Fréttablaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 2
Veður Norðaustan og norðan 8-15 m/s. Rigning norðaustan- og austan- lands. Norðlæg víða 5-13 m/s, hvassast við A-ströndina. Hiti 5 til 10 stig um landið norðanvert, en 11 til 17 stig syðra. SJÁ SÍÐU 20 Gleði í göngunni Hinn ástsæli listamaður Páll Óskar lét sig ekki vanta í Gleðigönguna í ár, hápunkt Hinsegin daga, sem fór fram í Reykjavík á laugardag. Fjöldi gekk þar fylktu liði og krafðist jafnréttis fyrir hinsegin fólk . Sjá nánar á síðu 24 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. DÓMSMÁL Alríkisdómstóll í Los Angeles hefur nú breytt dag­ setningum í málaferlum Jóhanns Helgasonar vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Nú er gert ráð fyrir að réttarhöldin sjálf verði ekki fyrr en í desember 2020 í staðinn fyrir í maí það ár. Málið hefur meðal annars tafist vegna starfa tónlistarsérfræðinga fyrir málsaðilana. Fréttablaðið hefur áður sagt frá sérfræðiáliti sem prófessor í tónlistarfræði vann fyrir fyrirtækin sem Jóhann hefur stefnt. Vegna umfangs þeirrar greinar­ gerðar fékk lögmaður Jóhanns tveggja mánaða viðbótarfrest fyrir sérfræðing Jóhanns til að svara þeim röksemdum. Sá frestur er til 13. september næstkomandi. Síðan hefur dómari málsins ákveðið nýjar dagsetningar fyrir framhald málsins. Þannig hafa andstæðingar Jóhanns frest til 18. október til að svara áliti hans tón­ listarsérfræðings. Mikilvægasta dagsetningin fram undan í málinu á nú að vera 6. desember næstkomandi. Þá mun dómarinn taka afstöðu til kröfu lög­ manns Warner Music og Universal Music um frávísun málsins. Verði dómarinn við kröfunni um frávísun virðist málinu lokið. Ef hann hafnar kröfunni hins vegar fá lögmenn málsaðilanna frest til 21. ágúst á næsta ári til að leggja fram frekari greinargerðir. Öll viðbótargögn verða síðan að vera komin fram 6. nóvember 2020 áður en réttarhöldin sjálf hefjast í Los Angeles þann 8. desember klukkan 8.30 að staðartíma. – gar Réttað í máli Jóhanns í desember 2020 Jóhann Helgason tónlistarmaður UTANRÍKISMÁL Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, for­ sætisráðherra Finnlands. Ráðmennirnir þrír koma hingað til lands, ásamt forsætisráðherrum annarra Norðurlanda, til þess að sækja árlegan sumarfund Norður­ landaleiðtoga þar sem Merkel er sérstakur gestur. Mun Katrín fara með Löfven í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun í dag og hitta Rinne í Ráðherra­ bústaðnum. Þaðan fer forsætisráð­ herra á Þingvelli þar sem hún tekur á móti þýska kanslaranum. Ráðherrafundurinn sjálfur er svo á morgun í Hörpu. Á fundinum er ætlunin að fjalla um loftslagsmál og önnur umhverfismál, framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar, norðurslóðir, stöðu mannréttinda­ mála, alþjóðamál og öryggismál. – þea Leiðtogar koma til landsins Fleiri myndir úr Gleðigöngunni er að finna á +Plús- síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS UMHVERFISMÁL „Á sama tíma og ég finn fyrir svolítilli sorg í hjartanu þá finn ég líka fyrir von vegna þess að hér er samankominn mikill fjöldi fólks sem er staðráðið í því að vinna allt sem það getur til að snúa við þessari hamfarahlýnun sem er að eiga sér stað. Það er það sem vekur manni von í brjósti,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra á minningarat­ höfn um jökulinn Ok sem fram fór í gær. Fjöldi fólks kom saman í Kalda­ dal í gær við rætur fjallsins Ok. Þar héldu Katrín Jakobsdóttir for­ sætisráðherra og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, ræður þar sem þær lögðu út frá mikilvægi þess að frekari aðgerða sé þörf til að mæta loftslagsbreytingum sem hvarf Ok sé skýrt dæmi um. Rúmlega hundrað manns gengu svo upp á fjallið Ok þar sem minnis­ merki um jökulinn fyrrverandi var komið fyrir. Hópurinn gekk síðasta spölinn í táknrænni þögn. Oddur Sigurðsson jöklafræðingur las þar upp dánarvottorð jökulsins og Andri Snær Magnason rithöfundur f lutti stutta tölu en hann skrifaði textann á minnismerkinu. Guðmundur Ingi segir það mjög táknrænt að minnismerkið hafi verið sett upp á Ok. „Hér er verið að senda þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun er að eiga sér stað.“ Hann segir að allar þjóðir heims þurfi að gera betur í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Það er of boðslega margt að gerast í sam­ félaginu, meðal einstaklinga og fyrirtækja, og sem betur fer í stjórn­ málunum líka við að reyna koma þessum málum í betri farveg.“ Stjórnvöld kynntu loftslags­ áætlun sína fyrir tæpu ári en Guð­ mundur Ingi segir að þegar sé verið að endurskoða hana. „Við eigum endalaust að vera að skoða nýjar og hertar aðgerðir. Það er alveg greinilegt á vísindunum sem við horfum til að það þarf að gera miklu meira. Það er ekkert leyndarmál í heiminum þannig að allur þrýstingur á stjórnvöld, eins og loftslagsverkföll nemenda, eru að mínu mati mjög af hinu góða. Það hvetur okkur áfram.“ Dominic Boyer, prófessor í mann­ fræði við Rice­háskóla í Houston, var einn aðalskipuleggjenda við­ burðarins í gær. Hann sagði það tilfinningaþrungna stund að þessu verkefni væri lokið. „En ég tel okkur hafa áorkað miklu meira með þessu verkefni en við hefðum getað búist við. Við héldum að við værum að gera eitt­ hvað sem höfðaði til fárra en það er ótrúlegt að vita til þess að margar milljónir um allan heim vita nú af þessu.“ Hann segist binda vonir við orð Katrínar Jakobsdóttur um að Íslendingar ætli að vera í forystu­ sveit þeirra landa í heiminum sem ætli að leiða aðgerðir gegn lofts­ lagsbreytingum. Vonast hann til að spennandi fréttir berist af fundi norrænu forsætisráðherranna á næstu dögum. sighvatur@frettabladid.is Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað. Andri Snær Magnason flutti ávarp á Oki í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Það er alveg greini- legt á vísindunum sem við horfum til að það þarf að gera miklu meira. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra 1 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 A -6 3 8 4 2 3 9 A -6 2 4 8 2 3 9 A -6 1 0 C 2 3 9 A -5 F D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.