Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2016, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2016, Qupperneq 6
6 HEilSAn | | Miðvikudagur 24. febrúar 2016 Katrín laufey Rúnarsdóttir hafði lengi vel langað að taka á sínum málum, hún var alltaf þreytt og nennti ekki neinu eins og hún sagði sjálf frá. Í september í fyrra skráði hún sig á námskeið hjá Hafdísi Kristjáns sem heitir H-in þrjú. En þar er matarræðið tekið í gegn, boðiðuppá yoga og aðra líkamsrækt, ásamt því að unnið er mjög mikið með andlegu hliðina og þér er kennt að elska sjálfan þig og setja þig í fyrsta sæti. Elskaðu sjálfa þig „Við höfum allar heyrt þetta áður, elskaðu sjálfa þig og settu sjálfa þig í fyrsta sæti. ,Mér fannst þetta meira að segja klisja fyrir ekki svo löngu,“ sagði Katrín Laufey en þetta er grundvöllur fyrir því að verða hamingjusamur og líða vel í eigin skinni. „,Ég var komin með í mjóbakið og var byrjuð í sjúkraþjálfun. Ekki var ég í mikilli yfirþyngd en orðin léleg og hélt jafnvel að aldurinn væri að færast yfir mig.“ Einn daginn sló hún í borðið og fannst þetta ekki ganga lengur. Henni fannst hún samt sem áður ekki geta gert þetta alveg sjálf og var búin að hugsa um námskeiðið hennar Hafdísar allt árið þegar loks kom að því að slá til í september síðastliðnum. ,,Þannig ég var búin að vera með þetta í hausnum allt árið og fór með þannig hugarfari að ég ætlaði að gera þetta 100%.“ Gleymir fyrstu vikunni aldrei Í byrjun námskeiðs færðu alla þá fræðslu sem þú þarft að breyttu mataræði og óteljandi uppskriftir af allskonar fjölbreyttum mat sem inniheldur ekki sykur, mjólkurvörur eða glútein. Katrín Laufey sagði að fyrstu tveir til þrír dagarnir í breytta mataræðinu hafi verið góðir. „Ég var létt á því og jákvæð fyrir breytingunum en svo kom fimmtudagur, fjórði dagurinn og ég gleymi honum aldrei. Algjört helvíti á jörðu, mér leið hörmulega og var grenjandi í sífelldu. Þetta var ekkert matartengt, ég var ekki grenjandi yfir því að geta ekki fengið mér nammi, það var eins og djöfulinn sjálfur væri að reyna brjótast út úr mér og varði þetta í tvo daga. Eftir þetta fór þetta smám saman uppá við og í dag hefur mér aldrei liðið betur og er í besta formi lífs míns. Ég hef tekið þetta í litlum skrefum og hefur það gengið mjög vel, ég vona að ég snúi aldrei til baka.“ Hætti að drekka áfengi fyrir tveimur árum Kata eins og hún er alltaf kölluð, segir að hún sé þessi týpiska kona og var búin að prófa allskonar lausnir til að bæta líðanina, en segir að það hafi allt verið tímabundið, svo hafi hún alltaf dottið í sama gírinn aftur. ,,Þegar ég hugsa þetta í grunninn þá er ég bara fíkill, þannig ég hugsaði, ókey, hvað geri ég til að losna alveg við allt sem er fíkn í mínu lífi.“ Fyrsta sem hún gerði var að hætta að drekka áfengi sem hún gerði fyrir tveimur árum. „Ég fann að það var farið að stjórna mér svolítið og á einum tímapunkti líkaði mér þetta bara alls ekki og fannst ég ekki góð fyrirmynd fyrir börnin mín.“ Eftir að Kata hætti að drekka leið henni miklu betur en segir að það fylgi því fórnir og viðurkennir fúslega að þjóðhátíð sem dæmi sé ekki eins skemmtileg að hennar mati, en að það sé vel þess virði. Henni leið töluvert betur eftir að hún hætti að drekka en ekki nógu vel og fór í kjölfarið að borða meiri mat þar sem sykurinnihaldið var hátt. Yoga og hugleiðsla alveg nýtt fyrir henni Kata segir að hún hafi ekki verið mikið fyrir yoga og hugleiðsu fyrir námskeiðið en ákvað að ef hún ætlaði á annað borð að gera þetta, færi hún alla leið, enda þannig týpa. Hún fór með opnum hug og ætlaði að gera allt sem Hafdís lagði fyrir. „Sama hversu erfitt það yrði, þá ætlaði ég að gera það, og það virkaði svona svakalega vel.“ Hafdís leggur upp úr því að einstaklingarnir á námskeiðinu byrji að elska sjálfa sig og partur af því er sem dæmi að taka utan um sig. Þetta reynist mörgum mjög erfitt og var Kata ein af þeim. „Ég fór bara að grenja og gat ekki tekið utan um sjálfa mig og hugsaði með mér, hvað er að? Í dag tek ég utan um mig, get horft í spegil og ég elska konuna í speglinum og það er frábær tilfinning . Ég vil meina að Hafdís hafi hreinlega bjargað mínu lífi. Núna tekst ég á við lífið eins og það er, ég hef ekkert sem getur deyft eins og t.d. óhollan mat eða áfengi. Ég er með fulla orku og mér líður frábærlega og ég er ekki að ýkja neitt.