Bæjarblaðið - 14.05.1982, Qupperneq 2
2
Bœjorblodid
Bœiorblotfíd
7. tbl. 4. árg. 14. maí1982.
Útgefandi: Bæjarblaðið sf., pósthólf 106,300 Akranes
Ritstjóm:
Haraldur Bjamason sími 2774 og
Sigþór Eiríksson sími 1919
Blaðamaður:
Adolf Friðriksson.
Ljósmyndir: Ámi Ámason sími 2474.
Útlit: Leturval sf.
Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Prentval.
Tveir lisfamenn af Skaganum:
BJARNIÞOR OG GUTTI
SÝNA í BÓKASAFNINU
Sundlaugarsjóður sjúkrahússins:
Rausnarleg gjfif
Nýlega barst sundlaugarsjóði Sjúkrahússins vegleg gjöf. Gjöf
þessi er komin frá tveimur bændum, sem ekki vildu láta nafna sinna
getið, og er hún upp á 105.444.93 kr.
Sjóðurinn til styrktar byggingu sundlaugar við sjúkrahúsið var
stofnaður fyrir um tveimur árum af áhugafólki um slíka byggingu. í
samtali sem Bæjarblaðið átti við Guðmund Árnason lækni, kom fram
að nú eru í sjóðnum um tvö hundruð þúsund krónur. Kvenfólkið hefur
verið sérlega duglegt að safna í sjóðinn og t.d. er nú í gangi söfnun
hjá Sambandi borgfiskra kvenna fyrir sjóðinn.
Þeim sem kynnu að hafa áhuga að leggja þessu málefni lið, er bent
á að sjóðurinn hefur vaxtaaukareikning nr. 7767 í Samvinnubankan-
um hérá Akranesi.
Þeir Bjarni og Gutti eru báðir bú-
settir hér á Skaga og til að forvitn-
ast nánar um sýningu þeirra og
viðfanqsefni brá Bæjarblaðið sér
í heimsókn til þeirra. Við spurðum
þá félaga fyrst, hvað það væri sem
þeirsýndu.
Gutti verður fyrir svörum og
segist sjálfur vera með skúlptúr og
lágmyndir unnar í tré, leir, stein-
steypu, gips og ál. Bjarni sýnir hins
vegar vatnslitamyndir, grafík og
teikningar.
En hvers vegna sýnið þið sam-
an?
Jú, okkur fannst þetta passa vel
saman. Bjarni notarvegginaog ég
það pláss sem eftir er, segir Gutti
og Bjarni bætir við að sýningar
sem eingöngu noti veggplás geti
verið leiðinlegar ásýndum og þær
eigi ekki heima nema í einstaka
sýningarsal.
En ferill ykkar sem myndlistar-
manna? - Nú er annar ykkar vél-
virki og hinn trésmiður. Hvar hafið
þið numið listina, eða erhún kom-
in frá ykkar iðngreinum?
SÍMI
2770
A
S
T
G
Mikið
úrval
fasteigna
EINBYLISHÚS
Grenigrund - Stórt með vönduðum innréttingum. Tvöföld bifreiðageymsla.
Heiðarbraut - Járnklætt timburhús. Kjallari, hæð og ris. Ný innrétting.
Heiðargerði - Lítið snoturt. Góð lóð. Ný stofuviðbygging. Bifreiðageymsla.
Jörundarholt - Fokhelt 117 ferm. Bifreiðageymsla.
Jörundarholt - Fokhelt raðhús. 140 ferm. Bifreiðageymsla
Jörundarholt - Fokheld raðhús á einni og hálfri hæð. Bifreiðageymsla.
Reynigrund - Vandað hús 130 ferm. Bifreiðageymsla.
Reynigrund - Timburhús frágengið að mestu. Bifreiðageymsla.
Skagabraut - Steinhús á einni hæð. Ný viðbygging, (stofa).
Kirkjubraut - Lítið steinhús, hæð og ris.
Víðigrund - Stórt og vandað steinhús. Tvöföld bifreiðageymsla.
Góður staður.
Vogabraut - Raðhús á tveim hæðum. Bifreiðageymsla.
Presthúsabraut - Járnklætt timburhús. Gott verð og kjör.
Garðabraut/
Garðaholt - Timburhús á einni hæð.
Vesturgata - Steínhús á tveim hæðum. Tvær íbúðir. Bifreiðageymsla.
STÆRRIIBÐUÐIR
Kirkjubraut - Efsta hæð í þriggja hæða húsi. Steinhús.
Suðurgata - Þriggja hæða steinhús. Mögulegt sem verslunarhúsnæði.
FJÖGURRA HERBERGJA
Bárugata - Neðri hæð í tvíbýlishúsi. Ný innrétting.
Höfðabraut - Neðri hæð í tvíbýlishúsi. 104 ferm.
Heiðargerði - Efri hæð í tvíbýlishúsi. 100 ferm. Góð íbúð.
Jaðarsbraut - Á þriðju hæð í fjölbýlishúsi. Bifreiðageymsla.
Skólabraut - Efri hæð í steinhúsi. Bifreiðageymsla. Sólrík og björt.
