Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Side 15
Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. apríl 2013 15 ° ° Í ljósmyndasafni Vestmannaeyja er að finna um 200 þúsund myndir en safnið er sjöunda stærsta ljósmyndasafn landsins, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðminjasafni. Undanfarin ár hefur verið unnið að skráningu ljósmynda og þess sem á þeim er að finna og nú leita forsvars- menn safnsins á náðir bæjarbúa um aðstoð við verkið. Þannig verða ljósmyndir til sýnis í Ing - ólfsstofu Bókasafns Vestmanna - eyja alla fimmtudaga milli kl. 11 og 16 og geta bæjarbúar komið við, skoðað myndirnar og að - stoðað við að skrá það sem fyrir augu ber. „Við höfum ákveðið að reyna að auðvelda almenningi að hjálpa okkur við að bera kennsl á þá einstaklinga sem er að finna á ljósmyndum Ljós- myndasafns Vestmannaeyja. Einn dag í viku, alla fimmtudaga frá 11 til 16, munum við leggja Ingólfsstofu undir Ljósmyndasafn Vestmannaeyja þar sem við verðum með myndir Kjartans Guðmundssonar, Óskars Björgvinssonar ásamt smærri ljós- myndasöfnum úr fórum einstaklinga. Við biðjum fólk um að koma og hjálpa okkur að bera kennsl á þá sem ekki eru nafngreindir, eða jafnvel ranglega nafngreindir á myndunum. Það ber svolítið á því, t.d. í safni Kjartans,“ sagði Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestman- naeyja sem hefur yfirumsjón með Ljósmyndasafninu. „Kjartan féll frá 1950 og því erum við með seinni skipunum í að fara yfir þetta merka safn hans. Óskar skráði betur það sem er á myndum hans, en oftast eru foreldrar skráðir þegar myndir eru af börnum þeirra. Alls eru þetta um 150 þúsund myndir frá Óskari og um 20 þúsund frá Kjartani. Svo eigum við ýmis önnur smærri myndasöfn, líklega um 20 þúsund myndir samtals. Alls eru þetta því nærri 200 þúsund myndir sem við eigum og við viljum vita - skuld eiga sem réttastar upplýsingar í öllum tilvikum,“sagði Jóna. „Við verðum væntanlega ekki með allar myndirnar frammi í einu, miklu frekar tökum við þetta í smærri skref um og reynum að fá almenning í lið með okkur. Þessar upplýsingar eru mjög mikilvægar fyrir söguna því oft er það þannig að í dag vita allir hverjir eru á myndunum en eftir 20 ár fara nöfnin að detta út. Við verðum því að bregðast við sem allra fyrst,“ bætti Hrefna við. Hægt verður að skoða ljósmynda - safnið strax á morgun, fimmtudag og svo alla fimmtudaga eftir það. „Jafn- vel verður hægt að komast í safnið á öðrum tímum ef fólk á ekki heiman- gengt á fimmtudögum.“ Unnið er að því að skanna inn allar myndirnar og sjá þeir Stefán og Halli að mestu um þá vinnu. Búið er að skanna inn safn Kjartans og einnig Ingólfs frá Oddsstöðum. „Nú erum við að vinna í safni Óskars. Ljós- myndir eru hin sýnilega saga Vest- mannaeyja og fátt sem kemur manni jafn nálægt einstaklingnum og ljós- mynd af viðkomandi. Gunnar Ólafs - son gerði stórátak í skráningu á myndum Kjartans og því verki þarf að halda áfram því sú kynslóð sem þekkir þá einstaklinga sem eru á þeim myndum, er einfaldlega að hverfa. Við höfum meiri tíma með myndir Óskars en tíminn vinnur ekki með okkur og því mikilvægt að fá þessar upplýsingar áður en það verður of seint,“ segir Kári að lokum en ásamt Hrefnu og Jónu býður