Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Qupperneq 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. apríl 2013 ° ° Herjólfur :: Umfangsmikil björgunaræfing með LHG: Varðskipið Þór tók skipið í tog Á laugardag fóru fram æfingar varðskips og þyrlu Landhelgis - gæsl unnar með Herjólfi. Eru þær liður í viðbragðsáætlunum og var fyrri æfingin um daginn þar sem Herjólfur var tekinn í tog af varðskipinu og fékk áhöfnin þjálfun í verklagi sem því fylgir. Um kvöldið kom svo þyrla LHG á vettvang og sigu stýrimaður og sigmaður þyrlunnar um borð í Herjólf. Áhöfn Herjólfs æfir með reglulegu millibili móttöku á þyrlu og undirbúningi slasaðra fyrir þyrlu hífingu. Gengu æfing - arnar mjög vel en þær eru nauðsynlegur þáttur í viðbragðs - áætlunum farþegaskipa. Þetta kemur fram í frétt frá Land - helgis gæslunni og var Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á Þór, mjög ánægður með hvernig til tókst. Hann sagði að æfingin hefði tekist vel, þeir væru mjög sáttir við hana. Samkvæmt lögum er Landhelgis- gæslunni skylt að halda æfingar sem þessar reglulega og er eitt af hlutverkum Landhelgisgæslunnar að hafa eftirlit með þessum málaflokki. Æfingin gekk mjög vel Veður var mjög gott á laugardaginn og hófst æfingin rétt um kl 14.00 þegar Þór kom línu yfir í Herjólf og tók hann í tog. Eins fóru skipverjar af Þór á léttabátum upp að hlið Herjólfs til að koma mannskap um borð. Eimskip sér um rekstur Herj - ólfs og þar á bæ voru menn ánægðir. Segja þeir að æfingin hafi í alla staði gengið vel. Mjög vel gekk að koma taug yfir í Herjólf og toga hann. Eins gekk mjög vel að koma mannskap um borð frá léttabáti Þórs. Æfingu Herjólfs og Þórs lauk um kl 17.00. Um kvöldið, eða í síðustu ferð Herjólfs frá Landeyjahöfn, kom TF GNÁ og lét sigmann og lækni síga um borð ásamt sjúkrabörum. Sami mannskapur var tekinn frá borði og gekk sú æfing einnig mjög vel. Lögreglan á Hvolsvelli áhugasöm Æfingin er liður í æfingaprógrammi Herjólfs. Áhöfn Herjólfs er með reglulegar æfingar um borð sam - kvæmt æfingaáætlun. Til gamans má geta að þetta var í fyrsta skiptið sem varðskipið Þór æfir að taka skip í tog. Enginn frá Vestmannaeyjum fylgd - ist með æfingunni en sýslumaðurinn á Hvolsvelli og yfirlögregluþjónn voru um borð í Herjólfi og fylgdust með. „Aðkoma okkar að æfingunni var frekar lítil önnur en sú að fylgjast með. Þetta var aðallega æfing fyrir áhöfn Herjólfs og Landhelgisgæsl - una. Við erum aftur á móti mjög áhugasamir um björgunarmál í héraðinu og siglingar Herjólfs á milli lands og Eyja falla þar að sjálfsögðu inn í og okkur er umhugað um að björgunaraðstæður og búnaður séu fyrsta flokks,“ sagði Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GNÁ og varðskipið Þór tóku þátt í æfingu Herjólfs. Elín Sólborg Eyjólfsdóttir fór óhefð bundna leið til að komast í lækna nám. Hún fór alla leið til Slóvakíu í inntökupróf, náði því og byrjar í læknanámi þar í landi næsta haust. Elín Sólborg segist alla tíð hafa stefnt á læknanám og fundist þessi kostur spennandi. „Afi minn var læknir og eftir að ég komst að því, þá hef ég alltaf stefnt á læknanámið,“ sagði Elín Sól- borg í samtali við Eyja fréttir. Hún segist hafa séð umfjöllun í Fréttablaðinu síðastliðið haust um læknanám í Slóvakíu og það hafi vakið áhuga hjá henni. „Ég fór í inn tökupróf í læknanám í Háskóla Íslands en það gekk ekki upp. Eftir að ég sá þessa umfjöllun í Frétta - blaðinu, setti ég mig í samband við ræðismann Slóvakíu en komst þá að því að prófið væri eftir tvo daga. Þrátt fyrir það skellti ég mér í próf - ið en náði ekki enda fyrirvarinn mjög skammur. Ræðismaðurinn benti mér á að reyna aftur því næsta vor yrði inntökupróf í Slóvakíu. Ég byrjaði svo í lyfjafræði í Háskólan - um í vetur og kynntist þar annarri stelpu sem náði ekki heldur inn - tökuprófinu. Við undirbjuggum okkur saman en alls fóru átta Íslendingar í prófið núna. Það er gaman að segja frá því að allir náðu. Prófessorinn þarna úti var mjög ánægður með okkur Íslend - ing ana og sagði að við værum greinilega vel undirbúin. Þarna var fólk alls staðar að úr Evrópu og augljóst að námið er eftirsótt.