Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Page 1
FRÉTTIR Vestmannaeyjum 10. apríl 2013 40. árg. :: 15. tbl. Verð kr. 400 Sími 481-1300 www.eyjafrettir.isE Y JA >> 20 >> 10>> 12 EYJAR Á VORIN LONDON Á HAUST FYRSTI BIKAR ÁRSINS ALDREI ANNAÐ EN ÍBV M yn d: A gn ar Þ ór A gn ar ss on Nokkuð hefur verið um innbrot í dagbókarfærslum lögreglunnar og svo virðist sem þessum glæpum hafi fjölgað nokkuð undanfarna mánuði. M.a. hefur í tvígang verið brotist inn á veit - ingastaðinn Conero en lögreglan í Vestmannaeyjum sendi frá sér fréttatilkynningu fyrir helgi um að síðara innbrotið væri nánast að fullu upplýst enda fannst þýfið við húsleit. Tveir hafa viðurkennt innbrotið. Margir tengja innbrotaöldu, sem nú er í Eyjum, við lokun lögreglustöðv - arinnar í Vestmannaeyjum. Tryggvi Kr. Ólafsson hjá lögreglunni, sagði í samtali við Eyjafréttir að innbrotum hafi vissulega fjölgað undanfarið. „Við teljum að þetta tengist lokun lögreglustöðvarinnar enda flest innbrotin framin á þeim tíma sem lögreglumenn eru á bakvakt. Ég mundi halda að þetta væri frekar lítill hópur einstaklinga, jafnvel sömu ein- staklingarnir sem eru að stunda þessi innbrot en nánast eingöngu er um að ræða innbrot í fyrirtæki frekar en heimahús.“ Hvað er til ráða? „Fyrirtækjum er auðvitað uppálagt að vera með gæslu eða þjófavarnar- búnað, það er ákveðinn fælingarmátt - ur í því. En mesti fælingarmátturinn væri auðvitað ef lögreglustöðin væri opin allan sólarhringinn.“ Mat Neyðarlínunnar ræður útkalli Grétar Ómarsson, íbúi hér í bæ, lenti á dögunum í þeirri óskemmtilegu lífs reynslu að sjá grunsamlega menn á vappi í hverfi sínu. Grétar hringdi í Neyðarlínuna en fékk þar þau svör að enginn lögreglumaður væri á vakt og því ekki hægt að fá aðstoð. Eins og fram hefur komið áður í Eyja - fréttum er ferlið þannig að Neyðar - línan tekur við símtölum lögregl - unnar í Vestmannaeyjum meðan stöðin er lokuð. Tveir lögreglumenn eru á bakvakt og ef þurfa þykir, kallar fjarskiptamiðstöð ríkislög - reglustjóra þá út eftir boð frá Neyðar- línunni. Það er því mat þeirra sem taka við símtölum hjá Neyðarlínunni, sem er með höfuðstöðvar í Reykja - vík, hvort þörf er á að kalla út lög - reglu eða ekki. Það er ljóst að ekki verður gengið lengra í niðurskurði á eðlilegri þjónustu, bæði í löggæslu og á Heilbrigðisstofnun Vestmanna - eyja. Búið er að skera inn að beini eins og dæmin sanna. Á laugardag fór fram æfing varðskips og þyrlu Landhelgisgæslunnar með Herjólfi. Æfingarnar þóttu takast vel en m.a. tók varðskipið Þór Herjólf í tog, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Um kvöldið sigu svo stýrimaður og sigmaður úr þyrlunni og um borð í Herjólf. Nánar er fjallað um æfinguna á síðu átta. >> 8 Innbrotum fjölgar :: Flest innbrotin framin þegar lögreglustöðin er lokuð, segir Tryggvi Kr. Ólafsson hjá lögreglunni :: Nánast eingöngu brotist inn í fyrirtæki :: Ekki hægt að skera meira niður í lögbundinni þjónustu í Eyjum Nú tíðkast hin breiðu spjótin :: Allt upp í loft í stjórn ÍBV-íþróttafélags Allt er upp í loft í stjórn ÍBV-íþrótta - félags þar sem fimm af sjö stjórnarmönn - um hafa sent frá sér yfirlýsingar. For- maður og gjaldkeri segja aðra stjórn- armenn láta hags muni deilda ganga fyrir heildarhagsmunum félagsins. Í yfirlýsingu þeirra frá þeim í gær segir að við þessar aðstæður treysti þau sér ekki til að halda áfram í stjórn inni. Varaformaður og með - stjórnandi vísa þessu til föðurhús - anna og í yfirlýsingu segja þeir ágreining vera um framkvæmd þjóðhátíðar. Því svarar formaður þjóðhátíðarnefndar fullum hálsi. Aðalfundur félagsins er auglýstur í næstu viku en tillögu um að honum yrði frestað var hafnað af meirihluta stjórnar, samkvæmt upplýsingum Eyjafrétta. >> 6 Við teljum að þetta tengist lokun lög reglu - stöðvarinnar enda flest innbrotin framin á þeim tíma sem lögreglumenn eru á bakvakt. Ég mundi halda að þetta væri frekar lítill hópur einstaklinga, jafnvel sömu einstak - lingarnir sem eru að stunda þessi innbrot en nánast eingöngu er um að ræða innbrot í fyrirtæki frekar en heimahús. ” JÚLÍUS G. INGASON julius@eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.