hann alla velkomna í Ingólfsstofu alla fimmtudaga kl. 11-16. Margir valkostir – tryggjum endurnýjun á Alþingi Fjórflokkurinn og viðhengið: XB vill raunverulegar aðgerðir í þágu heimilanna en tryggja kvótann í einkaeigu og henda stjórnarskrá fólksins í ruslið. XD vill auma skattaafslætti í leiðréttingar lána sem lenda þá á ríkissjóði. XD vill líka tryggja kvótann í einkaeigu og henda stjórnarskránni. XS vill bara ESB eða ESB. XV klórar sér í hausnum núna og „hefði viljað gera eitt og annað“. XA Björt framtíð – vill líka ESB eða ESB – en langar að segja þennan brandara oftar með að aðgerðir fyrir heimilin séu piss í skóinn og brosa út í annað á meðan þrjár fjölskyldur eru bornar út á degi hverjum. Nýju öflin: Nokkur ný öfl koma til greina hvað ofangreind stórhagsmunamál varðar. XI – Flokkur heimilanna vill leiðréttingar lána sem lenda á bönkunum ... en síðan eiga allir að vera frjálsir að því að starfa samkvæmt samvisku sinni í öðrum málum. XL – Lýðræðisvaktin vill vinna að ofangreindum málum, en þegar kemur að verðtryggingunni þá er Þorvaldur Gylfason búinn að föndra nýja verðtryggingu sem á að taka mið af launavísitölu og vísitölu neysluverðs til skiptis. XG – Hægri grænir virðast sem þeir ætli að kaupa lánasöfn af vog - unarsjóðunum á fullu verði og tryggja þeim þannig allan gróðann fyrir afsláttinn frá gömlu bönkunum og svo ætla þeir að hækka vextina og lengja í lánunum. Þetta er alveg hægt – en okkur langar að fara aðra leið. XJ – Regnboginn vill leiðréttingar lána og afnám verðtryggingar og virðist vilja færa kvótann út í byggðir landsins. XT.is – Dögun vill tryggja farveg fyrir vilja þjóðarinnar í öllum þeim málum sem nefnd voru í upphafi greinar. Leiðrétta lánin t.d. með 99% skatti af hagnaði bankanna og endurheimta ríkisaðstoðina sem þeim var veitt. Við erum líka skotin í skiptigengisleiðinni þar sem tekin yrði upp ný króna og gerð allsherj - artiltekt í hagkerfinu með losun snjóhengjunnar og niðurfærslu bæði skulda og eigna - líkt og Þjóðverjar gerðu í þýska efnahagsundrinu. Við viljum tryggja afnám verðtrygging - ar og nýtt lánakerfi með vaxtaþaki. Auðlindir í þjóðareigu og arð af þeim í ríkiskassann svo hægt sé að hækka persónuafslátt og lækka skatta. Nýja stjórnarskrá fólksins með beinu lýðræði sem veitir Alþingi nauðsynlegt aðhald. Dögun vill vinna í þjónustu og vera farveg - ur fyrir vilja þjóðarinnar í þessum stóru hagsmunamálum hennar. Okkar draumur er að fólk í ofan- greindum nýju öflum vinni saman að þessum brýnu hagsmunamálum þjóðarinnar á þingi. Öll munum við eftir einelti í barna - skóla og viljum trúa því að það sé annað í dag. Nýleg þverfagleg rannsókn sýnir þó að þrátt fyrir mikla vitundarvakningu í skólum undanfarin ár sé fátt sem bendir til þess að einelti í íslenskum grunnskólum sé að minnka (Daníel Reynisson, Hjördís Árnadóttir og Sjöfn Kristjánsdóttir, 2012). Þegar ég var í grunnskóla var menning okkar barnanna lituð af hræðslu við einelti. Þannig var það í flestum skólum og er kannski ennþá. Við vildum ekki gera neitt sem gat reitt ákveðna einstaklinga til reiði. Við reyndum að láta ekki á okkur bera og pössuðum að skara ekki fram úr til að auka ekki möguleikana á áreiti og stríðni. Það var gott að losna úr þessu