“ Fjölskyldan með í breyttum lífsstíl Kata tók fjölskylduna með í nýtt mataræði, enda kannski ekki annað hægt þegar breyta á um lífstíl og segir að strákurinn hennar Þór sem er 4 ára þekki núna í raun ekkert annað en heilbrigða og vel saman setta fæðu. Þetta hefur einnig haft góðan ávinning fyrir stelpurnar hennar sem eru allar á unglingsaldri. Kata gerði þetta fyrst og fremst fyrir sjálfa sig en jafnframt til þess að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín og byggja góðan og heilbrigðan grunn að heilsusamlegum lífsstíl. Ný áhugamál með breyttum lífsstíl Hreyfing er núna daglegur partur af hennar lífi. Þegar blaðamaður kom til hennar var hún nýkomin úr göngu með nýja gönguhópnum sínum sem ætlar að ganga Hvanndalshnjúk 14. maí. nk. Kata stefnir á hálfmaraþon á afmælis- daginn sinn og endurtaka svo leikinn í Reykjavíkurmaraþoninu. Kata segir að það hafi komið ótrúlegur kraftur í hana með þessari góðu heilsu sem hún nýtir nú í ný áhugamál. Sara Sjöfn grettiSdóttir sarasjofn@eyjafrettir.is Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Hafdís Kristjánsdóttir kennir yoga í Friðarbóli. Ásamt því býður hún upp á lífstílsnám- skeið sem heitir Háin þrjú. Hún byrjaði upphaflega með um 15 konur í yoga en í dag eru iðkendurnir rúmlega 60 og af báðum kynjum, en hún byrjaði með yoga fyrir karlmenn í fyrra. Hafdís segir að smátt og smátt hafi yogaiðkun verið að aukast og það er engin breyting í ár. Fólk sé að átta sig betur á að lifa í núvitund og hvað heilsa og andleg líðan skipti miklu máli. Að hennar mati er fólk aðeins að gíra sig niður og átta sig á að hamingjan komi innan frá og að hún sé á ábyrgð hvers og eins. Ávinningurinn með jógaástund- un segir hún að sé bæði andlegur og líkamlegur, geri allt frá því að losa spennu í líkamanum, kemur jafnvægi á hormónaflæðið, meltinguna, eykur blóðflæðið, nuddar innyflin, losar um eitur- og úrgangsefni sem hafa safnast upp víða í líkamanum t.d. djúpt í vöðva- vefjum og liðum, hefur góð áhrif á innkirtlakerfið og margt fleira. Hafdís hefur bætt hugleiðslunni inn í yogað hjá sér ásamt því að hún leggur mjög mikla áherslu á öndunaræfingar. „Með því að hugleiða styrkirðu taugakerfið og þinn andlega stríðsmann. Dregur úr streitu, kvíða, ótta, svefnleysi, verkjum o.fl. Þú ert ekki að tæma hugann þegar þú hugleiðir, þú ert að kyrra hugann. Markmiðið er að vera húsbóndi hugsana sinna, ekki þræll. Frábær leið til að láta sér líða vel og öðlast innri frið og ró og jafnvægi. Er það ekki það sem allir eru að leitast eftir? Það má segja að þú kynnist líkama þínum upp á nýtt með því að stunda yoga.“ Ekki bara hristingar Háin þrjú, Heilbrigðari, Hraustari & Hressari með Hafdísi Kristjáns er þriggja mánaða lífstílsnámskeið. Hafdísi finnst gaman að velta fyrir sér næringu og hvernig hún fer með líkamann okkar. „Við erum það sem við borðum. Allt sem fer inn fyrir varir okkar mun hafa áhrif á líkama, sál og huga okkar. En af hverju borðum við? Jú, til þess að næra frumurnar. Við erum gerð úr óteljandi fjölda frumna og þess vegna skiptir öllu hvernig nær- Katrín Laufey Rúnarsdóttir söðlaði um: Öðlaðist nýtt líf með breyttu mataræði og lærði að elska sjálfa sig :: Er með fulla orku og líður frábærlega :: Er ekki að ýkja neitt Hafdís kennir yoga í Friðarbóli og býður upp á lífstílsnámskeið: Andlegur og líkamlegur ávinningur :: losar spennu :: Kemur jafnvægi á hormónaflæðið :: losar um eitur- og úrgangsefni Sara Sjöfn grettiSdóttir sarasjofn@eyjafrettir.is Ég var létt á því og jákvæð fyrir breytingunum en svo kom fimmtudagur, fjórði dagurinn og ég gleymi honum aldrei. Alg jört helvíti á jörðu, mér leið hörmulega og var grenjandi í sífelldu. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.