Bæjarblaðið - 14.05.1982, Síða 6
6
Bœjorbladid
Akraneskaupstaður
Fasteignaeig-
endur Akranesi
Seinni gjalddagi fasteigna-
gjalda er 15. maí n.k.
Fasteignaeigendur eru hvattir
til að gera skil á réttum gjald-
daga.
Innheimtustjóri
Akraneskaupstaðar
Foreidrar
athugið!
I Arnardal er töluvert affatnaði og öðrum
óskilamunum.
Foreldrar vinsamlegast athugið hvort
börn ykkargætu átt eitthvað afþessu.
Æskulýðsnefnd.
Akraneskaupstaður
Tilkynning
um lóðarhreinsurt á Akranesi
vorið 1982.
Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar
er lóðareigendum skylt að halda lóðum sínum
hreinum og þrifalegum og að sjá um að sorp sé
geymt í þar til gerðum ílátum.
Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að
flytja nú þegar brott af lóðum sínum allt sem
veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi
síðar en 29. maí nk. að þessum fresti liðnum
verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun
er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað
og ábyrgð húseigenda án frekari viðvörunar.
Þeir sem kynnu að óska eftir sorpkössum eða
grindum, eða brottflutningi á rusli á sinn kostn-
að, tilkynni það í síma 1945 eða 1211.
Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga Akra-
neskaupstaðar við Berjadalsá á þeim tíma sem
hérsegir:
Þriðjudaga til laugardaga frá ki. 14-19 að
báðum dögum meðtöldum.
Rusl sem flutt er á sorphauga skal vera í um-
búðum eða bundið. Hafa ber samráð við starfs-
mann um losun.
Sérstök athygli skal vakin á því að óheimilt er
að flytja úrgang á aðra staði í bæjarlandinu.
Verða þeir látnir sæta ábyrgð sem gerast brot-
legir í því efni.
BÆJARTÆKNIFRÆÐINGUR
FYRIR
SUMARIÐ
Svalaker og uppihöldur.
Mold, vikurog áburður.
Nú er þörungamjölið komið.
BLÓMABÚÐiN S.F.
Skólabraut 23 - Sími 1301.
Munið hagstæða vöruverðið,
vöruúrvalið og vörugæðin í
hinni rúmgóðu verslun okkar.
Bílastæði á horni Suðurgötu og
Skagabrautar ef erfitt er að
teggja á Skagabrautinni.
Velkomin.
Verslunin
Einar Ólafsson
Skagabraut 9-11 - Sími 2015
Sölubörn
Bæjarblaðið hefur átt því
láni að fagna að hafa afburða
sölubörn allt frá upphafi. Nú
hafa nokkur þeirra hætt því
starfi og færum við þeim þakk-
ir okkar fyrir góða þjónustu um
leið og við auglýsum eftir nýj-
um sölubörnum í þeirra stað.
Um er að ræða þrjú hverfi
sam laus eru og bendum við
þeim börnum, sem áhuga
kynnu að hafa, á að hafa sam-
band við Sigþór í síma 1919
eða Harald í síma 2774. Góð
sölulaun eru í boði og því góðir
tekjumöguleikar fyrir áhuga-
sama krakka
Næsta Bæjarblað kemur
síðan út föstudaginn 28. maí
nk. og sem fyrr viljum við
benda þeim sem þurfa að
koma auglýsingum eða efni í
blaðið að hafa samband í áð-
urgreind símanúmer fyrir
þriðjudag 25. maí.
Það er þetta
með jólin og
kosningarnar
Áróðursblöð pólitíkusa hafatröll-
riðið húsum hér á Skaga undan-
, farnar vikur. Blöð þessi höfðu leg-
Mð í dvalafrá því á jólum, en nú eru
kosningar í nánd og þess vegna
hlaupið upp með áróðurinn.
Það hefur því heldur betur orðið
aukning á blaðamarkaði okkar
Skagamanna fjögur blöð til við-
bótar við eina frjálsa og óháða
blaðið í bænum, Bæjarblaðið. Þó
svo að áróðursblöðin eigi ekki
margt sameiginlegt með Bæjar-
blaðinu, þá er það öruggt að eitt
eiga öll þessi blöð sameiginlegt.
Þau leita öll á sama þrönga aug-
lýsingamarkaðinn. Og einmitt
þess vegna var það, að útkomu
Bæjarblaðsins var frestað frá 7. til
14. maí. Við sáum einfaldlega
fram á stórtap á útgáfu blaðsins
þann 7., og þar sem við höfum
enga kosningasjóði á bak við okk-
ur var ekki um annað að ræða.
Vissulega var leitt til þess að
vita, að óflokksbundin blöð skuli
ekki standast samkeppni við áróð-
ursblöð pólitíkusa. En við því er
víst fátt að segja, hlutur auglýs-
inga í afkomu slíkra blaða er það
sem treyst er á í útgáfunni, og ef
auglýsingamagnið minnkar frá því
sem verið hefur er útgáfan von-
laus.
En nóg um það. Bæjarblaðið
vonar að ekki þurfi oftar að koma
til frestunar á útgáfunni, það er jú
ekki alltaf jól og kosningar.