Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2014, Blaðsíða 6
°
°
6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. júlí 2014
Umhverfisráð fékk tvær umsóknir
um leyfi fyrir pylsuvagni og
veitingavagni yfir þjóðhátíðarhelg‑
ina. Báðir fengu nei.
Baldur Ingi Halldórsson sótti um
fyrir Bæjarins bestu sf. og Fjóla
Sigurðardóttir fyrir Lobster‑Hut .
Allir þekkja bæjarins bestu pylsur
en Lobster Hut selur, eins og nafnið
bendir til, humarsúpu og humar‑
samlokur.
Báðum var neitað á þeim for‑
sendum að öllum stöðuleyfum fyrir
veitingavagna hefur þegar verið
úthlutað fyrir árið 2014.
Vantar sjálfboðaliða í innrukkun á
föstudags‑ og laugardagskvöld á
Þjóðhátíð. Áhugasamir hafið
samband við Evu í síma 861‑0147
eða Hafdísi 865‑6878. Líflegar
vaktir fyrir alla, líka þá sem ekki
ætla í dalinn. Með von um góðar
undirtektir.
Sigurjón Pálsson f.h. Ísfélagsins
sótti um leyfi til umhverfis‑ og
skipulagsráðs fyrir byggingu á
frystiklefa, flokkunarstöð og
tveimur hráefnistönkum á lóð
fyrirtækisins að Strandvegi 102.
Einnig var sótt um leyfi til að koma
upp löndunarbúnaði á bryggju.
Fyrir liggja umsagnir Vinnueftir‑
lits, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
og Eldvarnaeftirlits Vestmannaeyja.
Ráðið frestaði afgreiðslu og vísaði
erindinu til umsagnar hjá fram‑
kvæmda‑ og hafnarráði.
Á fundi umhverfis‑ og skipulags‑
ráðs í síðustu viku lágu fyrir tvær
umsóknir um byggingarlóð að
Hásteinsvegi 14b undir einbýlishús.
Samkvæmt vinnureglum ráðsins var
dregið um lóðina og kom það í hlut
Birgittu Kristjónsdóttur fulltrúa
sýslumanns Vestmannaeyja að
draga úr umsóknum,
Hnossið hrepptu Yngvi Sigurður
Sigurgeirsson og Oddný Þorgerður
Garðarsdóttir en Sveinn Valþór
Sigþórsson og Baldvina Sverris‑
dóttir sitja eftir með sárt ennið.
Yngvi og Oddný skulu skila
fullnægjandi teikningum fyrir 15.
janúar 2015. Valþóri og Baldvinu
er úthlutað henni til vara.
Ásókn í að
selja pyls-
ur og hum-
arlokur
ÍBV íþróttafélag:
Sjálfboða-
liðar óskast
Ísfélagið
stækkar
við sig
Dregið um
Hásteinsveg 14:
Oddný
og Yngvi
höfðu
betur
Bæjarráð :: Flutningur opinberra
starfa á landsbyggðina:
Hallar veru-
lega á lands-
byggðina
:: Styður allar skynsamlegar
aðgerðir ríkisstjórnarinnar til
að efla landsbyggðina
Það hrikti víða í þegar Sigurður
Ingi Jóhannsson, atvinnuvega-
ráðherra, tilkynnti þá ákvörðun
sína að flytja Fiskistofu frá
Hafnarfirði til Akureyrar. Þetta
var tekið fyrir í bæjarráði í
síðustu viku og var byrjað á að
óska kjörnum fulltrúum og
íbúum Akureyrar til hamingju
með þá niðurstöðu að höfuð-
stöðvar Fiskistofu skuli verða
fluttar þangað.