um - hverfi og koma í heim þeirra full - orðnu þar sem ég hélt að ríktu önnur lögmál. Um tvítugt vann ég eitt sumar á skrifstofu Hraðfrysti- húss Eskifjarðar, þar var mér sagt að ef ég ætlaði að komast áfram í lífinu þyrfti ég að ganga í Sjálfstæð- isflokkinn. Það gerði allt skynsamt ungt fólk. Það var rétt, á Eskifirði réð Hraðfrystihúsið hverjir bjuggu á staðnum, hvaða fyrirtæki lifðu og hver dóu og hvaða stjórnmála - skoðanir fólkið hafði. Það var alla - vega mín upplifun. Ég var kosin í sveitarstjórn 2006 og sem oddviti minnihlutans taldi ég mig hafa góð tök á því að reka hagsmuni fjöldans innan kerfisins. Þá upplifði ég sömu menningu og í barnaskóla, ákvarðanir eru teknar áður en allir kjörnir fulltrúar koma að borðinu, í krafti sérhagsmuna og tengsla voru sumir alltaf sterkari en aðrir. Málefnaleg sjónarmið og gagnrýnin hugsun fengu ekki það vægi sem ég hélt að væri eðlilegt. Eftir kosningarnar 2010 var ég sá bæjarfulltrúi sem hafði mest afl atkvæða á bak við mig. Ég fór í meirihluta og varð forseti bæjar - stjórnar. Þá hélt ég að ég hefði gott svigrúm til að koma hagsmunum al- mennings á framfæri. Í viður eign - inni við stórfyrirtæki og hags - muna félög komst ég að raun um að í íslensku samfélagi eru stjórnmála- menn aðeins peð í taflinu. Völd þeirra eru alls ekki eins mikil og ætla mætti. Afl þeirra til að koma fram sjónarmiðum almennings er ekki alltaf mikið þrátt fyrir allt. Ég er komin í stöðu þess sem þarf að þóknast þeim sem sterkari eru, gæta þess að berjast ekki of harkalega og samþykkja að niðurstaða fámennra klíka sé kallað víðtækt samráð. Þetta er það prinsipplausa samfélag sem Styrmir Gunnarsson lýsir svo eftirminnilega. Þetta er hegðun sem við lærum í skólakerfinu og henni er viðhaldið alls staðar í samfélag- inu. Það er eingöngu og aðeins vegna þess að við þorum ekki að ráðast gegn því, viljum ekki vera með vesen, vera óvinsæl, lenda í einelti, stríðni eða rógburði. Við viljum ekki vera frek og leiðinleg. Prinsipplaust samfélag Þau hafa veg og vanda að Ljósmyndasafni Vestmannaeyja. Frá vinstri: Hrefna Valdís Guðmundsdóttir, Kári Bjarnason, forstöðumaður, fyrir framan hann er Jóna Björg Guðmundsdóttir, svo Stefán Gíslason og Haraldur Halldórsson Ljósmyndadagur Safnahúss Vestmannaeyja: Viljum fá almenning í lið með okkur :: segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja :: Verðum að fá upplýsingar áður en það verður of seint JÚLÍUS G. INGASON julius@eyjafrettir. is ANDREA JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR 1. sæti Dögunar ÞORVALDUR GEIRSSON 2. sæti Dögunar Dögun vill tryggja farveg fyrir vilja þjóðarinnar í öllum þeim málum sem nefnd voru í upphafi greinar. Leiðrétta lánin t.d. með 99% skatti af hagnaði bankanna og endur - heimta ríkisaðstoð - ina sem þeim var veitt. Við erum líka skotin í skiptigeng- isleiðinni þar sem tekin yrði upp ný króna og gerð alls - herjartiltekt í hag - kerfinu með losun snjóhengjunnar og niðurfærslu bæði skulda og eigna - líkt og Þjóðverjar gerðu í þýska efnahags - undrinu. Við viljum tryggja afnám verð - tryggingar og nýtt lánakerfi með vaxtaþaki. ” INGA SIGRÚNATLADÓTTIR 2. sæti á l ista Vinstr i grænna

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.