Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2016, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2016, Blaðsíða 5
5Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. júlí 2016 Hvað segir vinurinn, heyrðist hvar sem Siggi Reim kom. Ljúfmannlega fasið og röddin sérstaka hljómaði hvar sem hann fór. Hann var nett smámæltur og teygði á orðunum og hann var svo góður karl í huga okkar allra og vinur barnanna í Eyjum. Hátt og snjall sagði hann. "Hvað segir og svo dró hann orðið, viiiinurinn." Þessi fallega kveðja, kæruleysislegt fasið og brosmilt andlitið lyfti Sigga Reim í hæðir og hann mætti barnslegri gleði lítils peyja í Grænuhlíðinni sem hafði mikið dálæti á öskukörlum. Siggi ljómaði af gleði þegar við peyjarnir þyrptust að þegar öskukarlarnir drógu öskutunnurnar að öskubíln- um, en á honum var grind sem færði tunnurnar upp kassann og losaði úr þeim sorpið. Öskukarl- arnir keyrðu tunnurnar á hjólagrind- um og við peyjarnir fengum að halda í og keyra tómar tunnur til baka. Við fylgdum þeim eftir og við hvert hús bættust fleiri í hópinn og um allt hverfið mátti heyra óminn frá Sigga Reim. Hvað segir viiiinurinn. Í sumarblíðunni var Siggi oft í vinnubuxum og slopp, strigaskóm og sixpensara á höfðinu og pípustertinn í munninum. Hann hljóp við fót, hallaði undir flatt og dró öskutunnurnar á rétta staði, hann var vandvirkur, góðmennskan uppmáluð og hvers manns hugljúfi. Siggi Reim var alinn upp í Stakka- gerði og hafði ekki sömu spil á hendinni og flestir samferðamenn hans en sinnti skyldum sínum við samfélagið alla tíð og vann lengst af hjá bænum sem öskukarl og hreinsitæknir. Frægastur var hann fyrir að vera brennukóngur á þjóðhátíðinni áratugum saman. Heiðursstaða sem hefur verið í höndum manna sem eiga sérstakan sess og stað í huga Eyjamanna. Hirðusemi er viðbrugðið hjá þeim sem safna í brennu fyrir þjóðhátíð og þar fór fremstur í flokki brennukóngurinn . Í skjóli nætur var farið í veiðafærakrær og skúra og allt „hreinsað“ eins og sagt var á máli brennukóngsins. Allt brennan- legt, tunnur, trékassa, olíur og annar eldsmatur tekin traustataki og falið fyrir eigendum á leyndum stöðum. Brennukóngurinn hafði með brennupeyjunum hreinsað úr Kró útgerðarmanns sem næsta dag fór á fund Sigga Reim og spurðist fyrir um draslið. Siggi Reim eins og engill vissi ekki meir. En útgerðar- maðurinn sagði að það væri í lagi að tapa 250 lítrum af olíu og tunnunni en fágætur koparkrani væri honum mikið tjón. Koparkrani, sagði Siggi Reim, ég kem honum til þín væni. Svona var Siggi Reim, vildi ekki ljúga en sagði ekki satt. Í brennusöfnun gilda aðrar reglur og lögmál en í daglega lífinu. Þannig var það með Sigga Reim, hann hafði friðhelgi vegna stöðu sinnar sem brennukóngur og manneskja sem fegraði mannlífið með ljúfmennsku sinni og gleðinni sem geislaði af honum. Mannlífið í Eyjum er ríkara að hafa átt Sigga Reim, það birtist í fegurðinni og litrófi mannlífsins þar sem Siggi var fallegasta blómið í garðinum. Með því að horfa á það besta í hverjum manni, gefa hæfileikum þeirra tækifæri til að njóta sín og láta þá finna að þeir skipti máli eigum við öll betra líf. Ég er þakklátur Sigga Reim fyrir það sem hann gerði samfélaginu í Eyjum og það er eins og við hvert og eitt höfum misst nákominn ættingja. Ég votta fjölskyldu Sigga Reim og Eyja- mönnum öllum samúð. Ásmundur Friðriksson. ......................................................... Elsku Siggi minn og okkar. Það er mjög sárt að þú kveðjir þetta líf okkar allra. Það var árið 1995 sem þú baðst mig að taka við af þér, sagðist ekki geta verið lengur í þessu starfi. Að taka við og vera brennukóngur á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þú varst í þessu starfi í 51 ár. Þú varst 14 eða 15 ára gamall þegar þú hljópst með blysið fyrst og svo komu aðrir tímar. Vagn og fleira. Ég man eftir þegar ég var lítill strákur þá sagði mamma mér að Siggi tæki allar snuddurnar og að ég hefði gefið Siggi. Árið 1994, man ég eftir því að brennan var á laugardags- kvöldi en ekki á föstudagskvöldi vegna veðurs daginn áður. Allt í einu hrundi brennan niður í austurátt og mannfjöldinn þurfti að fara frá. Strax eftir þjóðhátíð lentir þú ásamt systur þinni og mági í