Fréttablaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 4
NÝR RAM 3500
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
NÝTT GLÆSILEGT ÚTLIT. NÝJAR ÚTFÆRSLUR
OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI.
EIGUM TIL Í CREW CAB, BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG
LIMITED ÚTFÆRSLUR TIL AFGREIÐSLU STRAX. MEGA
CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM EINNIG.
RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.987.745 KR. ÁN VSK.
RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK.
ramisland.is
CREW CAB
Au
ka
bú
na
ðu
r á
m
yn
d
35
” d
ek
k
HEILBRIGÐISMÁL Frumvarp heil-
brigðisráðherra til nýrra lyfjalaga
er hroðvirknislega unnið og mis-
lukkað tækifæri til að endurskrifa
lög sem úr sér eru gengin. Þetta er
mat fyrrverandi deildarstjóra hjá
Lyfjastofnun sem hefur áratuga
reynslu af vinnu við fagið, bæði á
Landakoti og hjá Lyfjastofnun.
Til stendur að leggja fram frum-
varp á næsta þingi þar sem lyfjalög
eru endurskoðuð. Eldri lögin eru
að sögn orðin úr sér gengin og ný
tækni og þekking hafa gjörbreytt
umhverfi lyfjamála.
Mímir Arnórsson starfaði lengi
hjá Lyfjastofnun og finnur margt
að frumvarpi ráðherra.
„Til að byrja með þá stendur
í fyrstu grein að lyfjadreifing sé
órjúfanlegur hluti heilbrigðisþjón-
ustu. Það eru einmitt til lög um heil-
brigðisþjónustu og maður skyldi þá
ætla að lög um heilbrigðisþjónustu
myndu minnast á lyfjadreifingu.
Hins vegar er ekki minnst á það í
þeim lögum,“ segir Mímir.
Einnig segir Mímir að í frumvarpi
ráðherra séu fjölmörg hugtök sem
ekki séu útskýrð nánar og ekki liggi
í augum uppi hvað þýða. „Því verður
erfitt að fara eftir þessum lögum,“
segir hann.
Frumvarpið hefur sjálft verið í
vinnslu í stjórnkerfinu í fjögur ár og
á að koma í stað eldri lyfjalaga frá
árinu 1994. Mímir segir mikilvægt
að nýtt frumvarp verði að veruleika
en telur þessa tilraun misheppnaða.
„Lyfjalögin frá árinu 1994 eru
orðin gömul og mjög erfitt fyrir
lyfjafræðinga og þá sem starfa eftir
þeim að fylgja lögunum. Svo þegar
tækifæri gefst til að endursemja
þetta allt saman þá er það gert hroð-
virknislega, og ég tala nú ekki um
málfarslega,“ segir Mímir.
Í athugasemd við frumvarpið
segir Mímir lítið gert úr lyfjafræð-
ingum.
„Enn fremur er ekki tryggt að
lyfjafræðingur veiti Lyfjastofnun
forstöðu eða stofnunin hafi lyfja-
fræðing í þjónustu sinni líkt og
tryggt er að læknir sinni Embætti
landlæknis eða dýralæknir sé stað-
gengill forstjóri Matvælastofnunar.
Með frumvarpinu er gert lítið úr
lyfjafræðingum og þar með fram-
lagi heillar deildar innan Háskóla
Íslands.
Frumvarpið er hroðvirknislega
unnið og höfunda þess skortir yfir-
sýn og djúpa innsýn í lyfjamál,“
segir í athugasemd Mímis Arnórs-
sonar.
sveinn@frettabladid.is
Telur að frumvarp til lyfjalaga
geri lítið úr lyfjafræðingum
Ný lyfjalög eiga að leysa af hólmi lög frá 1994 sem eru að mati sérfræðinga barn síns tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Fyrrverandi deildar-
stjóri hjá Lyfjastofnun
segir frumvarp heil-
brigðisráðherra um ný
lyfjalög hroðvirknislega
unnið. Höfundar hafi
ekki djúpa þekkingu
á lyfjamálum. Frum-
varpið verður líklegast
lagt fram í vetur.
