Bæjarblaðið - 14.05.1982, Qupperneq 1
7. tölublað
14.maí 1982
4.árgangur
Á háðíðisdegi verkalýðsins, 1.
maí sl., kom ný og sérstaklega
ánægjuleg viðbót við atvinnu-
tæki okkar Skagamanna, til
landsins. Skipaskagi AK 102
lagðist þá við bryggju í heima-
höfn sinni í fyrsta sinn. Eigandi
þessa nýja skips er hraðfrysti-
húsið Heimaskagi hf., en þaðfyr-
irtæki hefur undanfarið ár barist
fyrir því að fá keyptan togara til
að tryggja hráefnisöflun.
Hið nýja skip er talsvert minna
en þeir togarar sem fyrirtækið
hafði fyrst í huga, en vonir eru
samt bundnar við að hann nái að
uppfylla brýnustu þarfir fyrirtæk-
isins. Skipaskagi er 299 brúttó-
lestir að stærð og er byggður ár-
ið 1974 í Englandi. Skipið hefur
verið gert út frá Aberdeen, en
áður en það kom hingað voru
gerðar breytingar á vistarverum
áhafnar auk þess sem það var
búið öllum þeim tækjum sem
bestgerast í dag.
Skipstjóri á Skipaskaga er
Oddur Gíslason, sem lengst af
hefur verið skipstjóri á Gróttu AK
101. Fyrsti stýrimaður er Þórar-
inn Guðmundsson og fyrsti vél-
stjóri er Magnús Villi Vilhjálms-
son.
Bæjarblaðið óskar Heima-
skaga hf. og áhöfn Skipaskaga
til hamingju með skipið.
1«
Skipaskagi AK 102 við bryggju
1. maí sl.
Sumarið er komið. Með
sumarblíðunni færist aukið
líf í allt og alla. Þessir strák-
ar, sem urðu á vegi Árna
Ijósmyndara bjaðsins í blíð-
unni um daginn, hafa heldur
betur lifnað við í góða veðr-
inu. Þó svo að fótbolti sé
með á myndinni þá benda
tilburðirnir nú fremur til fjöl-
bragðaglímu eða þess sem
HðFNIN DÝPKAR
Undanfarna daga hefur dýpk-
unarskipið Grettir unnið við
dýpkun á höfninni hér. Dýpkað
var við Sementsverksmiðju-
bryggjuna en þar hafði hlaðist
upp mikill sandur að austan-
verðu. Síðustu daga hefurskipið
síðan unnið að dýpkun við norð-
anverða litlu bryggjuna, en þar
var orðin mikil þörf á dýpkun, þar
sem stærstu landróðrabátar
höfðu jafnvel tekið niðri þegar
lágsjávað var.
Áður hafði Grettir unnið við
dýpkun framan við skipalyftu
Þorgeirs og Ellerts, en þar er
verið að undirbúa byggingu við-
legukants, sem kemurtil með að
stórbæta aðstöðu til skipavið-
gerða hér á Skaga. Grettir hefur
um borð skurðgröfu sem mokar
úr botninum upp í pramma, sem
siglir síðan hér út fyrir flös og
losar, með því að hleypa leðju
þessari niður botn sér. Stór und-
arlegt skip það.
Ameríkönum datt einhvern-
tíma í hug að kalla fótbolta.
En sennilega myndi Friðjón
dæma víti á þetta.
Áfengis-
málin
-sjábls. 3
Grettir að störfum í Akraneshöfn.
Haraldur AK 10:
Aflahæstur á
vetrarvertíö
— talsvert minni heildarafli en í fyrra
Vetrarvertíð lauk síðastliðið
föstudagskvöld, 7. maí. Níu bátar
frá Akranesi reru með línu og net á
vertíðinni og einn bátur, Rán, var á
trolli. Ágætis afli var framan af ver-
tíð og til dæmis var heildaraflinn
um miðjan apríl orðinn um 500
tonnum meiri en á sama tíma í
fyrra. Eftir þorskveiðibannið um
páskana brá hins vegar svo við að
lítið fiskaðist og endirinn varð sá
að heildaraflinn varð mun minni
en í fyrra. Heildarafli bátanna á
vetrarvertíðinni nú varð 4874 tonn
en heildarafli þeirra á vertíðinni í
fyrra varð 5304. Sem sagt 430
tonnum minni afli hjá Skagabátum
nú en í fyrra.
Aflahæsti Akranessbáturinn á
vetrarvertíðinni varð Haraldur AK
10, með 667 tonn. Skipstjóri á
Haraldi er Kristófer Bjarnason.
Haraldur stundaði veiðar með línu
fyrstu tvo mánuðina og hafði beit-
ingavél um borð og var eini Akra-
nesbáturinn með slíka vél, það
sem eftir var vertíðar var báturinn
á netum. Tveir bátar Skírnir og
Sólfari skiptu yfir á línu af netum
eftir stoppið um páskana. Rán var,
eins og áður segir, alla vertíðina á
trolli, en aðrir bátar á netum.
Afli einstakra báta á vertíðinni
var sem hér segir:
tonn
Anna....................... 456
Grótta..................... 595
Haraldur................... 667
Rán........................ 298
Rauðsey.................... 426
Reynir..................... 290
Sigurborg.................. 547
Sigurfari.................. 479
Skírnir.................... 553
Sóifari.................... 563
Netabátarnir eru nú að tínast til
veiða að nýju. Haraldur fer á línu-
veiðar, verður á útilegu með beit-
ingavélina. Sigurborg og Rauðsey
halda á þorskanet að nýju. Anna,
Sigurfari og Grótta fara allir á troll,
ásamt hinum nýja Skipaskaga. Þá
hafa Sólfari og Skírnir ekkert
stoppað og eru og verða á línu.
Ahöfnin á Haraidi. Standandí fra vinsti: Þorsteinn Ingason, háseti, Svanur Hauksson, háseti, Tómas
Ssgurðsson, 2. stýrim., Jón ViSbsrgsson, háseti, Árni Aðalsteinsson, 2. vélstj., KristjánKristjánsson,
stýrimaður. Sitjandi frá vinstri: Vaimundur Þorsteinsson, kokkur, Gísli Hallbjörnsson, vélstjóri, Hall-
dór Aðaigeirsson, háseti, Kristófer Bjamason, skipstjóri og Hjörtur Guðnason, háseti. Litlu mennirnir
tveir eru fastir aðstoðarmenn við bryggju og heita Bjami Kristófersson og Kristján Kristjánsson
(Ijósm.Árni).