Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2014, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2014, Blaðsíða 15
° ° Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. júlí 2014 15 Jonathan Glenn skorar fyrra mark sitt eftir sendingu Jóns Ingasonar. ÍBV – Meistara- flokkur kvenna: Tvær banda- rískar Meistaraflokki kvenna hjá ÍBV barst liðstyrkur í vikunni en félagaskiptaglugginn opnaði þann 15. júlí. Eyjakonur hafa farið ágætlega af stað en eru þó neðar en áætlað var. Stelpurnar sem koma til liðsins koma báðar frá Bandaríkjunum. Önnur er varnarmaður og kemur frá Duke‑háskólanum, fædd 1991 og heitir Natasha Anasi. Ariana Calde‑ ron er fædd 1990 og getur leikið sem framliggjandi miðjumaður eða vængmaður. Eyjakonur mæta Breiðabliki í dag, þær Natasha og Ariana eru komnar með leikheimild og geta því komið inn á. Íþróttir Framundan Föstudagur 18. júlí Kl. 16:00 ÍBV 2‑ Breiðablik 4 5. flokkur karla D‑lið Kl. 17:00 ÍBV ‑ Breiðablik 3 4. flokkur karla B‑lið Kl. 18:00 FH ‑ ÍBV/KFR 3. flokkur karla C‑lið Laugardagur 19. júlí Kl. 14:00 KFS ‑ KB 4. deild karla B‑riðill Sunnudagur 20. júlí Kl. 17:00 ÍBV ‑ Fram Pepsídeild karla Mánudagur 21. júlí Kl. 18:00 ÍBV ‑ Selfoss Pepsi‑deild kvenna Þriðjudagur 22. júlí Kl. 18:00 Þróttur ‑ ÍBV 2. flokkur karla Kl. 16:00 Þróttur/ÍA ‑ ÍBV 2. flokkur kvenna Miðvikudagur 23. júlí Kl. 16:30 ÍBV/KFR ‑ Breiðablik 2 3. flokkur karla A‑lið Kl. 18:00 ÍBV/KFR ‑ Breiðablik 2 3. flokkur karla B‑lið Fimmtudagur 24. júlí Kl. 16:00 ÍBV ‑ Haukar 2. flokkur kvenna Pepsídeild karla: ÍBV - Fjölnir 4 - 2. KFS - Ísbjörninn 2 - 1 Meistaramót FRÍ: Pepsídeild karla Loksins tókst meistaraflokki karla að sigra í heimaleik í Pepsi-deild- inni en sigurinn kom á Hásteins- velli gegn Fjölni í mjög svo skemmtilegum leik þar sem Eyja- menn stjórnuðu ferðinni, þó aðal- lega í seinni hálfleik. Eyjamenn höfðu unnið síðustu tvo leiki áður en kom að þessum en það voru útisigurinn í Keflavík og bikarsig- urinn gegn Þrótti. Lokatölur voru 4:2 sem verður að teljast sann- gjarnt. Það virkaði eins og ekkert ætlaði að ganga upp fyrir ÍBV þegar Ragnar Leósson, fyrrum leikmaður ÍBV, lagði boltann fyrir sig með hendinni og sendi hnitmiðaða sendingu á Christopher Tsonis sem kom Fjöln‑ ismönnum yfir eftir rúmlega tíu mín‑ útna leik. Þá sneru Eyjamenn leiknum sér í hag og uppskáru loks þegar heitasti framherji deildarinnar, Jonathan Glenn, skoraði glæsilegt skallamark eftir sendingu Jóns Ingasonar. Glenn var aftur á ferðinni eftir hornspyrnu Jóns en þá átti Arnar Bragi Bergsson skot að marki sem Glenn tókst að stýra í netið. Eyjamenn virtust hafa leikinn í hendi sér en þá birtist Christopher Tsonis aftur inni í vítateig þeirra og skoraði mark. Eyjamenn fundu þá Eyjahjartað og svöruðu með fimmta marki leiksins þegar Atli Fannar Jónsson stýrði boltanum í fjærhorn‑ ið með bakinu. Eftir þetta ætluðu heimamenn ekki að gefa færi á sér. Voru þéttir í vörn‑ inni en Víðir Þorvarðarson sýndi snilli sína þegar hann sneri af sér varnarmann og skaut boltanum í stöngina og þaðan inn. Víðir hefur skorað glæsileg mörk í sumar. Reyndist þetta vera lokamark leiks‑ ins og lyftu Eyjamenn sér því tíma‑ bundið í 8. sæti deildarinnar en sök‑ um annarra úrslita sitja þeir í því tíunda. Jonathan Glenn sýndi aftur hvers hann er megnugur en mörkin hans koma yfirleitt innan úr vítateignum. Hann stekkur gríðarlega hátt og er lunkinn að komast í boltann á undan markvörðum andstæðinganna. Sig‑ urður Ragnar Eyjólfsson er gríðar‑ lega ánægður með kappann og lét hafa þessi orð eftir sér í viðtali við Fréttablaðið. „Það er markmiðið hans að vera markahæstur í Pepsi‑ deildinni, hann hefur alla burði til þess, mér finnst hann frábær senter.