Víkurfréttir - 02.05.2019, Page 11
Þegar þeir Kristján og Guðbrandur eru
spurðir út í ástæður þess að þeir hafa
sagt skilið við verkalýðshreyfinguna
eru þeir ekki að leyna því að þeir eru
ekki á eitt sáttir með stöðu mála hjá
forystunni í hreyfingunni.
Kristján: „Ég tók þessa ákvörðun fyrir
þremur árum að nú færi þetta að verða
ágætt. Maður er að verða 65 ára gamall
á þessu ári og mér fannst tímabært að
hætta hjá Verkalýðsfélaginu en ég ætla
að vona að ég finni mér eitthvað annað
að gera. Ég er mjög sáttur þegar ég hverf
núna frá þessu. Félagið okkar er mjög
stöndugt í dag bæði félagslega og fjár-
hagslega. Ég kom mjög skyndilega að
félaginu á sínum tíma, fór beint í djúpu
laugina án þess að hafa kút eða kork.
Ég vil að sú sem tekur við af mér fái
mýkri lendingu og ég mun vera hennar
innan handar eitthvað áfram. Það var
mjög dýrmætt á sínum tíma þegar ég
fékk að starfa með Gvendi Jaka en sá
veruleiki er ekki í dag, þetta er meira
útflatt í dag. Breytingarnar sem eru að
verða í verkalýðshreyfingunni eru ekki
allar að mínu skapi og því tímabært að
hætta. Nú tekur við fyrsta konan Guð-
björg Kristmundsdóttir við formennsku
í VSFK eftir rúmlega rúmlega 85 ár og
tímabært að breyta til.“
Guðbrandur: „Engin spurning að það
hafði mjög mikil áhrif á mig þessi læti
í félaginu í fyrra og okkur öll sem störf-
uðum fyrir Verslunarmannafélagið. Við
fengum á okkur ágjöf sem við áttuðum
okkur ekki á hver væri. Þá sá ég það
bara að ég var talsvert umdeildur og
að ákveðinn hópur var ekki hliðhollur
mér. En við stóðum það af okkur og
þetta mótframboð var dæmt ógilt. Um-
ræðan í framhaldinu var mjög rætin og
í framhaldi af ógildingu mótframboðs
var krafist félagsfundar þar sem menn
létu ansi hreint ófriðlega en ég var sem
betur fer með mjög færan fundarstjóra.
Ég var eltur út í bíl eftir fundinn og það
var hringt í konuna mína og henni sagt
að það væri setið um mig. Við sem störf-
uðum fyrir félagið vorum meðal annars
öll kölluð kynþáttahatarar. Þetta gerði
það að verkum að ég fór bara að skoða
stöðu mína. Ég og Gunnar Páll Páls-
son, fyrrverandi formaður VR, höfðum
áður skoðað möguleika á sameiningu
félaganna, VS og VR en svo féll hann í
hruninu og þessar hugmyndir settar í
salt og talsvert róstur hefur verið í VR
síðan þá. Ég ákvað, í kjölfar þessa ófriðar
í félaginu, að dusta rykið af þessari hug-
mynd því það er ákveðin samleið í því að
reka félögin saman, vinnusvæðið orðið
eitt, meiri slagkraftur. Það er fjöldi út-
lendinga starfandi hér og við þurfum
að bregðast við með öðrum hætti. Við
þurfum að halda utan um þetta á allt
annan veg en áður. Félagsmenn voru
spurðir og niðurstaðan var að fólk vildi
sameina félögin. VR bauð mér og öllum
öðrum vinnu en svo kemur það bara í
ljós að ný verkalýðsforysta er á annarri
vegferð en margir, þar á meðal ég vorum
á. Mín prinsipp náðu ekki fram og þá
var rétt að aðrir tækju boltann og ég
sagði af mér. Ég er kominn út úr þessu
en hefði kannski viljað fara út úr þessu
við einhverjar aðrar aðstæður en ég er
bara þeirrar gerðar að ég stend og fell
með mínum prinsippum. Staðan var
bara þessi að ég hafði ekki hljómgrunn
í meirihluta verslunarmanna á Íslandi
sem er VR.“
Kristján:„Þessi svokallaða nýja verka-
lýðshreyfing er ekki alveg öll svo ný en
vissulega eru aðrar nálganir og önnur
vinnubrögð hjá henni. Bubbi vitnar
í samning sem hann sat með í hönd-
unum og var um það bil að landa hjá
verslunarmönnum en sá samningur
var jafnvel betri en sá sem búið er að
landa núna. Framkoman, umgengni við
fólk og vinnuaðferðir hjá nýrri verka-
lýðshreyfingu eru ekki fólki bjóðandi;
Valdið er mitt, ég ræð, ég má, ég á.“
Guðbrandur: „Við vorum að reyna að
fylgja ákveðinni hugmyndafræði. Menn
gerðu hér þjóðarsátt á sínum tíma í
kringum 1990. Hún var gerð af mönnum
eins og Guðmundi Jaka, þegar menn
gáfust upp á gömlum baráttuaðferðum
sem skiluðu engu nema gengisfellingu
daginn eftir. Það sem að við ákváðum,
þessi gamla íhaldssama hreyfing sem nú
er nánast öll að fara, var að skoða hvað
við værum að gera öðruvísi en þau á
Norðurlöndum? Þau eru alltaf að semja
um miklu minni launabreytingar en þeir
fá alltaf meiri kaupmáttaraukningu út
úr því. Við ákváðum að fara að skoða
það og höfum verið að því í mörg ár.
