Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2016, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2016, Blaðsíða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. júlí 2016 nú er um það bil ár síðan Landsbankinn tók yfir rekstur sparisjóðs Vestmannaeyja og opnaði útibú sitt í Vestmanna- eyjum. Við heyrðum aðeins hljóðið í útibússtjóranum og eyjamanninum Jóni Óskari Þórhallssyni um hvernig fyrsta árið hefur gengið. „Fyrir mig persónulega hefur þetta verið krefjandi, en afar skemmtilegt og gefandi verkefni. Sparisjóðurinn átti sér sterkar rætur hjá bæjarbúum, sem og starfsmönnum sem þar höfðu allir starfað um langa hríð. Landsbankinn á sér einnig djúpar rætur. Síðastliðinn föstudag, 1. júlí, voru einmitt 130 ár frá því að Landsbanki Íslands, forveri Landsbankans, opnaði,“ sagði Jón Óskar og hélt áfram. „Þegar ég réði mig til starfsins var það m.a. vegna þess að ég vissi að hann ætti verðugt erindi til Eyja, enda um árabil verið mikil þörf á aukinni samkeppni á þessu sviði í Eyjum, og sú samkeppni kæmi bæjarbúum, einstaklingum sem og fyrirtækjum, til góða. Það hefur komið á daginn að það var rétt, og ég er einlæglega glaður og ánægður með það. Landsbankinn leggur mikla áherslu á starfsemi sína á lands- byggðinni og er með langstærsta útibúanetið, og er því vel í stakk búinn að þjónusta hér sem og annarsstaðar.“ Hvernig hefur ykkur verið tekið? „Okkur hefur verið afar vel tekið. Landsbankinn hefur sýnt hversu skuldbundinn hann er verkefninu og m.a. lagði hann gríðarlega fjármuni í nýtt útibú. Honum er full alvara og vill efla starfsemi sína hér í Eyjum, enda skynjar hann hér tækifæri. Þetta kunna Eyjamenn að meta. Þeir kunna einnig að meta vöruframboð bankans, sem ég myndi vilja hvetja alla til að kynna sér.“ Hvaða vörur hafa einna helst vakið áhuga Eyjamanna? „Þeir sem t.d. hafa sótt 360° ráðgjöf, sem er heildstæð og endurgjaldslaus ráðgjöf um heildarfjármál viðskiptavina, hafa verið gríðarlega ánægðir. Með þeirri ráðgjöf eru fjármál heimilis- ins skoðuð frá öllum hliðum. Einnig höfum við komið af krafti inn með hagstæð íbúðalán, sem Eyjamenn hafa kunnað vel að meta og í flestum tilfellum höfum við getað boðið viðskiptavinum að þiggja ávinning, annað hvort með endurfjármögnun eldri lána, eða með nýjum og hagstæðum lánum til fasteignakaupenda. Þess ber einmitt að geta hér að Landsbank- inn hefur boðið íbúðalán til fyrstu kaupa án lántökugjalda frá ársbyrjun 2014, og er sífellt með augun á því að styðja vel við unga íbúðakaupendur. Fríðindakerfið Aukakrónur hefur heillað Eyjamenn og er sam- starfsaðilum Aukakróna að fjölga í hverri viku. Í Vestmannaeyjum bættust nýlega við veitingastaðirnir GOTT og Slippurinn í hóp þeirra og gefa aukakrónu-korthöfum 5% afslátt. Samstarfsaðilar bjóða afslátt til kreditkorthafa með þetta fríðindakerfi og Landsbankinn greiðir viðskiptavinum til viðbótar aukakrónur fyrir alla innlenda veltu. Þessar aukakrónur geta viðskipta- vinir svo notað til að greiða fyrir vörur og þjónustu með aukakrónu- kortinu sínu eins og með hverju öðru debetkorti. Aukakrónur hefur fólk gjarnan nýtt til að gera vel við sig.“ Hvernig hefur starfsfólkið tekið breytingunum ? „Það hefur verið heilmikið og stórt skref fyrir starfsfólk, sem áður starfaði hjá Sparisjóðnum, að takast á við breytingar í tæknilegu umhverfi, nýju vöruúrvali og svo ekki sé talað um breytta vinnustaða- menningu á mun stærri vinnustað. Viðskiptavinurinn þurfti að sjálfsögðu að kynnast nýjum banka og nýjum vinnubrögðum og þurfti aukna aðstoð starfsfólks á meðan. Starfsfólkið sinnti því að sjálfsögðu af alúð, á sama tíma og það sótti mikla þjálfun sem bankinn bauð upp á og iðnaðarmenn voru að störfum um allt útibú með tilheyr- andi skarkala og ryki. Ég get ekki hrósað starfsfólki nógu mikið fyrir frammistöðuna undanfarið ár og vil þakka þeim, og ekki síður við- skiptavinum, alla jákvæðnina og þolinmæðina meðan á breytingum stóð. Það þurfti að breyta sam- setningu mannaflans í útibúinu s.l. haust og nýr viðskiptastjóri fyrirtækja var ráðinn til útibúsins, Leó Snær Sveinsson, sem einnig er Eyjamönnum að góðu kunnur fyrir gítarspil og sjómennsku. Starfsandinn er í dag mjög góður og það er gaman að hittast á morgnana. Við erum á góðum stað og viðskiptavinir eru almennt afar jákvæðir í okkar garð.“ Hvernig kemur Landsbankinn að samfélagslegum verkefnum í Eyjum? „Fyrst ber að nefna fjölskylduhátíð Landsbankans, sem bankinn erfði frá Sparisjóðnum, en þá gleðjumst við með bæjarbúum með hinu árlega pylsugrilli, lifandi tónlist, candyfloss, blöðrum, hoppuköst- ulum auk þess sem Skólahreysti mætir til Eyja og allir geta spreytt sig í brautinni þeirra. Auk þessa er bankinn að styrkja íþróttastarf o.fl., stendur fyrir fundum um fjármál og mun halda slíkum stuðningi áfram,“ sagði Jón Óskar að lokum. Landsbankinn :: eitt ár í eyjum: okkur hefur verið afar vel tekið :: segir Jón Óskar Þórhallsson útibússtjóri :: Get ekki hrósað starfsfólki nógu mikið fyrir frammistöðuna undanfarið ár Jón Óskar, lengst til vinstri, ásamt Gísla Gunnari Geirssyni og Leó Sveinssyni við grillið á fjölskylduhátíð Landsbankans um nýliðna helgi. FJöLSKyLDUHÁtÍð Á GoSLoKAHÁtÍð - Mikil gleði ríkti á veglegri fjölskylduhátíð sem Landsbank- inn í Eyjum stóð fyrir á goslokahátíðinni laugardaginn 2. júlí við útibú bankans á Bárustíg. Krakkar á öllum aldri léku sér í hoppuköstulum og spreyttu sig við Skólahreystibraut sem sett hafði verið upp í tilefni hátíðarinnar. tríó Þóris Ólafssonar lék fyrir gesti og Sproti heilsaði að sjálfsögðu upp á yngstu gestina. Boðið var upp á grillaðar pylsur og annað góðgæti. Hér má sjá myndir sem Gunnar Ingi tók af gleðinni. M yn di r: G un na r In gi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.