“ Jonathan Glenn sýndi aftur hvers hann er megnugur :: Skoraði tvö :: Er heitasti framherjinn í deildinni KFS fékk Ísbjörninn í heimsókn í vikunni en þetta er í þriðja skiptið sem liðin mætast á tímabilinu. KFS sló Ísbjörninn út í Lengju- bikarnum með fimm mörkum gegn einu og í deildinni með fjór- um mörkum gegn einu. Núna lauk leiknum með tveimur mörkum heimamanna gegn einu marki gestanna. Leikmenn Ísbjarnarins mættu með gríðarlega sterkt lið á Þórsvöllinn og ætluðu að selja sig dýrt fyrir framan um það bil fimmtíu áhorfendur. Stjörnum prýtt lið KFS reið á vaðið og skallaði Gauti Þorvarðarson sendingu Einars Kristins Kárasonar í markið eftir rúmlega þrjátíu mín‑ útna leik. Tryggvi Guðmundsson fékk pláss og tíma inni í vítateig Ísbjarnarins í seinni hálfleik og lét ekki bjóða sér það tvisvar. Skilaði boltanum snyrti‑ lega í hliðarnetið og KFS því komið í lykilstöðu. Eftir klaufagang í vörn gestgjafanna minnkaði Ísbjörninn muninn og urðu lokamínúturnar æsispennandi. Ekki tókst gestunum að jafna metin og er því KFS með sjö stiga forskot á toppi riðilsins. Tryggvi Guðmundsson og Gauti Þorvarðarson, markaskorarar KFS í leiknum, eru jafnir í öðru til þriðja sæti yfir markahæstu menn riðilsins með átta mörk í átta leikjum hvor. Eyjamenn áttu fulltrúa á Meistaramóti Frjálsíþróttasam- bandsins sem fram fór í Kapla- krika um síðustu helgi. Það var Hlynur Þorsteinsson hlaupari og varð hann tvöfaldur Íslands- meistari. Hlynur sem keppir undir merkjum ÍR keppti í 5000 m hlaupi og sigraði á tímanum 15:01,69 mínútum. Hann bar einnig sigur úr býtum í 1500 m hlaupi á tímanum 3:55,94 mínútum. Þetta var 88. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum og voru keppendur rúmlega 180. Með sjö stiga forskot á toppi riðilsins Hlynur tvöfaldur Íslandsmeistari Þórarinn Ingi Valdimarsson er genginn í raðir ÍBV á nýjan leik eftir að hafa verið í láni hjá Sarps- borg 08 í Noregi. Hann hefur ekk- ert nema gott um Noreg að segja og hefur hann notið þess að vera þar. Hann segist sjálfur hafa viljað koma heim og hjálpa ÍBV. „Eyjamenn eru í vanda staddir og félagið hefur gert allt fyrir mig í gegnum tíðina. Vonandi get ég kom‑ ið heim og hjálpað liðinu,“ sagði Þórarinn Ingi í samtali við vefmiðil‑ inn 433.is Hann er gríðarlega mikill fengur fyrir Eyjamenn sem eru nú í vanda staddir eins og hann segir sjálfur. Sarpsborg 08 vildi kaupa Þórarinn en ekki náðist samkomulag við ÍBV um kaupverð. Þórarinn Ingi getur því spilað með ÍBV gegn Fram á sunnudaginn á Hásteinsvelli en bæði þessi lið eru í bullandi fallbaráttu. Þórarinn getur spilað flestar stöður eins og hann hefur sýnt í hvíta bún‑ ingnum. Hann er einungis 24 ára og á framtíðina fyrir sér í íþróttinni. Glenn í úrvalsliðið Jonathan Glenn, framherji ÍBV, hef‑ ur verið valinn í úrvalslið umferða 1‑11 hjá stærsta fótboltamiðli lands‑ ins, Fótbolta.net. Glenn fór mjög illa af stað í upphafi móts, glímdi við meiðsli en hefur jafnað sig af þeim og skorað hvert markið á fætur öðru. Er nú markahæsti leikmaður Pepsi‑ deildarinnar með sex mörk ásamt Herði Sveinssyni í Keflavík og Jeppe Hansen sem lék með Stjörn‑ unni en hefur nú skipt aftur yfir til Danmerkur. Þetta er mikil viður‑ kenning fyrir Glenn sem á eflaust eftir að halda áfram á sömu braut í síðari hluta Íslandsmótsins. Þórarinn Ingi Valdimarsson er kominn með leikheimild með ÍBV: Vildi koma heim og hjálpa ÍBV :: Félagið hefur gert allt fyrir mig í gegnum tíðina :: Vil endurgjalda það Pepsídeild kvenna Stjarnan 9 8 0 1 34:7 24 Þór/KA 9 5 2 2 13:9 17 Breiðablik 8 5 1 2 23:6 16 Selfoss 9 5 1 3 22:16 16 Valur 9 4 2 3 19:15 14 Fylkir 8 4 2 2 7:5 14 ÍBV 8 4 0 4 16:10 12 FH 9 2 2 5 7:30 8 Aftureld. 8 1 0 7 6:28 3 ÍA 9 0 0 9 4:25 0 Pepsídeild karla FH 11 7 4 0 18:6 25 Stjarnan 11 6 5 0 19:13 23 KR 11 6 1 4 15:13 19 Víkingur R. 11 6 1 4 14:14 19 Keflavík 11 4 4 3 17:14 16 Valur 11 4 3 4 16:15 15 Breiðablik 11 2 6 3 13:15 12 Fjölnir 11 2 5 4 17:20 11 Fylkir 11 3 2 6 15:21 11 ÍBV 11 2 4 5 16:19 10 Fram 11 2 3 6 15:22 9 Þór 11 2 2 7 18:21 8

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.