STJÓRNSÝSL A Ragnheiður Elín
Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, fékk 8,7 milljón-
ir króna fyrir skýrslu um stefnu nor-
rænna stjórnvalda í ferðamálum.
Heildarkostnaður við skýrsluna var
um 12,2 milljónir.
Þetta kemur fram í svari atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytisins
við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Skýrslan var greidd af norrænu ráð-
herranefndinni en starfsemi hennar
er fjármögnuð með framlögum frá
norrænu ríkjunum. Framlag Íslands
fyrir árið 2019 er um 204 milljónir
króna.
Ragnheiður Elín naut aðstoðar
Berglindar Hallgrímsdóttur, for-
stöðumanns hjá Nýsköpunarmið-
stöð Íslands, sem fékk 1 milljón
fyrir sitt framlag. Ferðuðust þær um
Norðurlöndin, hittu sérfræðinga,
ráðherra, forstöðumenn stofnana
og fleiri sem koma að stefnumótun
í ferðamálum.
Ferðakostnaðurinn nam 1,3
milljónum en þar af námu fargjöld
587 þúsundum, dagpeningar 172
þúsundum, dvalarkostnaður 417
þúsundum, keyptar máltíðir 59
þúsundum og útgjöld vegna leigu-
bifreiða 71 þúsund krónum. Þá var
tæplega 1,2 milljónum varið í ljós-
myndir, hönnun og þýðingarvinnu.
Helsta niðurstaða skýrslunnar
er að Norðurlönd hafi til mikils að
vinna með samstarfi í ferðamálum.
Meðal annars gæti borgað sig að
eiga samstarf á sviði nýsköpunar,
stafrænnar þróunar og markaðs-
mála. Efni skýrslunnar var ætlað
að nýtast í vinnu að norrænni ferða-
málaáætlun sem kynnt var í júlí.
Lagt er til í nýju ferðamála-
áætluninni að auka áherslu á staf-
ræna væðingu og þróun svonefndra
snjallra áfangastaða, auk þess að
auka skilvirkni í samstarfi um töl-
fræði og greiningar. Áhersla er lögð
á mikilvægi aukins samráðs milli
áhrifafólks í samfélögum okkar og
aðila ferðaþjónustunnar. – þfh
Fyrrverandi ráðherra fékk 8,7 milljónir króna fyrir skýrsluskrif
Ragnheiður Elín
Árnadóttir.
Með frumvarpinu
er gert lítið úr
lyfjafræðingum og þar með
framlagi heillar deildar
innan Háskóla Íslands.
Mímir Arnórsson,
lyfjafræðingur
of fyrrverandi
deildarstjóri hjá
Lyfjastofnun
SAMGÖNGUR Strætó hefur tekið upp
nýja strætisvagnaleið milli Háskól-
ans í Reykjavík og BSÍ.
„Í gegnum árin hefur leið 5 ekið
milli Nauthóls og Norðlingaholts en
leiðin mun skiptast í tvennt á virk-
um dögum í vetur. Leið 5 mun aka
milli BSÍ og Norðlingaholts og ný
leið, leið 8, mun aka á milli Nauthóls
og BSÍ,“ segir í tilkynningu Strætós.
Leið 8 mun ekki aka um helgar
en leið 5 aka hefðbundnu leið milli
Norðlingaholts og Nauthóls. Þá aka
leiðir 18, 24 og 28 samkvæmt vetrar-
áætlun frá og með í dag.. – gar
Ný strætóleið
milli BSÍ og HR
1 Stílhreint brúðkaup Sólrúnar Diego
2 Fólk beðið um að þvo bílana ekki heima
3 Slökkv i bíll komst ekki inn Hað ar stíg vegn a elds voð a
4 Sveinn hættir rekstri AALTO Bistro: „Ég hafði ekki úthald í
meir“
5 Paris Hilton gerði feril Kim Kardashian mögulegan
6 Fann sína hillu í morðum og glæpum
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
1 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
9
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
9
A
-7
7
4
4
2
3
9
A
-7
6
0
8
2
3
9
A
-7
4
C
C
2
3
9
A
-7
3
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K