Fréttablaðið - 19.08.2019, Side 14

Fréttablaðið - 19.08.2019, Side 14
HETJA HELGARINNAR Teemu Pukki Teemu Pukki skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann sló í gegn með Norwich City í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð. Honum hefur tekist að fylgja eftir góðu gengi sínu þar í ensku úrvalsdeildinni í upphafi þessarar leiktíðar. 29 mörk skoraði Pukki í ensku B-deildinni á síðasta tíma- bili og hefur skorað fjögur í ensku A-deildinni. Það eru ekki bara mörk- in sem hann skoraði í þessum leik sem ég er ánægður með heldur líka vinnuframlag hans og fjölmargir aðrir hlutir sem hann færir liðinu. Hann er mjög góður í að búa til færi fyrir samherja sína og er góður tengi- punktur í uppspili okkar. Daniel Farke Knattspyrnustjóri Norwich Þetta er að sjálfsögðu einn af bestu leikjum sem ég hef spilað á enskri grundu. Þrenna í ensku úrvals- deildinni er eitthvað sem mig hefði ekki getað dreymt um fyrir nokkrum árum. Teemu Pukki Eftir leikinn gegn Newcastle United um nýliðna helgi ENSKI BOLTINN Finnski landsliðs- framherjinn Teemu Pukki sem leiðir línuna hjá Norwich City hefur komið af miklum krafti inn í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu karla en hann skoraði sárabótamark í tapi nýliðanna gegn Liverpool í fyrstu umferðinni og skoraði svo öll þrjú mörk liðsins í 3-1 sigri gegn New- castle United í annarri umferðinni um helgina. Þessi þrenna var fyrsta þrenna leikmanns Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í 26 ár eða síðan Chris Sutton skoraði þrjú mörk fyrir liðið í leik í deildinni árið 1993. Pukki skoraði 29 mörk í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og var markahæsti leikmaður Norwich City sem fór með sigur af hólmi í deildinni og tryggði sér þannig sæti í úrvalsdeildinni. Það er ávallt spurningarmerki þegar framherjar láta til sín taka í B-deildinni á Eng- landi hvort þeir geti látið til sín taka þegar út í úrvalsdeildina er komið. Sevilla var of stórt stökk fyrir finnska framherjann Byrjunin lofar allavega góðu hjá Pukki sem ólst upp hjá finnska lið- inu KTP og náði svo ekki að brjóta sér leið inn hjá spænska liðinu Sevilla. Eftir vonbrigðatímann hjá Sevilla fór Pukki aftur í heimahagana og kom ferli sínum aftur af stað hjá finnska liðinu HJK. Þar urðu Pukki og félagar hans hjá HJK finnskir meistarar árið 2010. Tímabilið eftir varð HJK svo tvöfaldur meistari með Pukki innanborðs. Pukki skoraði þrjú mörk í tveim- ur leikjum HJK gegn þýska liðinu Schalke 04 í forkeppni Evrópu- deildarinnar sumarið 2011. Þó svo að þau mörk hafi ekki skilað HJK sæti í riðlakeppni Evr- ópudeildarinnar þá vakti frammi- staða Finnans athygli forráðamanna þýska liðsins sem ákváðu að kaupa hann. Pukki stóð sig ágætlega hjá Schalke en það sama er ekki hægt að segja um veru hans hjá Celtic í Skotlandi. Tíminn í Skotlandi reyndist töluverð vonbrigði Finninn komst aldrei á f lug í Skot- landi en hann viðurkenndi það eftir dvöl sína þar að hann hefði vanmetið styrki skosku úrvals- deildarinnar. Hann hafði talið sig eiga auðvelt með að láta til sín taka í Skotlandi og fengið það í andlitið. Gæði skosku deildarinnar hefðu komið honum á óvart og að sama skapi hafði leikstíllinn þar sem byggir á líkamlegum styrk ekki hentað honum. Pukki gerði hins vegar KR-ingum lífið leitt en Pukki en hann skoraði tvö marka Celtic þegar liðið lagði Vesturbæjarliðið að velli með fjórum mörkum gegn engu í leik liðanna Murrayfield Stadium. Sá leikur var seinni leikurinn í for- keppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Celtic fór samanlagt 5-0 áfram. Pukki náði ekki að fylgja þessari frammistöðu eftir og hrökklaðist frá skoska liðinu haustið 2014 eftir að hafa orðið skoskur meistari með liðinu um vorið fyrr á því ári. Áður en Pukki hélt til Eng- lands lék hann með danska liðinu Bröndby í fjögur ár og skoraði 55 mörk í 130 leikjum fyrir félagið. Pukki skoraði fjögur mörk í fyrstu fimm leikjum sínum fyrir Bröndby og var valinn leikmaður október- mánuðar í dönsku úrvalsdeildinni. Þau níu mörk sem hann skoraði á seinni hluta leiktíðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni dugðu honum til þess að verða markahæsti leik- maður liðsins á þeirri leiktíð. Þá varð Bröndby bikarmeistari tíma- bilið 2017 til 2018. Smellpassar inn í leikstíl Farke Eftir fjögurra ára veru hjá Bröndby sigldu samningaviðræður hans við Bröndby í strand sumarið 2018 og Norwich City fékk Pukki sem var samningslaus í herbúðir sínar. Pukki smellpassaði inn í hug- myndafræði þýska knattspyrnu- stjórans Daniel Farke sem vill spila sóknarþenkjandi knattspyrnu. Þegar Pukki skoraði sitt 21. mark fyrir Norwich City í B-deildinni í febrúar síðastliðnum varð hann sá Finni sem hefur skorað flest mörk í deildinni en fyrra metið átti Shefki Kuqi. Pukki endaði sem markahæsti leikmaður deildarinnar með 29 mörk og sú markaskorun varð til þess að hann var valinn besti leik- maður deildarinnar sem og mikil- vægasti leikmaður Norwich City. Hann viðurkenndi í samtali við enska fjölmiðla eftir leikinn á laug- ardaginn að byrjunin væri framar hans væntingum. „Þetta er að sjálfsögðu einn af bestu leikjum sem ég hef spilað á enskri grundu. Þrenna í ensku úrvalsdeildinni er eitthvað sem mig hefði ekki dreymt um fyrir nokkr- um árum,“ sagði Pukki þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn um helgina. Nú er spurning hvort að Pukki nái að fylgja eftir góðri frammi- stöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og mörk hans verði til þess að Nor- wich City haldi sæti sínu í deildinni. hjorvaro@frettabladid.is Finninn skoraði fyrstu þrennu tímabilsins Teemu Pukki er að spila á sínu fyrsta keppnis- tímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Þessi tæplega þrítugi framherji Norwich City hefur skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar. Finninn skoraði öll mörk nýliðanna í 3-1 sigri gegn Newcastle um helgina. 1 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M Á N U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 1 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 A -7 2 5 4 2 3 9 A -7 1 1 8 2 3 9 A -6 F D C 2 3 9 A -6 E A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.