ÞRIGGJA HERBERGJA
Einigrund - Á annarri hæð í fjölbýlishúsi. (Tilbúin í okt.).
Einigrund - Á annarri hæð í fjölbýlishúsi.
Laugarbraut - Á miðhæð i tvíbýlishúsi. Bifreiðageymsla.
Kirkjubraut - Á efri hæð í tvíbýlishúsi, (risíbúð).
Vitateigur - Neðri hæð í tvíbýlishúsi.
Heiðarbraut - Neðri hæð í tvíbýlishúsi.
TVEGGJA HERBERGJA
Bárugata - Á neðri hæð í tvíbýlishúsi.
Einigrund - Á annarri hæð í fjölbýlishúsi.
Skagabraut - Á neðstu hæð í þríbýlishúsi.
Vesturgata - Á annarri hæð í tvíbýlishúsi.
Vallarbraut - Á annarri hæð í fjölbýlishúsi.
ATH.: Okkur vantar allar stærðir íbúða á skrá vegna mikillar eftirspurnar.
Einnig vantar okkur fiskibáta af ýmsum stærðum.
FASTEIGNA- OG SKIPASALA
VESTURLANDS
Kirkjubraut 11,2. hæð sími 2770.
LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA
Jón Sveinsson, hdl.
nafnnri 5192-1356.
Það má nú segja að fátt sé sam-
eiginlegt með vélvirkjuninni og
myndlistinni, allavega þeirri sem
ég stunda, sagði Bjarni Þór. - Ég
byrjaði að fikta við þetta um ferm-
ingaraldur. Síðan fórum við þrír
héðan í inntökupróf í Myndlista-
og handíðaskólann, ég, Vignir
Jóh. og Smári Hannesar. Við
höfðum enga undirstöðumenntun
í þetta en náðum samt prófinu.
Smári hætti svo fljótlega í skólan-
um, en þeir sátu sem sagt uppi
með okkur Vigni. Síðan fór ég í
Myndlistaskóla Reykjavíkur. Ég
hef síðan mest unnið við vélvirkjun
en byrjaði í vetur að kenna við
Brekkubæjarskólann.
En þú Gutti?
- Ég hef nú alltaf verið að smíða
- Alveg frá barnsaldri. Svo það var
kannski ekki undarlegt að ég yrði
trésmiður. Sú iðngrein er nú
reyndar talsvert skyld því sem ég
hef verið að gera í myndlistinni, þó
svo að efniviður hafi smáaukist og
breyst. Eftir að ég hafði unnið sem
trésmiður í mörg ár og verið að
leika mér þetta í frístundum með
skúlptúr og ýmislegt, þá brá ég
mér í höggmyndadeild Myndlista-
skólans í Reykjavík. Mérfannst ég
þurfa að bæta við þekkinguna og
læra að nýta efniviðinn. Þetta nám
hefur komið mér vel og aukið á
fjölbreytnina hjá mér.
Hafið þið haldið sýningar áður?
Gutti: Já, ég tók þátt í samsýn-
ingu í Reykjavík árið 1980. Bjarni:
Ég hélt sýningu hér á Skaganum
árið 1977.
Myndverkin sem þið sýnið nú,
eru þau öll ný?
Hjá mér eru þau öll unnin á síð-
ustu tíu árum, segir Gutti. - Þau
eru flest öll ný hjá mér, segir
Bjarni.
En hvað finnstykkur félögum um
myndlistá Skaga ídag?
Við erum nú sammála um að
fremur dauft sé yfir henni. Það hef-
ur verið alltof lítið um sýningar hér
undanfarið. Þær þurfa að vera
fleiri til að lífga upp á þessi mál.
Með þeim orðum kveðjum við
þá myndlistamennina Gutta, tré-
smið á Byggðasafninu og Bjarna
Þór, vélvirkja og núverandi kenn-
ara í Brekkubæjarskóla, og von-
um að Skagamenn kunni vel að
meta framlag þeirra til eflingar
myndlistar í bænum.
Tannlækningastofan
óskar eftir starfsmanni til aðstoðar og
skrifstofustarfa.
Umsóknir með upplýsingum um ald-
ur, menntun og fyrri störf sendist
Tannlækningastofunni, Kirkjubraut 40
fyrir 10. júní n.k.
Akraneskaupstaður
15ára
unglingar
Félagsmálaráði hefur verið falið að
kanna hve margir 15 ára unglingar fá
ekki atvinnu, eða eiga ekki von um það í
sumar.
15 ára unglingar sem þannig er ástatt
með eru því beðnir að láta skrá sig á
bæjarskrifstofunni Kirkjubraut 8 sem
fyrst. Félagsmálastjóri.
Auglýsing
frá yfirkjörstjórn Akraness
Utankjörstaðakosning um áfengisút-
sölu á Akranesi fer fram á vegum Bæj-
arskrifstofunnar í húsnæói Bóka-
safnsins að Heiðarbraut 40 á annarri
hæð, milli kl. 9-12 og 13-17 hvern virk-
an dag fram að kjördegi.
Yfirkjörstjórn Akraness
Baldur Eiríksson
Björgvin Bjarnason
Njörður Tryggvason