“ Leist vel á aðstæður Elín Sólborg segist vera mjög spennt fyrir því að búa úti í Sló- vakíu en námið tekur sex ár. „Fyrstu fimm árin erum við í Sló- vakíu en höfum svo möguleika á að taka kandídats árið hvar sem er í Evrópu. Í kjölfarið er svo hægt að fara í frekara nám um allan heim en okkur var bent á að hugsanlega þyrftum við að sýna fram á hæfni okkar í prófi, t.d. ef við förum í framhaldsnám í Banda ríkjunum. Mér leist mjög vel á aðstæður þarna úti. Skólinn lítur vel út og minnir nokkuð á Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, nema auðvitað að vera stærri. Svo er mjög ódýrt að búa þarna úti og ódýrt að leigja. Þarna er hópur Íslendinga sem fóru í þetta nám í vetur. Ég þekki eina stelpu í þeim hópi og hún segir að það sé mjög gott að vera þarna úti. Allt námið fer fram á ensku og kennslan fer fram í átta manna hópum, þar sem einn prófessor sér um hvern hóp. Kennslan verður því mjög persónuleg, sem mér líst mjög vel á. Við verðum reyndar að taka einn áfanga í slóvakísku en það er bara spennandi,“ sagði Elín Sólborg hlæjandi. Þrátt fyrir að vera komin í lækna - námið í Slóvakíu, er hún ekki alveg búin að útiloka námið á Íslandi. „Ég ætla að reyna aftur við inn töku - prófið í Háskóla Íslands. En það er mjög erfitt að komast í læknanámið í HÍ og líkurnar eru ekkert sérstak- lega með mér. Annars er það bara undir búningur í sumar með fram vinnunni hjá Magga og Öddu á hótelinu,“ sagði Elín að lokum. Eyjastelpan Elín Sólborg Guðjónsdóttir fer óhefðbundna leið í námi: Á leið til Slóvakíu í læknanám Lögregla: Innbrot í Conero að mestu upplýst Vikan var með rólegra móti hjá lög - reglu og lítið um alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgar- innar fór fram með ágætum og engin útköll á öldurhúsin. Að morgni 3. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um innbrot í Conero en stolið hafði verið töluverðu magni af áfengi. Síðdegis þann sama dag voru þrjú ungmenni handtekin vegna rannsóknar málsins og fannst áfengið heima hjá einu þeirra. Tveir þeirra sem handteknir voru viðurkenndu innbrotið og telst málið að mestu upp lýst. Missti stjórn á fjórhjóli Síðdegis þann 4. apríl sl. var lög - reglu tilkynnt um umferðaróhapp á Básaskersbryggju við Tangagötu. Þar hafði ökumaður á fjórhjóli misst stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að hjólið lenti á bifreið sem ekið var suður Básaskers - bryggju. Ökumaður hjólsins slasaðist eitthvað og var fluttur á Heil brigðis stofnun Vestmannaeyja. Hin síðari ár hafa sjaldan verið jafn miklar framkvæmdir og nú í Vest- mannaeyjum. Alls eru sjö einbýlis - hús í byggingu, fimm tvíbýli, eitt raðhús og eitt fjölbýlishús. Alls eru þetta 25 íbúðir en auk þess er verið að reisa nýja álmu við Hótel Vest- mannaeyjar, unnið er að bygg ingu Eldheima og dælustöð inni á Eiði. Einbýlishúsin, sem eru í byggingu, eru við Bessahraun 5, Kirkjuveg 66, Litlagerði 23, Hásteinsveg 21, Skólaveg 41, Vestmannabraut 34 og Brimhólabraut 36. Fjögur tvíbýli eru í byggingu eða á að byggja í Eyjahrauni og eitt er langt komið í Bessahrauni. Þá er raðhús við Áshamar langt komið og við Strand veg 74 er að rísa fjölbýlishús með fjórum íbúðum. Ekki eru mörg ár síðan það þótti tíðindum sæta ef bygginga krani sást á lofti en nú er tíðin önnur. Svo má nefna að unnið er að byggingu stúku við Hásteinsvallar og sam - kvæmt heimildum Eyjafrétta, stendur til að ljúka við að setja þak á stúkuna í sumar. Ótrúlega mikið byggt í Eyjum ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is JÚLÍUS INGASON julius@eyjafrettir. is Aðkoma okkar að æfingunni var frekar lítil, önnur en sú að fylgjast með. Þetta var aðallega æfing fyrir áhöfn Herjólfs og Landhelgisgæsl - una. Við erum aftur á móti mjög áhuga - samir um björgunar- mál í héraðinu og siglingar Herjólfs á milli lands og Eyja falla þar að sjálf- sögðu inn í og okkur er umhugað um að björgunaraðstæður og búnaður séu fyrsta flokks. ” Mér leist mjög vel á aðstæður þarna úti. Skólinn lítur vel út og minnir nokkuð á Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, nema auðvitað að vera stærri. Svo er mjög ódýrt að búa þarna úti og ódýrt að leigja. Þarna er hópur Íslendinga sem fóru í þetta nám í vetur. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.