Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2014, Blaðsíða 10
°
°
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. júlí 2014
Sigurður VE 15, nýtt skip
Ísfélagsins, lagði af stað til
Íslands frá Tyrklandi á laugar-
daginn og er gert ráð fyrir að
siglingin taki tólf sólarhringa.
Sigurður VE er smíðaður í
Tyrklandi og fóru síðustu
dagarnir úti í prufukeyrslur
með áhöfn þess.
„Hann er væntanlegur til heima‑
hafnar í Vestmannaeyjum 24. til 25.
júlí,“ sagði Eyþór Harðarson,
útgerðarstjóri Ísfélagsins þegar rætt
var við hann á mánudaginn.
„Skipstjóri er Hörður Guðmunds‑
son og yfirvélstjóri Svanur
Gunnsteinsson.“
Ísfélagið :: Sig-
urður VE lagður
af stað heim:
Hörður
skipstjóri
og Svanur
yfirvélstjóri
:: Væntanlegur
24. til 25. júlí
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Sigurður VE er 80 metra langur og 17 metra breiður og er afar vel búinn til veiða á uppsjávarfiski s.s. loðnu, síld, makríl og kolmunna. Aðalvélin
er 4.500 kW og kæligetan er 2x1.300.000 kcal/klst. Kælitankar skipsins eru 12 og eru samtals 2.970 rúmmetrar þannig að burðargeta skipsins er
mikil og styður hún vel við öfluga landvinnslu félagsins í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn.
Vélstjóri á Herjólf
Eimskip vill ráða 1. vélstjóra á Herjólf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Full réttindi samkvæmt reglum STCW lll/2
• Nauðsynlegt að geta unnið undir álagi
• Jákvæðni og þjónustulund
• Hreint sakavottorð
Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Hulda Guðmundsdóttir í síma 525 7166,
hg@eimskip.is
Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí 2014.
Öllum umsóknum verður svarað og farið með
þær sem trúnaðarmál.
Fundagerðarbækur Jötuns
Bókasafn Vestmannaeyja er að skanna fundargerðarbækur Jõtuns frá
upphafi í tilefni 80 ára afmælis Jõtuns þann 24 okt. n.k. Okkur vantar
tvær bækur í safnið annarsvegar árin 1937-1945 og 1953-1960 hins-
vegar. Okkur þætti vænt um að þessar bækur kæmu í leitirnar.
Ef einhver hefur grænan grun um hvar þær eru niðurkomnar
vinsamlegast hafi ð samband við félagið.
SJÓMANNAFÉLAGiÐ JÖTuNN
Skólavegi 21b | s. 481 2700
Birna Þórsdóttir var í fimmta
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
bæjarkosningunum í vor.
Flokkurinn bætti við sig manni,
fór úr fjórum bæjarfulltrúum í
fimm og er Birna ein þeirra.
Birna er 28 ára og sat sinn fyrsta
bæjarstjórnarfund 3. júlí sl. Við
spurðum hana hvernig henni
hefði litist á blikuna.
Hvernig var að sitja þinn fyrsta
bæjarstjórnarfund? „Það var
náttúrulega ekki mikið af stórum
málum en aðalmálin voru að skipa í
nefndir, forseta bæjarstjórnar og
bæjarstjóra. En þetta var mjög
skemmtilegt og spennandi.“
Var þetta eins og þú bjóst við? „Já,
ég vissi í rauninni ekki við hverju
var að búast, ég var hreinlega að
renna út í blint, hef aldrei komið á
svona fund áður. En þetta er mjög
skemmtilegt og mjög fullorðins,“
segir Birna hlæjandi.
Hvernig gekk fundurinn? „Það
gekk bara mjög vel að læra inn á
þetta og kynnast þessu. Til dæmis
þá ætlaði ég nú að sitja hinum
megin við borðið en mér var
vinsamlegast bent á að sitja réttum
megin við borðið. Ég sem ætlaði að
vera voðalega „líbó“ eða afslöppuð,
þetta var pínu fyndið,“ segir Birna
með bros á vör.
Er þetta eitthvað sem þú vilt gera í
framtíðinni? „Allavega líst mér
mjög vel á þetta enn sem komið er
og ég hlakka mikið til að koma mér
inn í þetta. Þetta er bara mjög
spennandi því ég hef mikinn áhuga
á velferð Vestmannaeyja. Ég er pínu
„kontrolfrík“ og því held ég að það
henti mér vel að fá að vera með
puttana í málefnum heimahaganna.“
Hvernig líst þér á framhaldið?
„Mjög vel en við getum alltaf gert
betur, hlakka til að sökkva mér
dýpra í málin og hafa eitthvað um
þau að segja, sjá verkefni þróast frá
byrjun og verða að veruleika.“
Birna á svo sannarlega framtíðina
fyrir sér í stjórnmálum og verður
gaman að fylgjast með henni í
komandi framtíð.
Birna Þórsdóttir bæjarfulltrúi eftir fyrsta fundinn:
Skemmtilegt og fullorðins
:: Hafði aldrei komið á svona fund áður
SÓlEy DöGG
GuðBJörnSDÓTTIr
frettir@eyjafrettir.is