Fyrir það höfum við fengið bágt fyrir
af mörgum þeim sem tilheyra hinni
svokallaðri nýju verkalýðsforystu. Þau
hafa talað þannig að við værum að taka
samningsréttinn af stéttarfélögunum.
Menn hafa talað mjög hatrammlega
gegn mönnum sem hafa leitt þessa að-
ferð sem kölluð var Salek. Við áttum nú
frábæran forseta Alþýðusambandsins,
Gylfa Arnbjörnsson en hann var nánast
tekinn af lífi. Við Kristján erum hluti af
hópnum sem studdi hann og unnum
með honum en sá hópur er svona smátt
og smátt að hverfa. Við töldum eðlilegt
að skoða leiðir til að færa fólki auk-
inn kaupmátt. Við náðum verðbólgu
á sínum tíma niður fyrir 2% í kjara-
samningum árið 2013 því við fórum í
allsherjar aðgerðir í framhaldinu, við
töluðum við verslanir og fengum þær
til að hækka ekki vöruverð. Við vorum
úthrópuð fyrir þetta þegar við vildum
innleiða norræna módelið hér á landi
sem byggir á því að finna út hvað landið
þolir án þess að skaða samkeppnishæfni
þess og síðan er samið í samræmi við
það. Svona gera þeir þetta á Norður-
löndum. Ef fyrirtækin þola 3% launa-
hækkun þá hækka launin þar um þá
prósentu til dæmis. Nú er ágreiningur
um þessa aðferð á milli þessa nýja hóps
sem tekinn er við og okkar. Þess vegna
finnst mér auðveldara að fara.“
Hvað er framundan?
Kristján: „Við erum báðir hoknir af
reynslu. Ég er búinn að segja Bubba
það allan tímann, að hann eigi að fara
í landsmálapólítík næst en ég ætla ekki
að spreyta mig á því sjálfur. Ég ætla að
vera kosningastjóri hjá Bubba þegar
hann fer á þing, ég er til í það.“
Guðbrandur: „Ég hef aldrei vitað hvað
ég ætlaði að verða þegar ég yrði orðinn
stór. Þannig hefur líf mitt verið. Ég fór til
dæmis í tölvunám og ætlaði að vinna við
tölvur en það varð aldrei. Ég er auðvitað
í bæjarpólítikinni og ég hef brunnið
fyrir því. Ég ætla að halda áfram að hafa
skoðanir og sjá hvað tíminn leiðir í ljós.
Bæjarmálin geta tekið mikinn tíma og ég
ætla að einbeita mér betur að þeim. Ég
er líka kominn inn í stjórn HS Veitna og
ég ætla að sinna því eins og ég get. Svo
er ég tónlistarmaður og ætla ekkert að
hætta því. Við erum núna að fara að út-
búa næstu Ljósanæturtónleika en ég er
einn af aðstandendum Með blik í auga,
og það tekur marga mánuði að undirbúa
slíkan tónlistarviðburð. Svo ætla ég að
sinna mér og mínum, fjölskyldunni. Ég
var að eignast litla afastelpu og það er
bara nóg að gerast.“
„Plató sagði, að það verði aldrei vel
stjórnað fyrr en þeir stjórna sem vilja
ekki stjórna. Plató er þá arkitektinn
þinn Bubbi. Sjálfur ætla ég að fara að
hitta fjölskylduna mína, barnabörnin og
sinna þeim. Njóta lífsins. Ég er búinn
að skipuleggja ferðalög í sumar en ef
einhver vill nota mig og gefa mér tæki-
færi þá skoða ég það með opnum hug.
