Fréttablaðið - 19.08.2019, Qupperneq 24
Staðalímyndin er
að þú segir við
nemendur: „Hérna er
Rómeó og Júlía, segið
mér hvað ykkur finnst.“
En það er betra að kynna
fyrst grundvallarhugtök
í leiklist eins
og hvað
harmleikur
er.
Mark Grenier
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
LENGRI NÁMSLEIÐIR
Leikur sem kennsluaðferð - hefst 9. sept.
Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun - hefst 9. sept.
Krabbamein og líknarmeðferð - hefst 9. sept.
Málörvun og læsi - hefst 10. sept.
Sálræn áföll, ofbeldi og áfallamiðuð þjónusta - hefst 12. sept.
HEILBRIGÐIS- OG FÉLAGSVÍSINDI
Ofbeldi gegn börnum -18. sept. og 2. okt.
Mat og íhlutun á svefnerfiðleikum barna 6 mánaða til 12 ára - 27. sept.
Fjarþjónusta fagaðila - þjónusta 21. aldarinnar (Online counselling and
psychotherapy) - hefst 9. okt.
Svefn ungra barna - 14. okt.
Svefn barna - 4. nóv.
Kviði yngri barna - 4. og 5. nóv.
UPPELDI OG KENNSLA
Hagnýtar, einfaldar og jákvæðar aðferðir í kennslu - 14. og 15. okt.
Skólaforðun; Hagnýt verkfæri í daglegu starfi - 7. nóv.
STJÓRNUN OG FÆRNI
Listin að breyta hverju sem er - 18. sept.
Samskiptastílar - MBTI - 16. okt.
Styrkleikar þínir og hestöflin þín - 5. nóv.
FJÁRMÁL OG REKSTUR
Betri áætlanir - nýjungar í áætlanagerð - 18. sept.
Skilvirk verkefnastjórnun. Er markimið á hreinu? - 15. okt.
TUNGUMÁL
Spænska I - hefst 3. sept.
Ítalska I - hefst 16. sept.
Kínverska I - hefst 23. sept.
SAMFÉLAGSMIÐLAR
Hagnýtt hraðnámskeið í samfélagsmiðlun - 1. og 2. okt.
Nýttu verkfærakistu Google fyrir skjölin þín, myndirnar
og samskiptin - 3. okt.
Ítarlegri upplýsingar og skráning á simenntunha.is - sími 460 8091
Námskeiðin eru kennd í
Háskólanum á Akureyri en
fjarkennd og aðgengileg
hvar sem er á landinu.
Hægmenntun er ný nálgun í menntun barna sem hafnar ýmsu sem einkennir skóla-
starf í dag og leggur áherslu á að
nemendur byggi upp varanlegt
samband við kennarann sinn og
námið. Þar fer mun meiri tími í
umræðu, vangaveltur og djúpa
köfun í viðfangsefnin.
Kennsluáætlanir mettaðar
Fyrir skömmu birtist viðtal á vef
The Guardian við Mike Grenier,
enskukennara við Eton-skólann á
Englandi, sem stofnaði hreyfingu
til að vekja athygli á hægmenntun
árið 2012. Grenier segir að pakk-
aðar kennsluáætlanir grunnskóla
séu svipaðar og lyfjagjöf lækna,
þú takir þetta námsefni inn og þá
verðir þú betri í viðfangsefninu.
„Börn á aldrinum fjögurra til átján
ára þurfa svo að sanna sig í röð
prófa. Þetta er mjög fátækleg sýn á
það hvað fólk er,“ segir Grenier.
Hann segir að í hægmenntun sé
minna á námskránni. „Heildar-
þekkingin sem við búum yfir
varðandi flest viðfangsefni er
gríðarleg. Hugsið ykkur líka hvað
það hafa orðið miklar framfarir í
líffræði, erfðafræði og taugavís-
indum síðasta aldarfjórðunginn,
eða í eðlisfræði, skammtafræði og
skilningi okkar á hvernig alheim-
urinn virkar,“ segir Grenier. „Það
er verið að troða þessu öllu inn í
kennsluáætlanir sem eru mett-
aðar. Kennarar segja nemendum
að „þau verði að komast í gegnum
þetta“ en kynslóðin sem við erum
að kenna núna á eftir að verða
að minnsta kosti 85 til 90 ára. Af
hverju erum við að flýta okkur
svona mikið?“
Eins og ein góð máltíð í
staðinn fyrir nokkrar óhollar
Maurice Holt þróaði hugmyndina
um hægmenntun í Bandaríkj-
unum snemma á þessari öld. Hann
var svo einn þeirra sem hjálpuðu
Grenier að stofna hreyfinguna um
hægmenntun í Bretlandi.