bílslysi rétt hjá Þykkvabæjarafleggj- aranum. Þú, systir og mágur slösuðust mikið og þér var haldið sofandi meira en mánuð þegar þú komst til meðvindar. Siggi minn, þú varst góður kall við alla. Elsku Siggi, takk fyrir allt og alla og takk fyrir að leyfa mér að taka við brennukóngsembættinu af þér, vinur. Ég læt hér fljóta með Glóðir (Þjóðhátíðarlag 1935). Um dalinn læðast hægt dimmir skuggar nætur og dapurt niðar í sæ við klettarætur. Ég sit og stari í bálsins gullnu glóðir og gleymdar minningar vakna mér í sál. Hér undi ég forðum í glaum með glöðum drengjum, þá glumdu björgin af hljóm frá villtum strengjum. Nú sveipa klettana húmsins skuggar hljóðir og hryggur stari ég einn í kulnað bál. Hér undi ég forðum í glaum með glöðum drengjum þá glumdu björgin af hljóm frá villtum strengjum. Nú sveipa klettana húmsins skuggar hljóðir og hryggur stari ég einn í kulnað bál. Þegar dalinn sveipa húmtjöld hljóð horfi ég í bálsins fölvu glóð, stari og raula gamalt lítið ljóð, ljóð sem gleymt er flestum hjá. Við hvert orð og óm er minning fest, atvik sem mig glöddu dýpst og best. Öllu sem ég ann og sakna mest ómar þessir segja frá. Elsku Siggi minn, takk fyrir allt og góða ferð hinumegin. Sofðu rótt, elsku karlinn okkar. Finnbogi, brennukóngur á Þjóðhátíð Elínborg, brennudrottning Vestmannaeyja. Vélstjóri lóðsins Vestmannaeyjahöfn auglýsir eftir vélstjóra á lóðsinn. Vélstjóri Lóðsins ber ábyrgð á rekstri vélbúnað- ar hafnsögu- og vinnubáta Vest- mannaeyjahafn- ar. Að bátarnir séu tilbúnir til notkunar þegar á þarf að halda og skipuleggur viðhaldsverkefni í samstarfi við yfirmann og skipstjóra. Sinnir almennum viðhaldsverkefnum hafnarinnar og þess búnaðar sem fylgir starfsemi Vestmannaeyjahafnar. Sinnir hafnarvernd. Sinnir öðrum þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum. Hæfniskröfur: Umsækjandi skal hafa réttindi til að sinna vél- stjórn á skipum með 1500 KW aðalvél og hafa gilt skírteini frá Slysavarnaskóla sjómanna. Þarf að geta hafið störf 15. ágúst nk. Laun eru skv kjarasamningi STAVEY og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar gefur Andrés Sigurðsson sími 691-3300. Umsóknum skal skilað á hafnarskrifstofu eða á rafrænu formi á addisteini@vestmannaeyjar.is fyrir 20. júlí nk. V Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Kristinn Buch varð bráðkvaddur á heimili sínu 15. júní síðastliðinn. Útför fór fram mánudaginn 27. júní í Helsingør, Danmörku. Minningarathöfn og jarðsetning hér heima, auglýst síðar. Pálína Sigurbjörg Buch, Poula Kristín Buch, María Karen Buch, Sigurður Ragnar Kristinsson og fjölskylda. V Elsku eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma Steinunn María Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur Ásakór 13, Kópavogi lést á líknardeild Landspítalans 27. júní. Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 6. júlí kl. 13. Páll Einarsson Sigrún Rósa Steinsdóttir Sigrún Birgitte Pálsdóttir Einar Pálsson, Kristjana Jónsdóttir Gunnar Þór Pálsson, Cloe Malzac barnabörn og langömmubörn. V Ástkær frændi okkar Sigurður Reimarsson (Siggi Reim) lést á Dvalarheimili aldraðra Hraunbúðum Vestmannaeyjum þann 27. júní sl. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardag- inn 9. júlí kl.14. Anna Ingibjörg Lúðvíksdóttir Sigurður Ingi Lúðvíksson Bjarni Reynir Bergsson Sigurpáll Bergsson Bergur Bergsson og fjölskyldur. Minningarkort kvenfélagsins líknar Stefanía Ástvaldsdóttir Hrauntúni 34 / s. 481-2155 Elínborg Jónsdóttir Hraunslóð 2 / s. 481-1828 Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Brimhólabr. 28 / s. 481-3314 Kristín Gunnarsdóttir s. 481-2183 / 861-1483 Rn.0582-4-250355 / Kt. 430269-2919 Allur ágóði rennur í sjúkrahússjóð félagsins Minningarkort sigurðar i. Magnússonar björgunarfélags vestMannaeyja Emma Sigurgeirsdóttir s. 481-2078 Þóra Egilsdóttir s. 481-2261 Sigríður Magnúsdóttir s. 481-1794 Minningarkort krabbavarnar vestMannaeyja Hólmfríður Ólafsdóttir Túngötu 21 / sími 481-1647 Ester Ólafsdóttir Áshamri 12 / sími 481-2573 Karólína Jósepsdóttir Foldahraun 39e s. 534 9219 V Sigurður Reimarsson f. 2. júní 1928 - d. 27. júní 2016 Eyjafréttir - vertu með á nótunum!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.