Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2014, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2014, Blaðsíða 1
° ° ° Vestmannaeyjum 16. júlí 2014 :: 41. árg. :: 29. tbl. :: Verð kr. 400 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is FISH& CHIPS 145 0 kr . M yn d: Ó sk ar P ét ur F ri ðr ik ss on Örlygur meistari í 11. sinn sameiginlegt húsnæði leikskóla og dvalarheimilis sÖguskoðun með hjálp snjallsíma >> 14>> 11>> 8 Makrílvertíðin í ár ætlar að standa undir nafni þrátt fyrir að veður hafi sett strik í reikninginn. Það hefur brugðið til betri tíðar síðustu daga og hafa veiðar og vinnsla gengið vel. Stutt er á miðin sem kemur sér vel fyrir vinnsluna í landi. Hjá Ísfélaginu, Vinnslustöðinni og Godthaab vinna hátt í 300 manns á vöktum allan sólarhringinn. Heildarafli í Vestmannaeyjum í sumar nálgast 12.000 tonn. „Þetta er svipað og í fyrra, ágætis gangur bæði í veiðum og vinnslu,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðar‑ stjóri Ísfélagsins í gær. „Álsey VE og Heimaey VE landa til skiptis hjá okkur, 200 til 400 tonnum í túr. Það eru komin tæp 4000 tonn í land og það er unnið á vöktum í frystihúsinu hjá okkur allan sólarhringinn. Þar vinna um það bil 70 manns við vinnsluna. Það var svipað hljóðið í Sindra Viðarssyni, sviðsstjóra uppsjávar‑ sviðs Vinnslustöðvarinnar. „Makríl‑ veiðarnar ganga ágætlega og það eru komin um það bil 5000 tonn á land hjá okkur. Það er unnið á vöktum í makrílvinnslunni og að henni koma um 150 manns þegar allt er talið til,“ sagði Sindri. Í Godthaab er búið að taka á móti 250 tonnum af makríl. „Það vinna um 40 manns á vöktum í makrílnum hjá okkur og gengur vel,“ sagði Einar Bjarnason hjá Godthaab. Huginn VE vinnur sinn afla um borð og er búinn að landa 2752 tonnum í fjórum túrum. Síðast landaði Huginn um helgina. Huginn er aflahæstur ásamt Vilhelm Þorsteins syni EA samkvæmt síðustu tölum frá Fiskistofu Sólarhring höfn í höfn Kap VE og Ísleifur VE voru að toga rétt austan við Kötlutangann þegar Eyjafréttir slógu á þráðinn til Gísla Garðarssonar, skipstjóra á Kap seinni partinn í gær. Þá var aðeins kaldi og lítið að sjá í augnablikinu en í gærmorgun fengu þeir 60 tonn. Gísli segir að makrílvertíðin í ár sé að mestu svipuð og þær hafa verið undanfarin ár. „Já, þetta er mjög svipað en veðrið hefur verið að stríða okkur. Það var sannkallað vetrar‑ veður sem við fengum á okkur um daginn en það hefur verið fínt síðustu daga og góð veiði,“ sagði Gísli. Þrír bátar veiða makríl fyrir Vinnslustöðina, Kap VE, Sighvatur Bjarnason VE og Ísleifur VE. Þeir eru með tveggja báta troll og skiptast Kap og Sighvatur á að fara í land með aflann. Ísleifur er það sem sjómenn kalla „hlera“ og vísar til toghlera á hefðbundnum trollum. „Við höfum gert þetta frá 2006 með mjög góðum árangri,“ sagði Gísli. Allur makríllinn er unninn til mann ‑ eldis og mega bátarnir koma með 250 til 300 tonn í túr. „Þetta hefur verið sólarhringurinn höfn í höfn enda stutt að fara. Makríllinn núna er heldur stærri en í fyrra og nú fitnar hann skart. Makríllinn er góð búbót fyrir alla,“ sagði Gísli að endingu. Makrílvertíðin :: Heildarafli á land í Eyjum nálgast 12.000 tonn: Hátt í 300 manns á vökt- um allan sólarhringinn :: Svipaður gangur og undanfarin ár :: Heldur stærri fiskur en í fyrra :: Makríllinn er góð búbót fyrir alla segir skipstjórinn á Kap VE Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Það koma margar hendur að vinnslu makrílsins í landi og það var handagangur í öskjunni þegar ljósmyndari Eyjafrétta leit við í Godthaab í vikunni. Mikið er þetta skólafólk sem fær vel þegna aura í vasann fyrir veturinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.