Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2014, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2014, Blaðsíða 9
° ° 9Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. júlí 2014 að takast á við hann núna í byrjun ágúst.“ Leikskóli og dvalarheimili undir sama þaki Lokaverkefnið, sem Anna Kristín vann, var mjög áhugavert en í því sameinaði hún dvalarheimili aldraðra og leikskóla. „Þau eru með sameiginleg svæði þar sem leiðir æsku og eldri borgara liggja saman á vissum tímapunktum á degi hverjum. Meginmarkmið þessarar hönnunar er að fá sem mest út úr báðum aldurshópum, þar sem börnin færa þeim eldri orku og þau eldri getað miðlað visku sinni og kunnáttu til barnanna. Þessi þróun á að minnka æskudýrkun og varðveita tungumálið um leið,“ sagði Anna. En það var ekki nóg að fá þessa fínu hugmynd, það þurfti að útfæra hana líka. „Hvað við kemur hönnuninni var innblástur fenginn frá hinum íslensku torfbæjum klæddum nýjum búningi. Það var endurtekið í gegnum alla bygginguna og áhersla lögð á þaklínuna, en hæðir og stærðir á þökunum voru hönnuð í samvinnu við innri rými byggingarinnar. Hönnunin á að gefa notandanum tækifæri á að blandast saman við arkitektúrinn og nota bygginguna sem hluta af iðjum dagsins. Burðar‑ virkið er einnig sjáanlegt til þess að skapa hreinar línur og gefa skilning á uppbyggingu byggingarinnar. Byggingin er tvær álmur sem teygja sig frá suðri til norðurs með tengingu á milli. Leikskólinn er lengst til austurs, aflokaður að innanverðu með gleri á milli sem gerir þeim eldri kleift að sjá inn í leikskólann iða af lífi og leikjum barnanna. Sameiginleg svæði koma svo í kjölfarið af leikskólanum sem tengibygging og inniheldur stórar tröppur upp í leikskólann þar sem annað hvert þrep verður að sæti sem hægt er að tylla sér í framan við sviðið. Það eru þrjár vinnnustofur sem notast til handavinnu, listar og söngs eða leiklistar allt eftir hugmyndafluginu. Út frá sameigin‑ legu svæðunum til vesturs, eru eldri íbúðirnar afmarkaðar og aðeins eldra fólkið hefur aðgang að þeim þar sem að íbúðirnar eru þeirra heimili og nauðsynlegt að hafa það meira per sónulegt. Á milli leik‑ skólans og íbúðanna er leikvöllur‑ inn fyrir krakkana, en þar hafa þau eldri möguleika á að njóta þess að sjá krakkana leika sér og fylla garðinn lífi.“ Kynnast siðum og venjum hvort annars Af hverju leikskóli og elliheimili saman? „Þegar kom að því að velja lokaverkefni hugsaði ég um að ég vildi gera eitthvað öðruvísi en venjulega. Ég hugsaði um að gera leikskóla en fannst það einhvað svo venjulegt, þannig að ég ákvað að blanda þessum ólíku aldurshópum saman því þau eiga svo margt sameiginlegt þrátt fyrir að vera búin að upplifa mismunandi leiðir í lífinu. Með þessu móti geta þau gert líf hvort annars skemmtilegra og þýðingarmeira með sögum frá hversdagslífinu eða rifja upp gamla tíma. Sem dæmi þá geta þau hist á dagataladögum (þorra, aðventu o.s.frv.) fyrir utan þessa venjulega tíma á degi hverjum. Á þorranum geta til dæmis eldri íbúarnir sagt þeim yngri sögur af beinunum úr sviðunum sem þau léku sér með í æsku því ekki var peningurinn til leikfangakaupa eins og er í dag. Þannig verður bilið brúað milli æsku og eldri með meiri vitund um líf þeirra eldri og minni hættu á æskudýrkun.