Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.05.2019, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 02.05.2019, Blaðsíða 9
Suður með sjó er ný þáttaröð hjá Sjónvarpi Víkurfrétta. Með hækkandi sól sýnum við næstu vikurnar viðtöl við Suðurnesjafólk sem hefur skarað fram úr á ýmsum sviðum, segja frá lífsreynslu sinni eða eru að gera áhugaverða hluti hér heima eða annars staðar. Við ætlum líka að fá Suðurnesjafólk í spjall í stúdíó Víkurfrétta þar sem við ræðum um málefni líðandi stundar, heit og köld. Suðurnesjamagasín heldur áfram sínu striki en nýr þáttur er frumsýndur á fimmtudagskvöldum kl. 20.30 á Hringbraut og vf.is. Í þáttunum er lögð áhersla á mannlífið á Suðurnesjum í sinni víðustu mynd, atvinnulífið, íþróttirnar og alla menninguna. SUNNUDAGINN 5. MAÍ KL. 20:30 SUÐUR MEÐ SJÓ LJÓSMÓÐIRIN MARGRÉT KNÚTS FIMMTUDAGINN 2. MAÍ KL. 20:30 SUÐURNESJAMAGASÍN Margrét Knútsdóttir ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er gestur næsta þáttar af Suður með sjó. Margrét gegnir því göfuga hlutverki að vera ljósmóðir, fyrsta manneskjan sem barnið yfirleitt sér þegar það kemur í heiminn. Ekki missa af áhugaverðu viðtali í þættinum Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut. SUÐUR MEÐ SJÓ og SUÐURNESJAMAGASÍN má sjá á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ. Allt efni þáttanna er einnig á Youtube- og Facebook-síðum Víkurfrétta. MEÐAL EFNIS Í NÆSTA SUÐURNESJAMAGASÍNI • Aldingarður æskunnar • Rokkað blak í Reykjanesbæ • Barnamenningarhátíðin • Kvennakór tekur lagið SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA ... og fleiri veitur væntanlegar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.