Fréttablaðið - 19.08.2019, Page 1

Fréttablaðið - 19.08.2019, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 9 1 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 1 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 Fréttablaðið í dag SKOÐUN Opinberir starfsmenn snæða opinberan hádegisverð í opinberum mötuneytum dag hvern, skrifar Hildur Björns- dóttir. 10 SPORT Kvennalið Selfoss í knattspyrnu varð bikar- meistari í fyrsta skipti í sögu félags- ins. 16 LÍFIÐ Edrúmennskan kom hljómsveitinni Motorfly aftur saman. 26 PLÚS 3 SÉRBLÖÐ l FÓLK l  FASTEIGNABLAÐIÐ l SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Bæjarhátíðarskraut! Vatnsheldar fánalengjur ofl. Sendum samdægurs Opnum snemma – lokum seint 15 verslanir um land allt A ct av is 9 1 1 0 1 3 Omeprazol Actavis 20 mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is NÁTTÚRA Skógræktin gagnrýnir hugmyndir stjórnvalda um þjóð- garð á miðhálendinu. Í þeim felist að eyðisandar séu varðveittir og því verði ekki hægt að rækta upp örfoka mela og snúa við jarðvegseyðingu innan mögulegs þjóðgarðs. Í athugasemdum Skógræktar- innar til stjórnvalda er gagnrýnt að höfuðáhersla nýs þjóðgarðs verði að varðveita núverandi ástand gróðurs og eyðisanda á hálendi Íslands. í hugmyndum ráðherra um þjóð- garðinn séu eyðisandar taldir sér- stæð náttúrufyrirbæri og að þeir séu einkennandi fyrir miðhálendi Íslands. Verndarmarkmið garðsins sé því að vernda „lítt snortin víð- lendi“, eins og það sé kallað. „Hálendi Íslands var að stórum hluta vel gróið fyrr á öldum og ósjálfbær landnýting orsakaði jarð- vegseyðingu á stórum hluta hálend- is landsins. Víða má enn finna birki, víði og reynivið langt inni á hálendi sem sýnir glöggt hversu útbreiddir skógar voru fyrr á tímum á hálendi Íslands,“ segir í umsögn skógrækt- arinnar. Því spyrji forsvarsmenn Skóg- ræktarinnar og Landgræðslunnar sig hvernig hugsað sé að fara með þau svæði hálendisins sem séu illa farin vegna gróðureyðingar og þurfi uppgræðslu. Ef markmiðið er að vernda þau í því óviðunandi ástandi. „Stór svæði hálendisins voru áður gróin. Á að vernda þau sem kolefnis- losandi eyðimerkur eða á að hefja þau til fyrri vegs og virðingar?“ spyr Pétur Halldórsson, upplýsingafull- trúi Skógræktarinnar. „Skógræktin leggur til að í stað þess að setja á fót einn risastóran þjóðgarð sem óvíst sé að fái fjár- magn til að sinna verkefnum sínum verði byrjað á því að stækka Vatna- jökulsþjóðgarð með því að bæta við hann þeim svæðum á miðhá- lendinu sem brýnast er að vernda,“ segir Páll. Endurheimt lífríkis, skóga og gróðurs er lögbundið hlutverk Skógræktarinnar. Hins vegar hafa slík verkefni ekki verið áberandi í markmiðum friðlýstra svæða. – sa Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. Pétur Halldórs- son, upplýsinga- fulltrúi Skóg- ræktarinnar. SAMFÉLAG Blindrafélagið berst fyrir auknu ferðafrelsi leiðsöguhunda. „Við höfum keypt leiðsöguhunda og fært ríkinu að gjöf. En fjögurra vikna einangrun í hvert skipti við komuna til landsins er óásættan- leg,“ segir formaður félagsins, Sigþór U. Hallfreðsson. Fjallað er um 80 ára afmæli Blindrafélagsins í Tímamótum í dag. – ds / sjá síðu 20 Vilja frjálsari för leiðsöguhunda Leiðsöguhundurinn Labbi leiðir fram hjá hindrunum og hættum. Fleiri myndir ofan af Oki er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS Fulltrúar yngri kynslóðarinnar voru fengnir til að festa minnismerkið um jökulinn fyrrverandi Ok. Rúmlega hundrað manna hópur gekk upp á fjallið í gær og voru fulltrúar fjölmargra erlendra fjölmiðla viðstaddir. Héldu Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, ræður. Sjá síðu 2 FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 1 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 A -5 E 9 4 2 3 9 A -5 D 5 8 2 3 9 A -5 C 1 C 2 3 9 A -5 A E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.