Ég ætla að vera þeim innan handar hjá
Verkalýðsfélaginu, vera kaldur á kant-
inum og til staðar út árið.“
Þeir eru báðir hoknir af reynslu þegar þeir yfirgefa sviðið núna sem leiðtogar stéttarfélaga hér á Suðurnesjum. Guðbrandur Ein-
arsson, fyrrum formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og Kristján Gunnarsson, fyrrum formaður Verkalýðs- og sjómanna-
félags Keflavíkur hættu nýlega eftir áratuga störf hjá sínum félögum. Víkurfréttir ræddu við kappana um verkalýðsbaráttuna og
breytingar í henni, mál sem tengjast atvinnumálum á Suðurnesjum, brotthvarf Varnarliðsins og áhrif þess og loks af hverju þeir
ákváðu báðir á þessum tímapunkti að hætta. Marta Eiríksdóttir, blaðamaður settist niður með þeim Kristjáni og Guðbrandi en
þeir kynnust fyrir margt löngu þegar sá síðarnefndi gekk í Alþýðuflokkinn í Keflavík.
- segja fyrrverandi leiðtogar tveggja stærstu stéttarfélaganna á Suðurnesjum, þeir
Kristján Gunnarsson formaður VSFK og Guðbrandur Einarsson, formaður VS
Verðum að vera víðsýn
því allt er að breytast
Það er ekki hægt að hitta þá félaga
öðruvísi en að ræða Varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli en það var stærsti
vinnustaður á Suðurnesjum í hálfa öld.
Guðbrandur: „Við þurftum oft að glíma
við ameríska herinn. Það störfuðu
þúsundir manna fyrir Varnarliðið og
maður sótti launabreytingar uppi á
Velli í gegnum svokallaða Kaupskrár-
nefnd sem var nefnd á vegum ríkisins.
Þá þurfti maður að rökstyðja það að
starfsfólkið ætti rétt á launahækkun
með því að taka saman hagtölur hérna
niðri í bæ.“
Kristján: „Já eða þegar ég fann gröfu-
mann í Grímsey sem hafði hærri laun
og þá fengu strákarnir á Vellinum launa-
hækkun. Það var samt skelfileg fyrir-
litning sem var meðal annars í Verka-
lýðshreyfingunni á þessu Vallarsvæði
og á þessu herbraski okkar. Ég þurfti
nú mjög oft að minna menn á það, að
herinn þurfti að skipta dollurum til að
borga íslensku starfsfólki þarna uppfrá,
að hver einasti maður var að vinna fyrir
grjóthörðum gjaldeyri. Þessir dollarar
voru ekkert öðruvísi en þessir dollarar
sem við vorum að fá fyrir fiskinn. Svo
var verið að leggja allskonar hömlur
á Varnarliðið og banna Varnarliðs-
mönnum að ferðast í landinu okkar,
furðulegt alveg, því á sama tíma var
verið að tala um að byggja upp ferða-
mannaiðnaðinn. Ég veit það ekki en
mér líkaði alla tíð vel við að vinna fyrir
Varnarliðið, það voru alls konar kúnstir í
kringum þá samninga en þarna var fólk
mjög vel launað. Það var í raun stærsta
áfallið okkar í atvinnusögunni að missa
Varnarliðið í burtu árið 2006 en við
vorum náttúrulega búin að upplifa hrun
hérna áður í gegnum kvótakerfið. Það
var samt rosalegt áfall þegar herinn fór
endanlega. Við vorum svo sem byrjuð
að finna fyrir því nokkrum árum áður
því þeir voru farnir að draga úr starf-
seminni þarna uppfrá í nokkur ár.“
Guðbrandur: „Þetta var rosalegt áfall
þegar herinn fór. Við erum auðvitað í
æfingu þegar hrunið verður árið 2008
en þegar þú ert veikur fyrir og verður
fyrir öðru áfalli þá ertu kannski ekkert
rosalega sterkur.“
Kristján: „Við Suðurnesjamenn vorum
voðalega ein með brottför hersins og
fundum ekki fyrir mikilli hjálp frá sam-
félaginu. Við urðum að fara í það að
spjara okkur sjálf og fórum í samstarf
við Reykjanesbæ og fleiri til að útvega
