyndasamkeppni
fyrir börn fór fram í tengslum við
hátíðina. Verðlaunamyndir úr þeirri
keppni verða einnig sýndar í sjón-
varpsþættinum Suðurnesjamagasín
sem sýndur er á Hringbraut.
Hæfileikahátíð
grunnskólanna
Fimmtudaginn 9. maí fer svo fram
Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa
þar sem úrval stórglæsilegra árs-
hátíðaratriða úr öllum grunnskólum
bæjarins verða sýnd fyrir fullu húsi.
Ýmsir fleiri viðburðir eru á dagskrá
hátíðarinnar sem stendur til 19. maí
og má nálgast upplýsingar um þá á
facebook síðunni Listahátíð barna í
Reykjanesbæ og á vefsíðunni reykja-
nesbaer.is og vert er að geta þess að
ókeypis er á alla viðburði.
Hátíðin er styrkt af Uppbyggingar-
sjóði Suðurnesja.
Inntökualdur barna í leikskólana Gefnarborg og Sólborg í Suðurnesjabæ
verður samræmdur í 18 mánaða frá og með ágúst 2019 og mótaðar verði
nýjar og samræmdar innritunarreglur fyrir leikskóla í Suðurnesjabæ þar
sem m.a. verði ákvæði um aðgengi að leikskólum milli hverfa. Þetta kemur
fram í fundargerð bæjarráðs Suðurnesjabæjar, sem hefur samþykkt að
unnið verði eftir þeim tillögum sem fram koma í minnisblaði sviðsstjóra
fjölskyldusviðs bæjarins.
Þá verði lögð áhersla á að leita leiða til
að efla dagforeldraþjónustu í Suður-
nesjabæ og horft til þess að húsnæðið
Skerjaborg að Stafnesvegi 15 verði
nýtt fyrir slíka starfsemi.
Bæjarráð telur rétt að byggður verði
nýr leikskóli sem komi í stað leik-
skólans Sólborgar og svari þörf eftir
leikskólaþjónustu í Suðurnesjabæ.
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur falið
bæjarstjóra ásamt sviðsstjóra fjöl-
skyldusviðs og sviðsstjóra skipulags-
og umhverfissviðs að hefja undirbún-
ing málsins með það að markmiði að
hægt verði að taka ákvörðun um fram-
kvæmdir við gerð fjárhagsáætlunar
ársins 2020. Jafnframt telur bæjarráð
nauðsynlegt að veitt verði fjármagni
til hönnunar og undirbúnings fram-
kvæmdarinnar og felur bæjarstjóra
að vinna tillögu þess efnis fyrir næsta
fund bæjarrráðs.
Á næstunni verður verkefni er snýr að endurbótum fráveitukerfi Sveitar-
félagsins Voga boðið út. Byggð verður niðurgrafin dælustöð nærri fjörunni
í Akurgerði og lögð s.k. þrýstilögn þaðan sem verður tengd útrás fráveitu-
kerfisins sem liggur um Hafnargötu.
Með þessum úrbótum er ráðist
gegn þeim vanda sem er á svæðinu í
kringum Vogagerði og Akurgerði en
þegar há sjávarstaða er og stórstreymt
skapast á stundum aðstæður sem
verða til þess að það flæðir upp úr
niðurföllum á lægstu stöðum.
Umhverfisdeildin mun vakta þetta
ástand sérstaklega. Í þessari viku
verður t.a.m. fenginn dælubíll til að
hreinsa niðurföllin á svæðinu í þeirri
von að það muni létta á álaginu á lögn-
unum. „Við munum leggja áherslu á
að framkvæmdir við dælustöðina og
lagningu þrýstilagnarinnar geti hafist
svo fljótt sem verða má,“ segir Ásgeir
Eiríksson bæjarstjóri í Vogum.
„Hreinn heimur – betri heimur“
á Listahátíð barna í Reykjanesbæ
Skessan í hellinum býður til fjölskyldudags á laugardag
Átján mánaða gömul börn fái
leikskólapláss í Suðurnesjabæ
Lagfæring á fráveitu í Vogum í undirbúningi
SUNNUDAGINN 5. MAÍ KL. 20:30
SUÐUR MEÐ SJÓ
Margrét Knútsdóttir er gestur næsta þáttar af Suður með sjó.
Margrét gegnir því göfuga hlutverki að vera ljósmóðir,
fyrsta manneskjan sem barnið yfirleitt sér þegar það kemur í heiminn.
Ekki missa af áhugaverðu viðtali í þættinum
Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut.
SUÐUR MEÐ SJÓ
Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA
... og fleiri veitur væntanlegar
Verkfærum fyrir hundruð þúsunda stolið
Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum
um helgina og verkfærum að verðmæti 300–350 þúsund stolið.
Áður hafði verið brotist inn á verkstæði og þaðan stolið talsverðu af verk-
færum, einkum hleðsluborum. Hafði útidyrahurðin verið spennt upp og
sá eða þeir sem þar voru að verki komist inn með þeim hætti.
Lögreglan rannsakar málin.
Þrettán ára piltur á vespu ók á bifreið
Réttindalaus piltur er ók vespu, sem á sátu tveir piltar til viðbótar, gegn
einstefnu í Keflavík um helgina endaði för sína og félaga sinna með því
að aka á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt.
Vespan sem pilturinn, sem er aðeins þrettán ára gamall ók, var án hraða-
takmarka og jafnframt ótryggð. Piltarnir þrír sluppu ómeiddir svo og öku-
maður bifreiðarinnar sem ekið var á. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti
atvikið til forráðamanna drengjanna og til barnaverndar.
Rúmlega tuttugu ökumenn verið kærðir
Rúmlega tuttugu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á
Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 146
km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.
Jafnframt voru höfð afskipti af allmörgum ökumanna vegna gruns um
vímuefnaakstur eða önnur brot í umferðinni svo sem akstur án ökuréttinda.
Af fjórum ökumönnum sem óku sviptir ökuréttindum var einn sem lög-
regla stöðvaði nú í þriðja sinn af þeim sökum.
Jafnframt voru skráningarnúmer fjarlægð af fimm bifreiðum sem voru
óskoðaðar eða ótryggðar.
Börn fundu tvo amfetamínpoka
Tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum nýverið þess efnis að ellefu
ára börn hefðu fundið tvo poka með hvítu dufti utandyra í umdæminu.
Reyndist vera um meint amfetamín að ræða og var það afhent lögreglu.
Þá komu lögreglumenn sem voru við eftirlit auga á hóp pilta fyrir utan
bifreið á vegslóða. Fát kom á piltana þegar rætt var við þá og mikla kanna-
bislykt lagði frá þeim. Þá komu lögreglumenn auga á logandi kannabis-
vindling í grasinu hjá þeim.
Piltarnir voru færðir til viðræðu á lögreglustöð. Haft var samband við
forráðamenn þeirra og tilkynning send til barnaverndarnefndar.
DAGBÓK LÖGREGLUNNAR
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.