Holt líkir hægmenntun við að
borða eina góða máltíð í staðinn
fyrir nokkrar óhollar og nefndi
sem dæmi að það væri betra að
skilja hvers vegna sögulegar per-
sónur gerðu það sem þær gerðu en
að geta bara þulið upp nöfn þeirra.
Hann sagðist vilja bregðast við
þeim vexti í staðlaðri menntun
og þekkingu sem væri mótuð af
prófum og væri að eiga sér stað um
allan heim.
Engin hippahugmyndafræði
Grenier útskýrir að þessi hug-
myndafræði sé ekki í ætt við frjáls-
lyndari hugmyndir frá sjöunda
áratugnum um menntun barna,
heldur sé grundvallarhugsunin
á bak við hægmenntun frekar
íhaldssöm. Hann segir að hæg-
menntun eigi að byggjast á hinni
klassísku hugmynd Platós um
þrenningu, sem samanstendur af
tungumáli, hugsun og greiningu
og samskiptum.
„Við erum ekki að fleygja öllu
upp í loft og haga okkur eins og við
séum á Woodstock,“ segir hann.
„Stundum er gagnlegast að kynna
hugtök og hugmyndir með því
að nota einföld fyrirmæli og setja
hlutina upp á töflu. Ef við gefum
nemendum nokkur lykilhugtök
sem þeir þurfa að skilja geta þeir
alltaf leitað til þeirra aftur og
þaðan verður auðveldara fyrir þá
að kanna viðfangsefnið.“
Sem dæmi nefnir hann hvernig
þessi nálgun gæti nýst í kennslu
um Shakespeare.
„Staðalímyndin er að þú segir
við nemendur: „Hérna er Rómeó
og Júlía, segið mér hvað ykkur
finnst.“ En það er betra að kynna
fyrst grundvallarhugtök í leiklist
eins og hvað harmleikur er. Það
skiptir öllu máli hvernig þekk-
ingin er nýtt,“ segir Grenier. „Ég vil
að nemendur skilji hvað sonn etta
er, en líka að þeir kanni hvernig er
hægt að nýta það form á áhrifa-
ríkan hátt.“
Ekki bara munaður ríkra
Grenier segist hafa unnið með
fjölda ríkisrekinna skóla á Eng-
landi og með samstarfsaðilum
sínum hefur hann komið af stað
tilraunum með hægmenntun í
skólum í borgum þar sem flestir
eru af verkamannastétt. Auk þess
var opnaður skóli í fátæku hverfi í
austurhluta London þar sem hug-
myndir hægmenntunar eru nýttar.
Þannig að hægmenntun þarf ekki
að vera munaður sem bara ríkir
geta leyft sér.
Grenier segir líka að margir
foreldrar séu spenntir fyrir hug-
myndinni vegna þess að yfirleitt
vilji þeir ekki bara að börnin sín
standi sig vel í skóla, heldur líka
að þau séu ánægð þar. „En við
erum með kerfi sem aðskilur þessa
hluti,“ segir hann. „Það mælir
hversu vel skólar standa sig á blaði,
en tekur ekkert tillit til persónu-
legs og félagslegs þroska.“
Hins vegar gerir hann sér vel
grein fyrir því að þróunin í átt að
hægmenntun eigi eftir að taka
sinn tíma. En það er um að gera að
skoða allt sem getur bætt menntun
og aukið vellíðan barna.
Vilja fara dýpra í
og hægar yfir efni
Hægmenntun er tiltölulega ný nálgun í menntun barna
sem gengur út á að kafa djúpt í námsefni í stað þess að
fara hratt yfir efnið til að undirbúa nemendur fyrir próf.
Grenier segir að kennsluáætlanir séu mettaðar en samt sé sífellt verið að bæta við meira efni. NORDICPHOTOS/GETTY
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi | s 555 1212 | handverkshusid.is
VILT ÞÚ SKAPANDI
ÁHUGAMÁL?
Fjölmörg námskeið í handverki – Skráning, upplýsingar
og myndir á www.handverkshusid.is
8 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 M Á N U DAG U RSKÓLAR OG NÁMSKEIÐ
1
9
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
9
A
-A
8
A
4
2
3
9
A
-A
7
6
8
2
3
9
A
-A
6
2
C
2
3
9
A
-A
4
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K