Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.05.2019, Síða 6

Víkurfréttir - 02.05.2019, Síða 6
Aldingarður æskunnar var formlega tekinn í notkun á Sumardaginn fyrsta við skrúðgarðinn í Keflavík. Nokkur ungmenni gróðursettu fyrstu plönturnar undir leiðsögn stjórnarfólks úr Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands. Þetta nýja verkefni verður unnið í samvinnu garðyrkjustjóra Reykja- nesbæjar og leikskóla sveitarfélags- ins varðandi skipulag, ræktun og umhirðu reitsins auk viðburða sem tengjast ræktunarstarfi í þágu æskunnar. Meðal þess sem ræktað verður í reitnum eru berjarunnar og ávaxtatré en auki almennings hefur aukist á slíkri ræktun. Nú þegar fer fram vísir að slíku ræktunarstarfi á leikskólanum Tjarnarseli, elsta leik- skóla Reykjanesbæjar. Hugmyndin er kannski fyrst og fremst sú að vekja athygli æskunnar á ræktun og einnig því góða starfi sem fer fram á leikskólum bæjarins en á einum þeirra er ræktun hluti af starfinu. Suðurnesjadeild Garðryrkjufélagsins er virk og hún hefur verið að vekja athygli á ræktun með fræðslu til Suðurnesjamanna. Það hefur gengið nokkuð vel. Hér erum við í þessum nýja gróðurreit að sá ungviðinu, fræj- unum sem síðan vaxa og taka við. Það er hugmyndin með þessum garði. Við settum niður fjögur aldintré og tvo berjarunna en aldin á að vísa til ungviðisins okkar og framtíðarinnar,“ sagði Konráð Lúðvíksson, formaður Garðyrkjudeildarinnar en hann hefur verið duglegur í margs konar ræktun á svæðinu og þykir vera með afar grænar hendur. Við sýndum myndir frá vígslu garðs- ins og viðtal við Konráð í Suðurnesja– magasíni vikunnar. Hvar ætlarðu að vinna í sumar? Hjörtur Sölvi Steinarsson „Mögulega í Noregi við smíðar, ég er með lögheimili þar en langaði að klára framhaldsskólann hérna því ég skil tungumálið miklu betur hér.“ Martyna Davia Kryszewska: „Í Serrano og Bónus. Ég hlakka til því þetta eru flottir vinnu- staðir.“ Þorvaldur Máni Danivalsson „Ég verð að vinna í flugeld- húsi Icelandair og ég er dálítið spenntur að fá pening og vona að það verði gaman að vinna þarna.“ Jane María Ólafsdóttir „Ég er búin að sækja um á nokkrum stöðum en mig langar mest að vinna í Nettó eða Bónus.“ SPURNING VIKUNNAR Aldintré og berjarunnar í Aldingarði æskunnar Frá fyrstu gróðursetningunni í Aldingarði æskunnar í Keflavík. Jóhann F. Friðriksson, forseti Bæjarstjórnar Reykjaensbæjar með ungmennum í Aldingarðinum. VF-myndir/pket. Konráð Lúðvíksson, formaður Garðyrkjudeildarinnar og Eysteinn Eyjólfsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs takast í hendur eftir vígslu garðsins. Umhverfisdagur Íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur verður mánudaginn 6. maí. Stjórnarmenn deilda, iðkendur og aðrir velunnarar félagsins koma saman og taka til í sínu nærumhverfi. „Það er okkar markmið að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu snyrtileg og okkur til sóma. Viljum við því sýna gott fordæmi með því að efna til umhverfisdags innan félagsins þar sem stjórnarmönnum og öðrum félagsmönnum gefst kostur á að koma og leggja sitt af mörkum. Viljum einnig beina þeim tilmælum til okkar stuðningsmanna og annarra velunnara sem koma og styðja við bakið á iðkendum um ganga ætíð vel um íþróttasvæðin „Hreint land fagurt land“, sagði Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur. Dagskráin: 17:30-19:00. Mæting í félagsheimilinu okkar Sunnubraut 34 kl. 17:30. Deildir taka til í sínu umhverfi: Aðalstjórnin tekur til í kringum Hringbraut 108 Knattspyrnudeild tekur til á Hringbrautarsvæðinu kringum knattspyrnuvöllinn Körfuknattleiksdeild tekur til í kringum íþróttahúsið við Sunnubraut Fimleikadeild tekur til í kringum Íþróttaakademíuna Sunddeild tekur til í kringum Sundmiðstöðina Badminton- og blakdeild tekur til í kringum Heiðarskóla Taekwondodeild tekur til í kringum svæðið sitt að Iðavöllum Skotdeild tekur til á sínu svæði í Heiði Höfnum Endað með grillveislu í félagsheimili um kl. 18:30 þar sem boðið er upp á hamborgara og gos. Umhverfisdagur Keflavíkur Ungmenni gróðursettu tré og berjarunna. SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA ... og fleiri veitur væntanlegar 6 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.