“ Anna segir að þessi hugmynd sé nauðsynleg fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar. „Í samfélagi þar sem ungt fólk flytur til Reykjavíkur til að mennta sig og ekki allir snúa aftur á æskuslóðir sem gerir það að verkum að foreldrar þeirra eru ennþá á eyjunni. Sumir velja svo að skjóta rótum á meginlandinu og seinna meir koma sennilega börn inn í spilið sem ekki fá þau forréttindi að alast upp með ömmu sinni og afa. Einnig virkar þetta öfugt við fólk sem flytur til Eyja. Með þessu fyrirkomulagi kynnast ungir og aldnir siðum og venjum hvor annars sem þau annars myndu ekki gera og það sem þau fá mest út úr þessu er gleði og ánægja við að hittast á degi hverjum. Þetta á einnig við um önnur samfélög, ekki eingöngu Vest‑ mannaeyjar. Ég hafði þau forrétt‑ indi að alast upp með ömmum mínum og öfum beggja vegna og er ég mjög þakklát fyrir það í dag. Ég lærði margt og brallaði margt og mikið með þeim og varðveitast þessar minningar um ókomna tíð. Með þessu fyrirkomulagi fá börn að upplifa þetta einstaka sem ég upplifði og þau læra að meta það seinna á lífsleiðinni. Einnig sýndu kannanir fram á að einstaklingar sem alast upp með ömmum og öfum eru betur sett þegar kemur að skóla og lyfjaskammtar eldra fólksins minnkuðu mikið eftir að það fengu að umgangast börn einu sinni í viku.“ Ekki mikið að gera fyrir arkitekta á Íslandi Anna segir atvinnumöguleika arkitekta á Íslandi takmarkaða. „Í júnímánuði kom ég í starfsferð með vinnufélögum mínum til Íslands og heimsóttum við arkitektastofu sem gaf okkur innsýn í þeirra glæsilegu verk. Eftir kynninguna komst ég á spjall við eigandann sem ráðlagði mér að vera aðeins lengur í Danmörku og safna reynslu í bankann, því hún gefur vel. Eins og er, er ekki mikið fyrir stafni á Íslandinu góða fyrir arkitekta, því miður. En allt fer þetta upp á við, bara á hraða snigilsins.“ Ætlarðu að flytja heim, til Íslands og jafnvel til Eyja? „Ég er komin með dýrmæta vinnu í Kaupmannahöfn og er önnur af tveimur útskrifuðum sem er komin með vinnu. Þannig að stefnan er á Kaupmannahöfn þar sem ég er búin að ráða mig í vinnu hjá Danielsen Architecture and Space Planning til að safna reynslu og svo þegar markaðurinn er kominn upp á við á Íslandinu góða er ég alveg opin fyrir því að koma heim. Hvort æskuslóðirnar Vestmannaeyjar verði fyrir valinu verður bara að koma í ljós en taugarnar eru alltaf sterkar þangað.“ Leikstofurnar eru þrjár, allar með klósetti og hvíldarherbergi. En hvíldarherbergið er dimmt herbergi með húslaga inngangi sem er fenginn frá þakinu. Yfirlit yfir svæðið, eldri borgara íbúðirnar eru nær, leikskólinn fjær og leikvöllurinn á milli. Lítill íþróttasalur er hluti af leikskólanum og er hann sýnilegur frá sameiginlegu svæðunum. Salurinn er lækkaður um einn metra til að skapa betri tengsl milli leikskólans og sameiginlegu svæðanna ásamt því að færa meira líf inn í húsið. Íbúð eldri borgara. Yfirlit frá svölum eldri borgara, þarna er góð yfirsýn yfir sameiginlegu svæðin og leikskólann. Tröppurnar milli leikskólans og sameiginlega svæðisins tengja notendurna saman. Önnur hver trappa kemur saman í sæti og þar á móti er svið sem hægt er að nota til að koma fram á. Meginmarkmið þessarar hönnunar er að fá sem mest út úr báðum aldurs- hópum, þar sem börnin færa þeim eldri orku og þau eldri getað miðlað visku sinni og kunnáttu til barnanna. Þessi þróun á að minnka æskudýrkun og varðveita tungu- málið um leið, ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.