„Það er von og trú bæjarráðs að
slíkt verði til að efla enn frekar
þann sóknarhug sem einkennt hefur
Akureyri á seinustu árum, auka fjöl‑
breytni í atvinnulífinu og færa
stoðkerfi sjávarútvegsins nær þeim
byggðarlögum sem byggja afkomu
sína á grunnatvinnuveginum,“ segir
í bókun bæjarráðs sem lýsir yfir
mikilli ánægju með að ríkisstjórn
skuli þegar hafa hafist handa við að
efna loforð í stjórnarsáttmálanum
um að mikilvægt er að stuðla að
fjölbreyttum atvinnutækifærum um
allt land, m.a. með dreifingu
opinberra starfa.
Störfum misdreift
Þar hallar verulega á landsbyggðina
og segist bæjarráð styðja allar
skynsamlegar aðgerðir ríkisstjórnar‑
innar til að efla landsbyggðina og
þar með talið flutning starfa í önnur
byggðarlög. Bent er á svar við
fyrirspurn Gunnars Braga Sveins‑
sonar í október 2012 þar sem kemur
fram að opinberum störfum er mjög
misdreift á landið. „Þannig eru til
dæmis 23 íbúar á bak við hvert starf
í Fjarðabyggð, 24 í Vesturbyggð, 17
í Norðurþingi, 15 á Ísafirði og 13 í
Árborg. Í Vestmannaeyjum eru
4280 íbúar og hér eru 135 stöðu‑
gildi hjá ríkinu. Það merkir að á bak
við hvert slíkt stöðugildi í Vest‑
manneyjum er 31 íbúi.“
Bæjarráð minnir sérstaklega á að á
Íslandi eru 17.516 stöðugildi
opinberra starfsmanna (tölur frá
2011) og hefur þeim fjölgað um
227 síðan 2007. Á þessum tíma
hafa stór skörð verið höggin í
þjónustu ríkisins í Vestmannaeyjum
með tilsvarandi fækkun starfs‑
manna.
Til að undirbúa enn frekar flutning
starfa og stofnana til Vestmannaeyja
samþykkti bæjarráð að stofna
stýrihóp til undirbúnings og skipa í
hann á næsta fundi.
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Lítið hefur gefið til málningar úti
við síðustu daga og vikur.
Rigning flesta daga og ekki að
sjá að breyting verði á. Er þetta
annað sumarið í röð sem
veðráttan kemur í veg fyrir að
hægt sé að fara upp um veggi
og þök með rúllu og pensil og
fegra með því umhverfið. Með
von um betri tíð hafa Húsa-
smiðjan og Miðstöðin boðið
sérstök þjóðhátíðartilboð á
útimálningu. Málum Eyjar,
fegrum bæinn fyrir þjóðhátíð,
segir Húsasmiðjan í auglýsing-
um og Miðstöðin er með
þjóðhátíðartilboð.
„Með þessu erum við að reyna að
fegra bæinn og ákváðum að gefa
góðan afslátt fram að þjóðhátíð,“
sagði Ríkharður Hrafnkelsson,
verslunarstjóri Húsasmiðjunnar í
Eyjum, í samtali við Eyjafréttir.
„Það kom upp vegna þess að gestir
sem hingað koma hafa nefnt að
eitthvað vanti upp á að hús hér séu
almennilega máluð, sérstaklega í
neðri bænum. Með því að bjóða
málningu á góðu verði erum við að
leggja okkar af mörkum í að bæta
ásýnd bæjarins.“
Ríkharður segir að því miður hafi
veðrið í sumar ekki hjálpað til. „Já,
það hefur ekki verið hagstætt veður
til útiverka. Því miður og ekkert útlit
fyrir betri tíð á næstunni en alltaf
styttir upp að lokum og þá erum við
tilbúin í slaginn.“
Björgvin Hallgrímsson, verslunar‑
stjóri í Miðstöðinni segir að
hugmyndin hafi komið frá Málningu
hf. sem í fyrra bauð upp á sérstök
goslokatilboð sem var vel tekið.