fólki vinnu. Við fylgdum því eftir að
hver einasti starfsmaður fengi starf
eftir atvinnumissinn á Vellinum eða
kæmist á bætur. Þá var Árni Sigfússon
bæjarstjóri, mjög duglegur og í farar-
broddi, hann á mikið hrós skilið fyrir
það. Sú aðgerð heppnaðist mjög vel.“
Guðbrandur: „En árið 2008 er Reykja-
nesbær ekki í sterkri stöðu og heldur
ekki mörg fyrirtæki á svæðinu. Brott-
hvarf Varnarliðsins gróf undan starf-
semi margra fyrirtækja og fyrstu þrjú
árin eftir hrun fóru ótrúlega mörg fyrir-
tæki á hausinn hérna, urðu bara gjald-
þrota. Árið 2009 lýsti ég fleiri kröfum
í gjaldþrotabú en ég hafði gert allan
tímann sem ég vann hjá Verslunar-
mannafélaginu, bara á einu ári. Það voru
mörg fyrirtæki sem reyndu að halda í
starfsmenn sína, öll af vilja gerð, minnka
starfshlutföll og hagræddu í rekstri til
að þurfa ekki að segja upp fólki,“ segir
Guðbrandur. Kristján tekur undir það og
segir: „Við erum hér Íslandsmeistarar í
atvinnuleysi frá 1992 fram að hruni og
fórum ekki að rétta úr kútnum fyrr en
fyrir svona fjórum árum en því miður
erum við búin að ná þessum titli aftur.“
NÝ VERKALÝÐSHREYFING ER Á ANNARRI VEGFERÐ
Hvernig sjáiði framtíð Suðurnesja?
Kristján: „Hefði ég verið spurður fyrir tuttuguogfimm
árum síðan þá hefði ég sagt að það er skynsamlegt að
sameina meira, sameina sveitarfélög. Það hlýtur að
vera þróunin því þar liggur styrkurinn. Þetta kostar
peninga að hafa margar bæjarstjórnir.“
Guðbrandur: „Það er ekki endilega gott að hafa eitt
sveitarfélag ef það hefur ekki góða stefnu. Við hjá Reykja-
nesbæ erum þessa dagana í stefnumótun og höfum
verið að vinna þetta verkefni með ráðgjafafyrirtæki
sem við fengum til liðs við okkur. Við höfum meðal
annars haldið fund í Stapa þar sem við fylltum húsið
af fólki í heilan dag, slembiúrtak íbúa og þar spurðum
við fólkið hvernig það vildi sjá bæinn okkar þróast.
Fljótlega kemur niðurstaða af þessum fundi og allri
þessari vinnu, yfirskrift sem mun lifa áfram og ég vil sjá
hana því mig langar að heyra hvað íbúar vilja. Ég vil sjá
fólkið í þessum bæ hafa það gott, að við lifum öll saman
í sátt og samlyndi. Mér finnst „þessir útlendingar“ eins
og fólk segir stundum, ekki vera ógnun, þeir auka víð-
sýni okkar. Þeir fjölga tækifærum okkar. Heimurinn er
að breytast. Ég var einu sinni útlendingur í Svíþjóð og
Svíar tóku vel á móti mér. Ég vil taka vel á móti íbúum
af erlendu bergi. Þeir eru að bæta samfélagið okkar,
við eigum að vera víðsýn, horfa til framtíðar og þora að
breyta samfélaginu okkar. Okkar bíða bara tækifæri.“
Kristján: „Ég horfi fram á veginn og er bara bjartsýnn og
jákvæður. Ég féll algjörlega fyrir þessum hluta landsins
þegar ég flutti hingað frá Reykjavík í kringum 1970. Ég
ólst þar upp í níu systkina hópi í verkamannafjölskyldu.
Ég byrjaði snemma í pólítíkinni og var svo heppinn að
fá að starfa með góðu fólki. Ég er svo ánægður að heyra
það núna að við erum komin undir skuldaviðmið hjá
Reykjanesbæ, lóan er komin og sumarið er líka að koma.
Þetta var svo jákvætt og flott, bara eins og þetta hefði
verið skipulagt,“ segir Kristján að lokum með bros á vör.
OKKAR BÍÐA BARA TÆKIFÆRI
STÆRSTA ÁFALLIÐ ÞEGAR VARNARLIÐIÐ FÓR
11 f immtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
VIÐ
TA
L M
ar
ta
E
irí
ks
dó
tt
ir
m
ar
ta
@
vf
.is