„Það var gert vegna þess að þá var
40 ára goslokaafmæli og nú stendur
þjóðhátíð á tímamótum, er 140 ára á
þessu ári,“ sagði Björgvin um
málningartilboð Miðstöðvarinnar og
Málningar. „Viðbrögð hafa verið
mjög fín þó veðrið hjálpi ekki en
þegar koma góðir dagar fer allt af
stað. Er gaman að geta lagt fólki lið í
að fegra bæinn með þessum hætti.“
Svo nálgast þjóðhátíð og þá þarf
að huga að ýmsu. „Við erum með
málningu sem hentar á tjaldsúlurnar
og húsgögnin í tjaldið og hún er
líka á góðu verði hjá okkur,“ sagði
Björgvin.
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Húsasmiðjan og Miðstöðin ::
Þjóðhátíðartilboð á útimálningu:
Málum og
fegrum bæinn
fyrir þjóðhátíð
:: Vilja segja rigningunni stríð
á hendur :: Stoppar fólk í að
mála úti
Fyrsta fund nýs fræðsluráðs sátu
Trausti Hjaltason formaður,
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
varaformaður, Sindri Haralds-
son, Silja Rós Guðjónsdóttir,
Gunnar Þór Guðbjörnsson, Jón
Pétursson, framkvæmdastjóri
sviðsins, Sigurlás Þorleifsson
skólastjóri Grunnskólans,
Emma Hinrikka Sigurgeirsdóttir,
aðstoðarskólastjóri á Kirkjugerði
og áheyrnarfulltrúarnir Helga
Björk Ólafsdóttir, Helga
Tryggvadóttir og Hildur Jóhanns-
dóttir.
Hildur Sólveig, formaður starfshóps
um viðhalds‑ og húsnæðisþörf
skólastiga, fór yfir skýrslu hópsins
þar sem kemur fram að mikil
fækkun hefur verið á börnum á leik‑
og grunnskólaaldri. Hefur þeim
fækkað um 34% frá árinu 2000. Nú
er nemendafjöldinn um 780 og útlit
fyrir svo verði, svo langt sem hægt
er að sjá, næstu fimm til tíu árin.
Kom fram að eins og staðan er í dag
er nægt húsnæði á leikskólum
bæjarins og hægt að mæta mark‑
miðum sveitarfélagsins um að koma
18 mánaða börnum inn að hausti. Í
skýrslunni segir að í dag sé
sveigjanleiki lítill í Hamarsskóla
því með tilkomu fimm ára leik‑
skóladeildarinnar Víkur hafi
kennslustofum þar fækkað. Meiri
sveigjanleiki er hinsvegar Barna‑
skólamegin og kennslurými þar
meira en nægilegt.
Í skýrslunni kemur fram að aukið
samstarf milli stjórnenda GRV og
Kirkjugerðis hafi orðið til þess að
skólahúsnæði er betur nýtt og skipti
skipulag innra starfs skólanna miklu
hvað þetta varðar. Framundan er
kostnaðarsamt viðhald við GRV,
aðallega við Barnaskólann og
nauðsynlegt er að grípa til ráð‑
stafana til að bæta hljóðvist við
fimm ára deildina ásamt því að
ýmissa lagfæringa er þörf við
leikskóla bæjarins.
Fræðsluráð lagði til að Bjarna
Ólafi Marinóssyni verði falið að
útbúa viðhaldsáætlun til lengri og
skemmri tíma fyrir skólahúsnæði
bæjarins með það að markmiði að
draga úr kostnaðarsveiflum og
auðvelda fjárhagsáætlunargerð.
Fyrsti fundur nýs fræðsluráðs:
Krökkum á leik- og grunnskóla-
aldri fækkað um 34% frá 2000
:: Núna 780 :: Fjöldinn verður óbreyttur næstu fimm til tíu árin
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Þessi hópur 5 ára barna útskrifaðist af Víkinni í vor og hefur nám við Grunnskóla Vestmannaeyja í haust.